Lognið á undan storminum Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 13:33 Himininn logaði gulur, bleikur og appelsínugulur í morgun. Myndin er tekin í Hlíðahverfi yfir Kringluna. Í fjarska sést gufa frá Hellisheiðarvirkjun og Bláfjöll. Vísir/Egill Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag. Langir geislar sólar skópu litríkt listaverk á suðausturhimninum í morgun sem vakti athygli margra sem voru á ferðinni eða var litið út um glugga. Á sama tíma var nær algert logn á höfuðborgarsvæðinu. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, náði meðfylgjandi myndum af sólarupprásinni í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan 10:20 í morgun. Sjónarspilið fyrir sólarupprás í morgun nefnist belti Venusar. Næst sjóndeildarhringnum var gráblár skuggi jarðarinnar og fyrir ofan hann bleikur bjarmi. Himinninn roðnar á þennan hátt þegar sól er lágt á lofti þar sem sólargeislarnir þurfa að ferðast lengri leið í gegnum lofthjúp jarðar en þegar hún er hærra á lofti. Blái hluti sólarljóssins dreifist meira en sá rauði á leiðinni í gegnum andrúmsloftið og því verður himinninn bleikur eða rauðleitur. Sama fyrirbæri sést einnig skömmu eftir sólsetur. Lognið í morgun er skammgóður vermir því gul viðvörun vegna suðaustanhríðaveðurs tekur gildi klukkan 20:00 í kvöld. Gular viðvaranir eru einnig á Suðurlandi, við Faxaflóa, við Breiðafjörð, á hluta Vestfjarða og á Norðurlandi eystra. Appelsínugular viðvaranir vegna hríðar verða í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Miðhálendinu. Falleg birta var yfir höfuðborginni í morgun sem setti svip sinn á fjallsýnina í kring, Esjuna og Akrafjall.Vísir/Egill Belti Venusar yfir Reykjavík og Seltjarnarnesi miðvikudaginn 25. nóvember 2020. Gráblái liturinn neðst við sjóndeildarhringinn er skugginn sem jörðin varpar út í geim. Fyrir ofan hann er himinninn bleikur á lit því blái hluti sólargeislanna hefur dreifst á langri leið í gegnum lofthjúp jarðar og eftir stendur rauði hluti ljóssins.Vísir/Egill Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Fagurbleik sólarupprás og nær alger stilla gladdi íbúa á suðvesturhorni landsins í morgun. Það var þó aðeins lognið á undan storminum því gular- og appelsínugular viðvaranir vegna hríðaveðurs eða storms taka gildi á mest öllu landinu síðar í dag. Langir geislar sólar skópu litríkt listaverk á suðausturhimninum í morgun sem vakti athygli margra sem voru á ferðinni eða var litið út um glugga. Á sama tíma var nær algert logn á höfuðborgarsvæðinu. Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, náði meðfylgjandi myndum af sólarupprásinni í Hlíðahverfi í Reykjavík klukkan 10:20 í morgun. Sjónarspilið fyrir sólarupprás í morgun nefnist belti Venusar. Næst sjóndeildarhringnum var gráblár skuggi jarðarinnar og fyrir ofan hann bleikur bjarmi. Himinninn roðnar á þennan hátt þegar sól er lágt á lofti þar sem sólargeislarnir þurfa að ferðast lengri leið í gegnum lofthjúp jarðar en þegar hún er hærra á lofti. Blái hluti sólarljóssins dreifist meira en sá rauði á leiðinni í gegnum andrúmsloftið og því verður himinninn bleikur eða rauðleitur. Sama fyrirbæri sést einnig skömmu eftir sólsetur. Lognið í morgun er skammgóður vermir því gul viðvörun vegna suðaustanhríðaveðurs tekur gildi klukkan 20:00 í kvöld. Gular viðvaranir eru einnig á Suðurlandi, við Faxaflóa, við Breiðafjörð, á hluta Vestfjarða og á Norðurlandi eystra. Appelsínugular viðvaranir vegna hríðar verða í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Miðhálendinu. Falleg birta var yfir höfuðborginni í morgun sem setti svip sinn á fjallsýnina í kring, Esjuna og Akrafjall.Vísir/Egill Belti Venusar yfir Reykjavík og Seltjarnarnesi miðvikudaginn 25. nóvember 2020. Gráblái liturinn neðst við sjóndeildarhringinn er skugginn sem jörðin varpar út í geim. Fyrir ofan hann er himinninn bleikur á lit því blái hluti sólargeislanna hefur dreifst á langri leið í gegnum lofthjúp jarðar og eftir stendur rauði hluti ljóssins.Vísir/Egill
Veður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent