Grátlegt tap hjá Sverri Inga í Hollandi | Leicester City komið áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 22:46 Sverrir Ingi og félagar misstu niður 2-0 forystu í kvöld. @PAOK_FC PAOK missti niður 2-0 forystu gegn PSV í Hollandi í Evrópudeildinni í kvöld. Þá tryggði Leicester City sér sæti í 32-liða úrslitum með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. PAOK missti niður 2-0 forystu gegn PSV í Hollandi í Evrópudeildinni í kvöld. Þá tryggði Leicester City sér sæti í 32-liða úrslitum með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll úrslit kvöldsins í Evrópu deildinni má finna hér að neðan. Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var í hjarta varnar gríska liðsins PAOK er það sótti PSV frá Hollandi heim í Evrópudeildinni í kvöld. Gestirnir byrjuðu frábærlega og leiddu með tveimur mörkum eftir aðeins 13. mínútna leik. Heimamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleik og sneru svo leiknum sér í vil í upphafi síðari hálfleiks. #WarmUp at PSV Stadion #PreGame #PSVPAOK #UEL @EuropaLeague pic.twitter.com/JUkbirv65F— PAOK FC (@PAOK_FC) November 26, 2020 Tvö mörk á fyrstu átta mínútunum og PSV allt í einu komið 3-2 yfir. PAOK tókst ekki að jafna og lokatölur því 3-2 PSV í vil. Í hinum leik riðilsins vann Granda 2-1 sigur á Omnosia Nicosia og spænska félagið í góðum málum með 10 stig á toppi riðilsins. PSV er með sex og PAOK fimm. Omnosia rekur svo lestina með eitt stig. Lille og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi. Samu Castillejo kom Milan yfir í upphafi síðari hálfleiks en Jonathan Bamba jafnaði metin á 65. mínútu og þar við sat. Lille sem stendur á toppi H-riðils með átta stig. Milan kemur þar á eftir með sjö og Sparta Prag er í 3. sætinu með sex stig. Þá bjargaði Jamie Vardy stigi fyrir Leicester City á fimmtu mínútu uppbótartíma er liðið gerði 3-3 jafntefli við Braga í Portúgal. Heimamenn voru 2-1 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Mutassim Al Musrati og Paulinho. Harvey Barnes hafði hins vegar skorað fyrir Leicester. And @vardy7 scores in the 95th minute to send @LCFC through to the knockout stage. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 26, 2020 Luke Thomas jafnaði svo metin á 78. mínútu leiksins en í þann mund sem venjulegur leiktími var að renna út þá skoraði Fransergio og hélt hann hefði tryggt Braga stigin þrjú. Allt kom fyrir ekki en Vardy jafnaði rétt áður en uppbótartími leiksins rann út. Leicester er komið áfram en liðið er á toppi G-riðils með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Braga er með sjö stig í 2. sæti á meðan AEK og Zorya Luhansk eru bæði með þrjú stig. Önnur úrslit CDE Cluj 0-2 Roma CSKA Sofia 0-1 Young Boys Dundalk 1-3 Rapid Vín Bayer Leverkusen 4-1 Hapoel Be´er Sheva Nice 1-3 Slavia Prag Rangers 2-2 Benfica Standard Liége 2-1 Lech Poznan AEK 0-3 Zorya Luhank Sparta Prag 4-1 Celtic Maccabi Tel Aviv 1-1 illareal Qarabag 2-3 Sivaspor LASK 0-2 Royal Antwerp Wolfsberger AC 0-3 Dinamo Zagreb Gent 0-2 Rauða Stjarnan Slovan Liberec 0-2 Hoffenheim Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Markalaust hjá Alberti og félögum í AZ gegn toppliði Spánar AZ Alkmaar og Real Sociedad, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, gerðu markalaust jafntefli í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 26. nóvember 2020 22:00 Þægilegt hjá Tottenham í kvöld Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. 26. nóvember 2020 22:05 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Markalaust í Moskvu | Arnór og Hörður Björgvin byrjuðu báðir CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld. Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu leik kvöldsins í liði CSKA. 26. nóvember 2020 19:55 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
PAOK missti niður 2-0 forystu gegn PSV í Hollandi í Evrópudeildinni í kvöld. Þá tryggði Leicester City sér sæti í 32-liða úrslitum með marki þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Öll úrslit kvöldsins í Evrópu deildinni má finna hér að neðan. Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason var í hjarta varnar gríska liðsins PAOK er það sótti PSV frá Hollandi heim í Evrópudeildinni í kvöld. Gestirnir byrjuðu frábærlega og leiddu með tveimur mörkum eftir aðeins 13. mínútna leik. Heimamenn náðu að minnka muninn fyrir hálfleik og sneru svo leiknum sér í vil í upphafi síðari hálfleiks. #WarmUp at PSV Stadion #PreGame #PSVPAOK #UEL @EuropaLeague pic.twitter.com/JUkbirv65F— PAOK FC (@PAOK_FC) November 26, 2020 Tvö mörk á fyrstu átta mínútunum og PSV allt í einu komið 3-2 yfir. PAOK tókst ekki að jafna og lokatölur því 3-2 PSV í vil. Í hinum leik riðilsins vann Granda 2-1 sigur á Omnosia Nicosia og spænska félagið í góðum málum með 10 stig á toppi riðilsins. PSV er með sex og PAOK fimm. Omnosia rekur svo lestina með eitt stig. Lille og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi. Samu Castillejo kom Milan yfir í upphafi síðari hálfleiks en Jonathan Bamba jafnaði metin á 65. mínútu og þar við sat. Lille sem stendur á toppi H-riðils með átta stig. Milan kemur þar á eftir með sjö og Sparta Prag er í 3. sætinu með sex stig. Þá bjargaði Jamie Vardy stigi fyrir Leicester City á fimmtu mínútu uppbótartíma er liðið gerði 3-3 jafntefli við Braga í Portúgal. Heimamenn voru 2-1 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Mutassim Al Musrati og Paulinho. Harvey Barnes hafði hins vegar skorað fyrir Leicester. And @vardy7 scores in the 95th minute to send @LCFC through to the knockout stage. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 26, 2020 Luke Thomas jafnaði svo metin á 78. mínútu leiksins en í þann mund sem venjulegur leiktími var að renna út þá skoraði Fransergio og hélt hann hefði tryggt Braga stigin þrjú. Allt kom fyrir ekki en Vardy jafnaði rétt áður en uppbótartími leiksins rann út. Leicester er komið áfram en liðið er á toppi G-riðils með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Braga er með sjö stig í 2. sæti á meðan AEK og Zorya Luhansk eru bæði með þrjú stig. Önnur úrslit CDE Cluj 0-2 Roma CSKA Sofia 0-1 Young Boys Dundalk 1-3 Rapid Vín Bayer Leverkusen 4-1 Hapoel Be´er Sheva Nice 1-3 Slavia Prag Rangers 2-2 Benfica Standard Liége 2-1 Lech Poznan AEK 0-3 Zorya Luhank Sparta Prag 4-1 Celtic Maccabi Tel Aviv 1-1 illareal Qarabag 2-3 Sivaspor LASK 0-2 Royal Antwerp Wolfsberger AC 0-3 Dinamo Zagreb Gent 0-2 Rauða Stjarnan Slovan Liberec 0-2 Hoffenheim
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Markalaust hjá Alberti og félögum í AZ gegn toppliði Spánar AZ Alkmaar og Real Sociedad, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, gerðu markalaust jafntefli í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 26. nóvember 2020 22:00 Þægilegt hjá Tottenham í kvöld Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. 26. nóvember 2020 22:05 Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45 Markalaust í Moskvu | Arnór og Hörður Björgvin byrjuðu báðir CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld. Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu leik kvöldsins í liði CSKA. 26. nóvember 2020 19:55 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Sjá meira
Markalaust hjá Alberti og félögum í AZ gegn toppliði Spánar AZ Alkmaar og Real Sociedad, topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, gerðu markalaust jafntefli í F-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 26. nóvember 2020 22:00
Þægilegt hjá Tottenham í kvöld Tottenham Hotspur er kominn með annan fótinn í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að spila hinn fullkomna leik í kvöld. 26. nóvember 2020 22:05
Aftur hélt Rúnar Alex hreinu og Arsenal er komið áfram Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu er hann byrjaði sinn annan leikinn í treyju Arsenal. Lokatölur gegn Molde 3-0 Arsenal í vil og liðið komið áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. 26. nóvember 2020 19:45
Markalaust í Moskvu | Arnór og Hörður Björgvin byrjuðu báðir CSKA Moskva gerði markalaust jafntefli við Feyenoord í Evrópudeildinni í kvöld. Bæði Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu leik kvöldsins í liði CSKA. 26. nóvember 2020 19:55
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð