Það má með sanni segja að Ísland sé i aðalhlutverki í slóvakísku íþróttalífi í dag því tvö íslenska landslið spila í landinu á þessum degi.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar þá við Lúxemborg í FIBA búbblunni í Bratislava í forkeppni fyrir HM 2023. Sá leikur hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar síðan við heimastúlkur í Senec í undankeppni EM 2022. Sá leikur hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma.
Liðin hafa bæði haft aðstöðu í Brastislava en máttu þó ekki hafa nein samskipti vegna harðra sóttvarnarreglna. Þær reglur komu þó ekki í veg fyrir að liðin sendu hvoru öðru baráttukveðjur í gegnum samfélagsmiðla sinna samtaka.
Hér fyrir neðan má sjá kveðjurnar en Vísir mun síðan fylgjast vel með gangi mála í báðum þessum leikjum í dag.
Tvöfaldur leikdagur hér í Slóvakíu í dag!
— KKÍ (@kkikarfa) November 26, 2020
Strákarnir í körfunni senda stelpunum í kvennalandsliðinu í fótbolta @footballiceland hér í Bratislava baráttu kveðjur !!!#korfubolti pic.twitter.com/5zb6OiK6rz
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Lúxemborg í dag hér í Bratislava! @kkikarfa
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 26, 2020
Áfram Ísland!#fyririsland pic.twitter.com/NMu02Pdhk8