Faðir leikmanns Bayern lék körfubolta á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 15:01 Chris Richards lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik þegar Bayern München vann Red Bull Salzburg í gær, 3-1. getty/Alexander Hassenstein Faðir Chris Richards, leikmanns Bayern München, lék körfubolta á Íslandi í kringum aldamótin. Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, var í byrjunarliði Bayern München sem sigraði Red Bull Salzburg, 3-1, í Meistaradeild Evrópu í gær. Richards þessi er með skemmtilega Íslandstengingu eins og Kjartan Atli Kjartansson benti á í Meistaradeildarmessunni í gær. Faðir Richards, Ken Richards, lék nefnilega körfubolta hér á Íslandi í kringum aldamótin. Ken Richards lék með Val tímabilið 1998-99 og Breiðabliki tímabilið 2001-02. Hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik með Valsmönnum og 19,8 stig að meðaltali í leik með Blikum. Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 2002 mætti Breiðablik Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Blikar unnu annan leik liðanna í troðfullum Smáranum, 73-70, þar sem Richards skoraði 24 stig og tók nítján fráköst. Til þessa dags er þetta eini sigur karlaliðs Breiðabliks í úrslitakeppni. Njarðvíkingar unnu oddaleikinn gegn Blikum á heimavelli og fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Umfjöllun DV um leik Breiðabliks og Njarðvíkur 2002 þar sem Ken Richards fór mikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins og einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, skrifaði um leikinn.úrklippa úr dv 18. mars 2002 Milli ævintýranna á Íslandi eignaðist Ken Richards son sinn, Chris. Hann fæddist í Birmingham í Alabama 28. mars 2000 og er elsta barn hjónanna Ken og Carrie Richards. Faðir hans lék með Birmingham-Southern háskólanum þar í borg á sínum tíma. Ken Richards fór víða á körfuboltaferlinum og lék m.a. í Bólivíu og Ástralíu auk Íslands. Chris Richards lék bæði körfubolta og fótbolta allt fram í menntaskóla en fór á endanum í aðra átt og faðir sinn og valdi fótboltann. Chris Richards fór til FC Dallas 2017 en ári seinna fékk Bayern hann svo á láni. Þýska félagið keypti hann svo í janúar 2019. Richards lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bayern gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni 20. júní síðastliðinn. Richards hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Bayern og spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir liðið gegn Salzburg í gær. Hann byrjaði inn á í stöðu vinstri bakvarðar og lék fyrstu 79 mínútur. Richards er miðvörður að upplagi og hefur m.a. verið líkt við Jérome Boateng. Richards hefur leikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Panama fyrr í þessum mánuði. Bayern hefur unnið alla leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar og er komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Klippa: Íslandstenging leikmanns Bayern Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira
Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, var í byrjunarliði Bayern München sem sigraði Red Bull Salzburg, 3-1, í Meistaradeild Evrópu í gær. Richards þessi er með skemmtilega Íslandstengingu eins og Kjartan Atli Kjartansson benti á í Meistaradeildarmessunni í gær. Faðir Richards, Ken Richards, lék nefnilega körfubolta hér á Íslandi í kringum aldamótin. Ken Richards lék með Val tímabilið 1998-99 og Breiðabliki tímabilið 2001-02. Hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik með Valsmönnum og 19,8 stig að meðaltali í leik með Blikum. Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 2002 mætti Breiðablik Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Blikar unnu annan leik liðanna í troðfullum Smáranum, 73-70, þar sem Richards skoraði 24 stig og tók nítján fráköst. Til þessa dags er þetta eini sigur karlaliðs Breiðabliks í úrslitakeppni. Njarðvíkingar unnu oddaleikinn gegn Blikum á heimavelli og fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Umfjöllun DV um leik Breiðabliks og Njarðvíkur 2002 þar sem Ken Richards fór mikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins og einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, skrifaði um leikinn.úrklippa úr dv 18. mars 2002 Milli ævintýranna á Íslandi eignaðist Ken Richards son sinn, Chris. Hann fæddist í Birmingham í Alabama 28. mars 2000 og er elsta barn hjónanna Ken og Carrie Richards. Faðir hans lék með Birmingham-Southern háskólanum þar í borg á sínum tíma. Ken Richards fór víða á körfuboltaferlinum og lék m.a. í Bólivíu og Ástralíu auk Íslands. Chris Richards lék bæði körfubolta og fótbolta allt fram í menntaskóla en fór á endanum í aðra átt og faðir sinn og valdi fótboltann. Chris Richards fór til FC Dallas 2017 en ári seinna fékk Bayern hann svo á láni. Þýska félagið keypti hann svo í janúar 2019. Richards lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bayern gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni 20. júní síðastliðinn. Richards hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Bayern og spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir liðið gegn Salzburg í gær. Hann byrjaði inn á í stöðu vinstri bakvarðar og lék fyrstu 79 mínútur. Richards er miðvörður að upplagi og hefur m.a. verið líkt við Jérome Boateng. Richards hefur leikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Panama fyrr í þessum mánuði. Bayern hefur unnið alla leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar og er komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Klippa: Íslandstenging leikmanns Bayern Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Í beinni: Littler - MVG | Undrabarnið reynir aftur Sport „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Í beinni: KR - Tindastóll | Hörkuleikur eftir jólamatinn Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Í beinni: Valencia - Real Madrid | Hvernig byrja meistararnir nýtt ár? Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Sjá meira