KR og Fram ætla að áfrýja Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 11:45 KR-ingar leita réttar síns en miklir fjármunir gætu verið í húfi vegna sætis í Evrópukeppni. vísir/bára „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. KR-ingar krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að setja punkt fyrir aftan keppnistímabilið í fótbolta á Íslandi, verði ógilt. Þeirri kröfu hafnaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær, eftir að hafa áður vísað málinu frá en þurft að taka málið til efnislegrar meðferðar eftir dóm áfrýjunardómstóls KSÍ. KR ætlar nú að fara með málið að nýju til áfrýjunardómstóls sem þá mun taka málið til efnislegrar meðferðar. „Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ segir Páll. Segir enn fjóra eða fimm mánuði til stefnu til að klára mótið En hver er óskastaða KR? Hvað ef áfrýjunardómstóllinn úrskurðar KR í vil? „Þá þarf bara að klára mótið. Við þurfum í raun bara að klára það áður en við tilkynnum UEFA hverjir verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni á næsta ári. Það er því ekki meiri tímapressa á okkur en það að við höfum 4-5 mánuði til þess,“ segir Páll, en KR var í harðri baráttu um Evrópusæti bæði í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna Framarar kærðu þá ákvörðun að Leiknir R. skyldi fara upp úr Lengjudeildinni í Pepsi Max-deildina. Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknir með betri markatölu, en í reglugerð KSÍ frá því í júlí um hvernig mótinu yrði slitið var ekki kveðið á um hvernig lið skyldu raðast yrðu þau jöfn að stigum. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, kvaðst búast við að málinu yrði áfrýjað: „Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur. „Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð.“ KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
„Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. KR-ingar krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að setja punkt fyrir aftan keppnistímabilið í fótbolta á Íslandi, verði ógilt. Þeirri kröfu hafnaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær, eftir að hafa áður vísað málinu frá en þurft að taka málið til efnislegrar meðferðar eftir dóm áfrýjunardómstóls KSÍ. KR ætlar nú að fara með málið að nýju til áfrýjunardómstóls sem þá mun taka málið til efnislegrar meðferðar. „Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ segir Páll. Segir enn fjóra eða fimm mánuði til stefnu til að klára mótið En hver er óskastaða KR? Hvað ef áfrýjunardómstóllinn úrskurðar KR í vil? „Þá þarf bara að klára mótið. Við þurfum í raun bara að klára það áður en við tilkynnum UEFA hverjir verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni á næsta ári. Það er því ekki meiri tímapressa á okkur en það að við höfum 4-5 mánuði til þess,“ segir Páll, en KR var í harðri baráttu um Evrópusæti bæði í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna Framarar kærðu þá ákvörðun að Leiknir R. skyldi fara upp úr Lengjudeildinni í Pepsi Max-deildina. Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknir með betri markatölu, en í reglugerð KSÍ frá því í júlí um hvernig mótinu yrði slitið var ekki kveðið á um hvernig lið skyldu raðast yrðu þau jöfn að stigum. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, kvaðst búast við að málinu yrði áfrýjað: „Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur. „Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð.“
KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30