Dohop fær innspýtingu á besta tíma í faraldrinum Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2020 19:21 Undanfarin fimm ár hefur Dohop sérhæft sig í tækni fyrir flugfélög þannig að þau geti bókað farþega sína í áframhaldandi flug með öðrum flugfélögum. Grafík/Dohop Íslenska ferðatæknifyrirtækið Dohop hefur fengið breskan fjárfestingarsjóð til liðs við sig með rúmlega milljarð króna. Fjárfestingin kemur á besta tíma enda hafa tekjur Dohop hrapað með miklum samdrætti í alþjóðlegu flugi undanfarna mánuði. Fjárfesting upp á rúman milljarð íslenskra króna frá breskum fjárfestingasjóði í ferðatæknifyrirtækinu Dohop kom á besta tíma. Tekjur fyrirtækisins hafa nánast hrunið á farsóttartímanum sem nú sér tækifæri til að stækka. Dohop hóf starfsemi fyrir fimmtán árum og einbeitti sér fyrst að þróun bókunar einstaklinga á flugi á netinu. Undanfarin fimm ár hefur félagið boðið upp á tækni fyrir flugfélög sem gerir þeim kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum. Fjárfestingasjóðurinn Scottish Equity Partners sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum og fjárfesti á sínum tíma í Skyscanner einum stærsta leitarvef fyrir flug, hótel og fleira. Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Scottish Equity Partners koma á besta tima eftir að tekjur fyrirtækisins hrundu vegna kórónuveirufaraldursins.Stöð 2/Egill Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Bretanna nú upp á rúman milljarð skipta sköpum. „Skiptir miklu máli. Sérstaklega í ljósi aðstæðna með covid. Því tekjur félagsins hafa í raun og veru hrapað á þessu ári. þannig að þetta setur okkur á góðan stað fyrir framtíðina og leyfir okkur að halda áfram að vaxa,“ segir Davíð. Nú þegar nýta um 35 flugfélög tækni Dohop þeirra á meðal Easy Jet, Jetstar og Eurowings. En Davíð segir tæknina einnig nýtast flugfélögum við endurreisn eftir covid með lægri tilkostnaði og stærra leiðarkerfi með tengingu við leiðarkerfi annarra flugfélaga. „En vonandi í næsta mánuði förum við í loftið með fyrsta viðskiptavininn okkar þar sem við tengjum saman flug og lestar. Það verður svona nýtt af nálinni í þessum geira. Við finnum það alveg að það er meiri og meiri eftirspurn eftir lestartengingum frá flugfélögum,“ segir Davíð. Enda skilyrði mörg ríki Evrópu stuðning við endurreisn flugfélaga að þau bæti lestum inn í leiðarkerfi sitt vegna umhverfismála. „Dohop er ennþá mjög lítið fyrirtæki en við erum samt með nokkra stóra viðskiptavini. Og með þessu fjármagni núna höfum við tækifæri á að stækka svolítið,“ segir Davíð Gunnarsson. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Fjárfesting upp á rúman milljarð íslenskra króna frá breskum fjárfestingasjóði í ferðatæknifyrirtækinu Dohop kom á besta tíma. Tekjur fyrirtækisins hafa nánast hrunið á farsóttartímanum sem nú sér tækifæri til að stækka. Dohop hóf starfsemi fyrir fimmtán árum og einbeitti sér fyrst að þróun bókunar einstaklinga á flugi á netinu. Undanfarin fimm ár hefur félagið boðið upp á tækni fyrir flugfélög sem gerir þeim kleift að selja tengiflug með öðrum flugfélögum. Fjárfestingasjóðurinn Scottish Equity Partners sérhæfir sig í fjárfestingum í vaxandi tæknifyrirtækjum og fjárfesti á sínum tíma í Skyscanner einum stærsta leitarvef fyrir flug, hótel og fleira. Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Scottish Equity Partners koma á besta tima eftir að tekjur fyrirtækisins hrundu vegna kórónuveirufaraldursins.Stöð 2/Egill Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop segir fjárfestingu Bretanna nú upp á rúman milljarð skipta sköpum. „Skiptir miklu máli. Sérstaklega í ljósi aðstæðna með covid. Því tekjur félagsins hafa í raun og veru hrapað á þessu ári. þannig að þetta setur okkur á góðan stað fyrir framtíðina og leyfir okkur að halda áfram að vaxa,“ segir Davíð. Nú þegar nýta um 35 flugfélög tækni Dohop þeirra á meðal Easy Jet, Jetstar og Eurowings. En Davíð segir tæknina einnig nýtast flugfélögum við endurreisn eftir covid með lægri tilkostnaði og stærra leiðarkerfi með tengingu við leiðarkerfi annarra flugfélaga. „En vonandi í næsta mánuði förum við í loftið með fyrsta viðskiptavininn okkar þar sem við tengjum saman flug og lestar. Það verður svona nýtt af nálinni í þessum geira. Við finnum það alveg að það er meiri og meiri eftirspurn eftir lestartengingum frá flugfélögum,“ segir Davíð. Enda skilyrði mörg ríki Evrópu stuðning við endurreisn flugfélaga að þau bæti lestum inn í leiðarkerfi sitt vegna umhverfismála. „Dohop er ennþá mjög lítið fyrirtæki en við erum samt með nokkra stóra viðskiptavini. Og með þessu fjármagni núna höfum við tækifæri á að stækka svolítið,“ segir Davíð Gunnarsson.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin SÝN verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf