Fox semur við foreldra Seth Rich Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2020 13:40 Frá höfuðstöðvum Fox News í New York. AP/Richard Drew Fox News hefur gert dómsátt við Mary og Joel Rich, foreldra Seth Rich sem var myrtur árið 2016. Þau höfðuðu mál gegn fréttastofunni vegna umfjöllunar þar sem morð hans var tengt við tölvuárás á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í yfirlýsingu segjast hjónin nú geta haldið lífi þeirra áfram og segjast þau sátt við sáttina, ef svo má að orði komast. Ekki hefur verið opinberað hvað þessi sátt felur í sér. Seth Rich var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Í maí 2017 var birt grein á vef Fox News sem byggði á ónafngreindum heimildarmönnum og einkaspæjara sem segir rangt eftir sér haft og var gefið í skyn að Rich, sem starfaði fyrir Landsnefnd Demókrataflokksins, hafi verið myrtur fyrir að leka tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Tekin úr birtingu viku seinna Fréttin var tekin úr birtingu viku seinna og í yfirlýsingu frá Fox sagði að hún hefði ekki staðist staðla fréttastofunnar. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafði þá gefið út að rannsakendur á vegum embættisins hefðu ekki komið að rannsókninni á morði Rich og því hafi engin skýrsla um málið verið skrifuð þar, eins og haldið var fram í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Mary og Joel sögðu Fox og segja aðra hafa notað dauða sonar þeirra í pólitískum tilgangi. Það hafi ýtt undir samsæriskenningar um morð hans og valdið þeim miklum tilfinningalegum skaða. Bandaríkin WikiLeaks Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Fox News hefur gert dómsátt við Mary og Joel Rich, foreldra Seth Rich sem var myrtur árið 2016. Þau höfðuðu mál gegn fréttastofunni vegna umfjöllunar þar sem morð hans var tengt við tölvuárás á Landsnefnd Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Í yfirlýsingu segjast hjónin nú geta haldið lífi þeirra áfram og segjast þau sátt við sáttina, ef svo má að orði komast. Ekki hefur verið opinberað hvað þessi sátt felur í sér. Seth Rich var skotinn til bana í júlí 2016 nærri heimili hans í Washington. Morðið er enn óleyst en lögreglan telur að um misheppnaða ránstilraun hafi verið að ræða. Í maí 2017 var birt grein á vef Fox News sem byggði á ónafngreindum heimildarmönnum og einkaspæjara sem segir rangt eftir sér haft og var gefið í skyn að Rich, sem starfaði fyrir Landsnefnd Demókrataflokksins, hafi verið myrtur fyrir að leka tölvupóstum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar til Wikileaks. Meðal annars fjallaði Sean Hannity, einn þáttastjórnenda Fox, ítrekað um þessa samsæriskenningu. Tölvuþrjótar á vegum leyniþjónustu herafla Rússlands, GRU, stálu tölvupóstunum úr tölvukerfi Landsnefndarinnar, samkvæmt sérfræðingum sem hafa rannsakað málið og leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna. Tekin úr birtingu viku seinna Fréttin var tekin úr birtingu viku seinna og í yfirlýsingu frá Fox sagði að hún hefði ekki staðist staðla fréttastofunnar. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hafði þá gefið út að rannsakendur á vegum embættisins hefðu ekki komið að rannsókninni á morði Rich og því hafi engin skýrsla um málið verið skrifuð þar, eins og haldið var fram í fréttinni. Þar að auki sagði einkaspæjarinn Rod Wheeler að blaðamaður Fox hefði logið upp á sig ummælum um að hann hefði sannanir fyrir tölvupóstssamskiptum Rich við Wikileaks. Mary og Joel sögðu Fox og segja aðra hafa notað dauða sonar þeirra í pólitískum tilgangi. Það hafi ýtt undir samsæriskenningar um morð hans og valdið þeim miklum tilfinningalegum skaða.
Bandaríkin WikiLeaks Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira