Táningarnir sem bentu morðingjanum á kennarann ákærðir Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 15:36 Frá minnisvarða um Paty í París. EPA/SEBASTIEN NOGIER Yfirvöld Í Frakklandi hafa ákært fjóra táninga vegna morðs á kennara sem hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed í tíma um málfrelsi. Þrír þeirra bentu morðingjanum á kennarann. Fjórir táningar hafa verið ákærðir vegna grimmilegs morðs kennarans Samuel Paty, sem var afhöfðaður á götu út i í síðasta mánuði. Þrír þeirra eru sagðir hafa bent morðingjanum á Paty og eru ákærðir fyrir aðkomu að morði og hryðjuverki. Táningarnir þrír eru 13 og fjórtán ára. Sá fjórði er dóttir eins foreldris sem hóf herferð gegn Paty á netinu. Hún er sögð hafa ófrægt Paty. Þrír aðrir táningar voru ákærðir fyrr í mánuðinum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Hann hét Abdoulakh A. og fæddist í Moskvu. Hann sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandí, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Morð Paty hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar hafa kvartað yfir því að það hafi orðið mun erfiðara og að þau óttist hefndaraðgerðir. Þá hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafið það sem hann hefur kallað áætlun ríkisstjórnarinnar gegn íslömskum öfgaöflum í landinu. Þeirri áætlun er ætlað að sporna gegn aðskilnaðaröflum og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Frakkland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Fjórir táningar hafa verið ákærðir vegna grimmilegs morðs kennarans Samuel Paty, sem var afhöfðaður á götu út i í síðasta mánuði. Þrír þeirra eru sagðir hafa bent morðingjanum á Paty og eru ákærðir fyrir aðkomu að morði og hryðjuverki. Táningarnir þrír eru 13 og fjórtán ára. Sá fjórði er dóttir eins foreldris sem hóf herferð gegn Paty á netinu. Hún er sögð hafa ófrægt Paty. Þrír aðrir táningar voru ákærðir fyrr í mánuðinum. Samuel Paty, 47 ára sögu- og landafræðikennari, hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af spámanninum Muhammed. Átján ára piltur af téténskum uppruna myrti Paty og var svo skotinn til bana af lögregluþjónum. Hann hét Abdoulakh A. og fæddist í Moskvu. Hann sótti um hæli í Frakklandi sem drengur og var hann hryðjuverkalögreglunni óþekktur. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Árásarmaðurinn er ekki talinn hafa haft nein tengsl við Paty eða skólann en hann var búsettur í Évreux í Normandí, um hundrað kílómetrum frá árásarstaðnum. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu en aðeins fyrir smábrot. Morð Paty hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Kennarar hafa kvartað yfir því að það hafi orðið mun erfiðara og að þau óttist hefndaraðgerðir. Þá hefur Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hafið það sem hann hefur kallað áætlun ríkisstjórnarinnar gegn íslömskum öfgaöflum í landinu. Þeirri áætlun er ætlað að sporna gegn aðskilnaðaröflum og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum.
Frakkland Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira