Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 12:00 Eitt frægasta augnablik fótboltasögunnar, „hönd Guðs“. getty/S&G Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. Peter Shilton, fyrrverandi markvörður enska landsliðsins, er enn sár út í Diego Maradona. Hann tók af allan vafa með það með pistli sínum í Daily Mail í kjölfar fráfalls þess argentínska. Sem frægt er skoraði Maradona eitt umdeildasta mark fótboltasögunnar þegar hann sló boltann yfir Shilton og í netið í leik Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986. Shilton sagði að Maradona hefði aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“ eins og markið er jafnan kallað. „Líf mitt hefur lengi verið tengt Diego Maradona og ekki á þann hátt sem ég hefði viljað. En ég er sorgmæddur að heyra af andláti hans. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég mætti og ég hugsa til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shilton. Þeir Maradona töluðu aldrei saman eftir leikinn í Mexíkó fyrir 34 árum og Shilton segir að Argentínumaðurinn hafi aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“. „Við stukkum saman upp. Hann vissi að hann myndi ekki ná að skalla boltann svo hann sló hann í netið. Einbeittur brotavilji. Svindl. Þegar hann hljóp í burtu til að fagna leit hann tvisvar til baka eins og til að bíða eftir flauti dómarans. Hann vissi hvað hann hafði gert og það vissu það allir fyrir utan dómaratríóið,“ skrifaði Shilton. Skömmu eftir „hönd Guðs“ skoraði Maradona annað ekki síður frægt mark eftir frábæran einleik. Shilton segir að þá hafi Englendingar enn verið að jafna sig á fyrra markinu sem þeir fengu á sig. „Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta vann leikinn fyrir Argentínu. Hann skoraði stórkostlegt mark skömmu síðar þegar við vorum enn ráðvilltir eftir það sem hafði gerst. Í fyrsta sinn í leiknum komst hann á ferðina og hann skoraði. Þetta var frábært mark en við vorum ekki í nokkrum vafa: án fyrra marksins hefði hann ekki skorað það seinna,“ skrifaði Shilton. „Það sem ég er ósáttur með er að hann baðst aldrei afsökunar. Hann sagðist aldrei hafa svindlað og vildi biðjast afsökunar. Í staðinn notaði hann línuna um „hönd Guðs“. Það var ekki rétt. Hann var stórkostlegur en skorti íþróttamennsku.“ Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Peter Shilton, fyrrverandi markvörður enska landsliðsins, er enn sár út í Diego Maradona. Hann tók af allan vafa með það með pistli sínum í Daily Mail í kjölfar fráfalls þess argentínska. Sem frægt er skoraði Maradona eitt umdeildasta mark fótboltasögunnar þegar hann sló boltann yfir Shilton og í netið í leik Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986. Shilton sagði að Maradona hefði aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“ eins og markið er jafnan kallað. „Líf mitt hefur lengi verið tengt Diego Maradona og ekki á þann hátt sem ég hefði viljað. En ég er sorgmæddur að heyra af andláti hans. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég mætti og ég hugsa til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shilton. Þeir Maradona töluðu aldrei saman eftir leikinn í Mexíkó fyrir 34 árum og Shilton segir að Argentínumaðurinn hafi aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“. „Við stukkum saman upp. Hann vissi að hann myndi ekki ná að skalla boltann svo hann sló hann í netið. Einbeittur brotavilji. Svindl. Þegar hann hljóp í burtu til að fagna leit hann tvisvar til baka eins og til að bíða eftir flauti dómarans. Hann vissi hvað hann hafði gert og það vissu það allir fyrir utan dómaratríóið,“ skrifaði Shilton. Skömmu eftir „hönd Guðs“ skoraði Maradona annað ekki síður frægt mark eftir frábæran einleik. Shilton segir að þá hafi Englendingar enn verið að jafna sig á fyrra markinu sem þeir fengu á sig. „Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta vann leikinn fyrir Argentínu. Hann skoraði stórkostlegt mark skömmu síðar þegar við vorum enn ráðvilltir eftir það sem hafði gerst. Í fyrsta sinn í leiknum komst hann á ferðina og hann skoraði. Þetta var frábært mark en við vorum ekki í nokkrum vafa: án fyrra marksins hefði hann ekki skorað það seinna,“ skrifaði Shilton. „Það sem ég er ósáttur með er að hann baðst aldrei afsökunar. Hann sagðist aldrei hafa svindlað og vildi biðjast afsökunar. Í staðinn notaði hann línuna um „hönd Guðs“. Það var ekki rétt. Hann var stórkostlegur en skorti íþróttamennsku.“
Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00