Meghan Markle missti fóstur í júlí Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 09:29 Meghan Markle, hertogaynja af Sussex. Getty/Max Mumby Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, segir frá því í grein sem hún ritar í New York Times að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum. Í greininni segist hún hafa upplifað nánast óbærilega sorg en hún og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eiga einn son, Archie, sem fæddist í maí 2019. Í grein sinni lýsir Meghan því hvernig einn morgun í júlí hafi byrjað eins og hver annar dagur á morgunverði, vítamínum og öðrum morgunverkum. Eftir að hún skipti á Archie fann hún allt í einu mikinn krampa. Hún datt í gólfið með Archie í örmum sínum og segist hafa sungið fyrir hann vögguvísu til þess að róa þau bæði. „Þar sem ég hélt á frumburði mínum vissi ég að ég væri að missa annað barnið mitt,“ segir Meghan í grein sinni. Klukkustundum síðar sat hún á rúmi á spítala með Harry. Hún lýsir því hvernig hún hafi horft á hjarta hans brotna. Hún spurði hvort það væri í lagi með hann. „Er í lagi með okkur? Þetta ár hefur reynst mörgum okkar svo ótrúlega erfitt. Missir og sársauki hefur fylgt okkur öllum árið 2020, á erfiðum og þungum stundum,“ skrifar Meghan og vísar í kórónuveirufaraldurinn og öll þau mannslíf sem hann hefur kostað. Hún segist deila reynslu sinni af fósturmissi til að hvetja fólk, nú í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum, til að spyrja aðra hvort það sé allt í lagi. „Við erum að aðlagast nýjum normi þar sem andlit eru hulin grímum en það neyðir okkur til þess að horfa í augu hvors annars sem eru stundum full af hlýju en stundum full af tárum. Í fyrsta skipti í langan tíma sjáum við virkilega hvort annað sem manneskjur. Verður í lagi með okkur? Það mun verða í lagi með okkur,“ skrifar Meghan í lok greinar sinnar. Fyrr á þessu ári sögðu Harry og Meghan sig frá skyldum sínum sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar og fluttu frá Bretlandi til Kaliforníu til þess að vera fjarri kastljósi fjölmiðla. Kóngafólk Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, segir frá því í grein sem hún ritar í New York Times að hún hafi misst fóstur í júlí síðastliðnum. Í greininni segist hún hafa upplifað nánast óbærilega sorg en hún og Harry Bretaprins, eiginmaður hennar, eiga einn son, Archie, sem fæddist í maí 2019. Í grein sinni lýsir Meghan því hvernig einn morgun í júlí hafi byrjað eins og hver annar dagur á morgunverði, vítamínum og öðrum morgunverkum. Eftir að hún skipti á Archie fann hún allt í einu mikinn krampa. Hún datt í gólfið með Archie í örmum sínum og segist hafa sungið fyrir hann vögguvísu til þess að róa þau bæði. „Þar sem ég hélt á frumburði mínum vissi ég að ég væri að missa annað barnið mitt,“ segir Meghan í grein sinni. Klukkustundum síðar sat hún á rúmi á spítala með Harry. Hún lýsir því hvernig hún hafi horft á hjarta hans brotna. Hún spurði hvort það væri í lagi með hann. „Er í lagi með okkur? Þetta ár hefur reynst mörgum okkar svo ótrúlega erfitt. Missir og sársauki hefur fylgt okkur öllum árið 2020, á erfiðum og þungum stundum,“ skrifar Meghan og vísar í kórónuveirufaraldurinn og öll þau mannslíf sem hann hefur kostað. Hún segist deila reynslu sinni af fósturmissi til að hvetja fólk, nú í aðdraganda þakkargjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum, til að spyrja aðra hvort það sé allt í lagi. „Við erum að aðlagast nýjum normi þar sem andlit eru hulin grímum en það neyðir okkur til þess að horfa í augu hvors annars sem eru stundum full af hlýju en stundum full af tárum. Í fyrsta skipti í langan tíma sjáum við virkilega hvort annað sem manneskjur. Verður í lagi með okkur? Það mun verða í lagi með okkur,“ skrifar Meghan í lok greinar sinnar. Fyrr á þessu ári sögðu Harry og Meghan sig frá skyldum sínum sem meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar og fluttu frá Bretlandi til Kaliforníu til þess að vera fjarri kastljósi fjölmiðla.
Kóngafólk Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Sjá meira