Gummi Tóta um möguleikana með landsliðinu: Klár í að hjálpa innan vallar sem utan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 23:01 Guðmundur í leik gegn Montreal Impact á tímabilinu. Ira L. Black/Getty Images Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum ræddi við Rikka G á dögunum um sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þá ræddu þeir möguleika Guðmundar með íslenska landsliðinu en Selfyssingurinn leikur nú sem vinstri bakvörður í Bandaríkjunum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er annar hlutur sem er kannski ekki alveg í mínu valdi. Auðvitað vona ég það, ég er kominn ótrúlega langt. Ég er mjög stoltur af því hvert ég er kominn og tel mig hafa helling fram að færa fyrir fótboltalið, fyrir Ísland. Þekki alla þessa stráka og hef verið viðloðandi liðið. Vonandi fæ ég að sýna það á næstunni,“ sagði þessi 28 ára vinstri bakvörður aðspurður hvort hann teldi að dyrnar gætu opnast fyrir hann með nýjum landsliðsþjálfara. „Það er undir mér komið að æfa eins vel og ég get. Spila leikina vel sem ég fæ að spila. Kannski klisju svar en það er ástæða fyrir því að það er klisja. Auðvitað vona ég það. Tel mig hafa helling fram að færa bæði inn á vellinum sem og utan vallar. Fullt af ungum strákum sem virðast vera koma upp, einhverskonar smá kynslóðarskipti og vonandi fæ ég að vera partur af því sem einn af aðeins eldri og reyndari leikmönnum,“ bætti hann við. „Spilaði með Arnóri Sigurðssyni, Ísak Bergmann og Alfons Sampsted hjá Norrköping. Spilaði svo með fullt af þessum strákum í U21 árs landsliðinu; Herði Björgvini, Arnóri Ingva, Jón Daða og Sverri Inga. Þetta er fullt af góðum vinum mínum og ég tel mig geta hjálpað að ýmsu leyti. Bæði að vera fyndinn inn í klefanum og svo alvöru leikmaður út á velli. Það er fullt af hlutum sem maður sér fyrir sér og vonast til að þeir rætist. Það er náttúrulega draumur allra að spila fyrir landsliðið en fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og þá kemur vonandi hitt í kjölfarið,“ sagði Guðmundur svo að lokum. Klippa: Gummi Tóta um möguleikana með íslenska landsliðinu Fótbolti Sportpakkinn MLS Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður New York City í MLS-deildinni í fótbolta í Bandaríkjunum ræddi við Rikka G á dögunum um sitt fyrsta tímabil í Bandaríkjunum. Þá ræddu þeir möguleika Guðmundar með íslenska landsliðinu en Selfyssingurinn leikur nú sem vinstri bakvörður í Bandaríkjunum. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er annar hlutur sem er kannski ekki alveg í mínu valdi. Auðvitað vona ég það, ég er kominn ótrúlega langt. Ég er mjög stoltur af því hvert ég er kominn og tel mig hafa helling fram að færa fyrir fótboltalið, fyrir Ísland. Þekki alla þessa stráka og hef verið viðloðandi liðið. Vonandi fæ ég að sýna það á næstunni,“ sagði þessi 28 ára vinstri bakvörður aðspurður hvort hann teldi að dyrnar gætu opnast fyrir hann með nýjum landsliðsþjálfara. „Það er undir mér komið að æfa eins vel og ég get. Spila leikina vel sem ég fæ að spila. Kannski klisju svar en það er ástæða fyrir því að það er klisja. Auðvitað vona ég það. Tel mig hafa helling fram að færa bæði inn á vellinum sem og utan vallar. Fullt af ungum strákum sem virðast vera koma upp, einhverskonar smá kynslóðarskipti og vonandi fæ ég að vera partur af því sem einn af aðeins eldri og reyndari leikmönnum,“ bætti hann við. „Spilaði með Arnóri Sigurðssyni, Ísak Bergmann og Alfons Sampsted hjá Norrköping. Spilaði svo með fullt af þessum strákum í U21 árs landsliðinu; Herði Björgvini, Arnóri Ingva, Jón Daða og Sverri Inga. Þetta er fullt af góðum vinum mínum og ég tel mig geta hjálpað að ýmsu leyti. Bæði að vera fyndinn inn í klefanum og svo alvöru leikmaður út á velli. Það er fullt af hlutum sem maður sér fyrir sér og vonast til að þeir rætist. Það er náttúrulega draumur allra að spila fyrir landsliðið en fyrst og fremst að einbeita mér að því sem ég er að gera hér og þá kemur vonandi hitt í kjölfarið,“ sagði Guðmundur svo að lokum. Klippa: Gummi Tóta um möguleikana með íslenska landsliðinu
Fótbolti Sportpakkinn MLS Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira