Hafa engan áhuga á utanaðkomandi afskiptum Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 11:37 Skjáskot úr sjónvarpsfrétt ríkismiðils Eþíópíu sem sýnir hermenn stjórnarhersins á leið til Tigrayhéraðs. AP/Ethiopian News Agency Abiy Ahmed, forsætisráðherra, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur hafnað öllum alþjóðlegum áköllum um frið í vopnahlé og viðræður við Frelsishreyfingu Tigrayhéraðs. Hann segir að Eþíópíumenn muni takast á viöð þessi átök, þrátt fyrir utanaðkomandi afskipti. Í yfirlýsingu frá Forsætisráðherranum segir að öll afskipti alþjóðasamfélagsins séu „óvelkomin og ólögleg“. Hann segir að alþjóðasamfélagið ætti að sitja á höndum sér þar til og ef Eþíópía biður um hjálp. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar var nýverið gefinn þriggja daga frestur til að gefast upp og er sá frestur að renna út í kvöld, eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar. Herforingjar Eþíópíu hafa ráðlagt íbúum héraðsins að halda sig fjarri þessum forsvarsmönnum og að engin miskunn verði veitt. Slíkt tal hefur leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og krafist þess að almennir borgarar verði verndaðir. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Samskipti við svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð hafi dáið í átökum og að vopnaðar sveitir hafi ráðist á almenna borgara. Rúmlega 40 þúsund íbúar héraðsins, af um sex milljónum, hafa flúið til Súdan, samkvæmt frétt Reuters. Jesep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að átökin væru að koma niður á stöðugleika Austur-Afríku og að hann hefði verulegar áhyggjur af fregnum um ofbeldi gegn almennum borgurum og mögulegum stríðsglæpum. Eþíópía Tengdar fréttir Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Abiy Ahmed, forsætisráðherra, forsætisráðherra Eþíópíu, hefur hafnað öllum alþjóðlegum áköllum um frið í vopnahlé og viðræður við Frelsishreyfingu Tigrayhéraðs. Hann segir að Eþíópíumenn muni takast á viöð þessi átök, þrátt fyrir utanaðkomandi afskipti. Í yfirlýsingu frá Forsætisráðherranum segir að öll afskipti alþjóðasamfélagsins séu „óvelkomin og ólögleg“. Hann segir að alþjóðasamfélagið ætti að sitja á höndum sér þar til og ef Eþíópía biður um hjálp. Abiy, sem vann friðarverðlaun Nóbels í fyrra vegna friðarsamnings Eþíópíu og Erítreu, segir að árás stjórnarhersins gegn Frelsishreyfingunni sé löggæsluaðgerð. Forsvarsmönnum Frelsishreyfingarinnar var nýverið gefinn þriggja daga frestur til að gefast upp og er sá frestur að renna út í kvöld, eins og greint er frá í frétt AP fréttaveitunnar. Herforingjar Eþíópíu hafa ráðlagt íbúum héraðsins að halda sig fjarri þessum forsvarsmönnum og að engin miskunn verði veitt. Slíkt tal hefur leitt til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandinu og krafist þess að almennir borgarar verði verndaðir. Frelsishreyfingin var ráðandi í ríkisstjórn Eþíópíu um árabil þar til Abiy tók við völdum árið 2018. Hann hefur reynt að auka miðstýringu í landinu, sem hefur lengi verið skipt niður meðal þjóðarhópa. Samskipti við svæðið eru verulega takmörkuð um þessar mundir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð hafi dáið í átökum og að vopnaðar sveitir hafi ráðist á almenna borgara. Rúmlega 40 þúsund íbúar héraðsins, af um sex milljónum, hafa flúið til Súdan, samkvæmt frétt Reuters. Jesep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, sagði í gærkvöldi að átökin væru að koma niður á stöðugleika Austur-Afríku og að hann hefði verulegar áhyggjur af fregnum um ofbeldi gegn almennum borgurum og mögulegum stríðsglæpum.
Eþíópía Tengdar fréttir Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19 Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37 Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Viðbúið að rýma þurfi SOS barnaþorp í Eþíópíu vegna stríðsátaka SOS Barnaþorpin í Eþíópíu eru í viðbragðsstöðu um að rýma SOS barnaþorpið í Makalle, vegna stríðsátaka. Í Makalle búa 234 börn og ungmenni og 38 þeirra eiga SOS-styrktarforeldra á Íslandi 24. nóvember 2020 10:19
Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. 22. nóvember 2020 17:37
Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent