Íhuga að kalla hermenn heim frá Sómalíu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 14:22 Bandarískur hermaður stendur vörð að nóttu til í Sómalíu. AP/Christopher Ruano Bandaríkjamenn íhuga að kalla alla rúmlega 700 hermenn sína frá Sómalíu. Sérfræðingar óttast að mikil óreiða gæti fylgt slíkri ákvörðun. Ráðamenn í Bandaríkjunum íhuga nú að kalla nokkur hundruð hermenn ríkisins í Sómalíu heim. Sérfræðingar óttast að nú sé ekki rétti tíminn til þess þar sem Sómalía muni mögulega ganga í gegnum flókna tíma á næstu vikum og mánuðum þar sem kosningabarátta fyrir bæði þing- og forsetakosningar er að hefjast. Þá féll útsendari leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og fyrrverandi sérsveitarmaður í átökum við vígamenn í Sómalíu á dögunum. New York Times segir óljóst hvort útsendarinn hafi fallið í árás á vígamenn eða í árás vígamanna. Rúmlega 700 bandarískir hermenn eru í Sómalíu og þar taka þeir þátt í aðgerðum gegn vígahópum og hryðjuverkasamtökum og þjálfa heimamenn. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er verið að skoða að kalla þá heim áður en Donald Trump lætur af embætti forseta þann 20. janúar. Afríkubandalagið er sömuleiðis byrjað að kalla einhverja af um 19 þúsund hermönnum sínum frá Sómalíu en sérfræðingar efast verulega um að Sómalar hafi burði til að halda einir aftur af öllum þeim sem ógna friði og öryggi í landinu. Auk stríðsherra eru vígamenn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkisins með viðveru í Sómalíu. ISIS-liðar eru taldir tiltölulega fáir en Sameinuðu þjóðirnar áætla, samkvæmt AP fréttaveitunni, að um fimm til tíu þúsund vígamenn tilheyri al-Shabab, sem hafa framið ýmis ódæði á undanförnum árum. Talið er að vígamenn al-Shabab í Sómalíu séu á bilinu fimm til tíu þúsund.AP/Abdi Warsameh Ekki sammála um ógn al-Shabab Sérfræðingar eru ekki einróma um hættuna sem stafar af al-Shabab. Einhverjir telja að samtökin muni aldrei teygja anga sína út fyrir austurhluta Afríku en aðrir óttast að sé ekki staðið í hárinu á þeim gætu þeir orðið álíka umsvifamiklir og Íslamska ríkið og al-Qaeda. New York Times segir frá því að meðlimir samtakanna hafi verið handteknir í Filippseyjum, þar sem þeir voru að læra flug, og vitað sé að einhverjir þeirra hafi reynt að koma höndum yfir flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Aukini umsvif samtakanna hafa leitt til samhliða aukningar umsvifa Bandaríkjanna á svæðinu. Meðal annars felast mikil fjölgun drónaárása í þeirri aukningu. Verði bandarískir hermenn kallaði frá Sómalíu myndi þeim árásum þó ekki vera hætt þar sem þær eru gerðar frá herstöðvum Bandaríkjanna í Kenýa og Djíbútí. Hermenn yrðu ekki kallaðir þaðan samkvæmt þeim vangaveltum sem eru uppi vestanhafs um þessar mundir. Segja brotthvarf koma niður á öryggi Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að brottför Bandaríkjamanna frá Sómalíu myndi koma verulega niður á öryggi þar. Meðal annars er vísað til þess að öryggissveitir landsins hafi batnað til muna á undanförnum árum en þó sé mikil vinna eftir þar. AP vísar þar að auki í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að áætlun Bandaríkjanna um að gera öryggissveitir Sómalíu sjálfbærar á næsta ári, sé töluvert á eftir áætlun. Sveitirnar séu ekki tilbúnar og geti ekki staðið í hárinu á vígamönnum al-Shabab. Jafnvel með aðstoð Afríkubandalagsins. Bandaríkin Sómalía Tengdar fréttir Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Ráðamenn í Bandaríkjunum íhuga nú að kalla nokkur hundruð hermenn ríkisins í Sómalíu heim. Sérfræðingar óttast að nú sé ekki rétti tíminn til þess þar sem Sómalía muni mögulega ganga í gegnum flókna tíma á næstu vikum og mánuðum þar sem kosningabarátta fyrir bæði þing- og forsetakosningar er að hefjast. Þá féll útsendari leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og fyrrverandi sérsveitarmaður í átökum við vígamenn í Sómalíu á dögunum. New York Times segir óljóst hvort útsendarinn hafi fallið í árás á vígamenn eða í árás vígamanna. Rúmlega 700 bandarískir hermenn eru í Sómalíu og þar taka þeir þátt í aðgerðum gegn vígahópum og hryðjuverkasamtökum og þjálfa heimamenn. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er verið að skoða að kalla þá heim áður en Donald Trump lætur af embætti forseta þann 20. janúar. Afríkubandalagið er sömuleiðis byrjað að kalla einhverja af um 19 þúsund hermönnum sínum frá Sómalíu en sérfræðingar efast verulega um að Sómalar hafi burði til að halda einir aftur af öllum þeim sem ógna friði og öryggi í landinu. Auk stríðsherra eru vígamenn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkisins með viðveru í Sómalíu. ISIS-liðar eru taldir tiltölulega fáir en Sameinuðu þjóðirnar áætla, samkvæmt AP fréttaveitunni, að um fimm til tíu þúsund vígamenn tilheyri al-Shabab, sem hafa framið ýmis ódæði á undanförnum árum. Talið er að vígamenn al-Shabab í Sómalíu séu á bilinu fimm til tíu þúsund.AP/Abdi Warsameh Ekki sammála um ógn al-Shabab Sérfræðingar eru ekki einróma um hættuna sem stafar af al-Shabab. Einhverjir telja að samtökin muni aldrei teygja anga sína út fyrir austurhluta Afríku en aðrir óttast að sé ekki staðið í hárinu á þeim gætu þeir orðið álíka umsvifamiklir og Íslamska ríkið og al-Qaeda. New York Times segir frá því að meðlimir samtakanna hafi verið handteknir í Filippseyjum, þar sem þeir voru að læra flug, og vitað sé að einhverjir þeirra hafi reynt að koma höndum yfir flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Aukini umsvif samtakanna hafa leitt til samhliða aukningar umsvifa Bandaríkjanna á svæðinu. Meðal annars felast mikil fjölgun drónaárása í þeirri aukningu. Verði bandarískir hermenn kallaði frá Sómalíu myndi þeim árásum þó ekki vera hætt þar sem þær eru gerðar frá herstöðvum Bandaríkjanna í Kenýa og Djíbútí. Hermenn yrðu ekki kallaðir þaðan samkvæmt þeim vangaveltum sem eru uppi vestanhafs um þessar mundir. Segja brotthvarf koma niður á öryggi Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að brottför Bandaríkjamanna frá Sómalíu myndi koma verulega niður á öryggi þar. Meðal annars er vísað til þess að öryggissveitir landsins hafi batnað til muna á undanförnum árum en þó sé mikil vinna eftir þar. AP vísar þar að auki í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að áætlun Bandaríkjanna um að gera öryggissveitir Sómalíu sjálfbærar á næsta ári, sé töluvert á eftir áætlun. Sveitirnar séu ekki tilbúnar og geti ekki staðið í hárinu á vígamönnum al-Shabab. Jafnvel með aðstoð Afríkubandalagsins.
Bandaríkin Sómalía Tengdar fréttir Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18
Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15