Baskarnir, Januzaj og Silva í draumaheimi Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2020 09:46 Real Sociedad hefur fagnað fjölda marka og sigra það sem af er leiktíð. Getty/Mateo Villalba Byrjun Real Sociedad á leiktíðinni í spænska boltanum hefur verið draumi líkust og enn betri en þegar Xabi Alonso fór með liðinu í titilbaráttu fyrir 17 árum. Fáir bjuggust sjálfsagt við því að eftir tíu umferðir yrði Real Sociedad á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. Sú var þó raunin. Á meðan að gengi meistara Real Madrid hefur verið misjafnt, og Barcelona virst nánast í molum, hefur hinu 111 ára gamla félagi úr Baskahéraði, Real Sociedad, gengið líkt og í draumi. Sociedad tekur á móti Villarreal í kvöld og getur unnið sinn sjöunda sigur í röð í deildinni. Liðið er með 23 stig og hefur ekki byrjað svona vel síðan að það varð síðast Spánarmeistari, tímabilið 1981-82. Sociedad varð í 6. sæti á siðustu leiktíð. Félagið hafði hægt um sig á leikmannamarkaðnum í haust, og missti Martin Ödegaard aftur úr láni til Real Madrid, en tókst þó að landa snillingnum David Silva sem kom frítt frá Manchester City við litla kátínu Lazio-manna. Sociedad fylgdi þeirri stefnu lengst af í sinni sögu, að nota aðeins leikmenn frá Baskahéraði. Á síðustu áratugum hefur félagið vikið frá þeirri stefnu, eins og þegar það fékk Alfreð Finnbogason árið 2014, en kjarninn í liðinu er eftir sem áður Baskar. Með fleiri uppalda í hópnum en öll hin Þjálfarinn Imanol Alguacil er raunar með 16 leikmenn í sínum aðalliðshópi sem komu í gegnum unglingaakademíu félagsins, fleiri en nokkurt annað félag í spænsku 1. deildinni. Þar á meðal eru spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal sem kominn er með sex mörk á tímabilinu. Imanol þjálfaði í akademíunni áður en hann tók við aðalliðinu árið 2018. Í dag eru fimm útlendingar í leikmannahópnum hjá Imanol. Þeirra á meðal eru Belginn Adnan Januzaj, sem náði ekki að slá í gegn hjá Manchester United, og sænska ungstirnið Alexander Isak sem kom frá Dortmund í fyrra. Januzaj er á sinni fjórðu leiktíð með Sociedad en þeir hafa skorað tvö mörk hvor á leiktíðinni. Sociedad hefur ekki barist um spænska meistaratitilinn af alvöru síðan árið 2003, með ungan Xabi Alonso þá innanborðs, þegar liðið endaði aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid. Hve lengi liðið endist í titilbaráttunni í vetur verður hins vegar að koma í ljós. Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Fáir bjuggust sjálfsagt við því að eftir tíu umferðir yrði Real Sociedad á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta. Sú var þó raunin. Á meðan að gengi meistara Real Madrid hefur verið misjafnt, og Barcelona virst nánast í molum, hefur hinu 111 ára gamla félagi úr Baskahéraði, Real Sociedad, gengið líkt og í draumi. Sociedad tekur á móti Villarreal í kvöld og getur unnið sinn sjöunda sigur í röð í deildinni. Liðið er með 23 stig og hefur ekki byrjað svona vel síðan að það varð síðast Spánarmeistari, tímabilið 1981-82. Sociedad varð í 6. sæti á siðustu leiktíð. Félagið hafði hægt um sig á leikmannamarkaðnum í haust, og missti Martin Ödegaard aftur úr láni til Real Madrid, en tókst þó að landa snillingnum David Silva sem kom frítt frá Manchester City við litla kátínu Lazio-manna. Sociedad fylgdi þeirri stefnu lengst af í sinni sögu, að nota aðeins leikmenn frá Baskahéraði. Á síðustu áratugum hefur félagið vikið frá þeirri stefnu, eins og þegar það fékk Alfreð Finnbogason árið 2014, en kjarninn í liðinu er eftir sem áður Baskar. Með fleiri uppalda í hópnum en öll hin Þjálfarinn Imanol Alguacil er raunar með 16 leikmenn í sínum aðalliðshópi sem komu í gegnum unglingaakademíu félagsins, fleiri en nokkurt annað félag í spænsku 1. deildinni. Þar á meðal eru spænski landsliðsmaðurinn Mikel Oyarzabal sem kominn er með sex mörk á tímabilinu. Imanol þjálfaði í akademíunni áður en hann tók við aðalliðinu árið 2018. Í dag eru fimm útlendingar í leikmannahópnum hjá Imanol. Þeirra á meðal eru Belginn Adnan Januzaj, sem náði ekki að slá í gegn hjá Manchester United, og sænska ungstirnið Alexander Isak sem kom frá Dortmund í fyrra. Januzaj er á sinni fjórðu leiktíð með Sociedad en þeir hafa skorað tvö mörk hvor á leiktíðinni. Sociedad hefur ekki barist um spænska meistaratitilinn af alvöru síðan árið 2003, með ungan Xabi Alonso þá innanborðs, þegar liðið endaði aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid. Hve lengi liðið endist í titilbaráttunni í vetur verður hins vegar að koma í ljós.
Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira