Liðsmenn Boko Haram grunaðir um hrottaleg morð á tugum bænda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 16:04 Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur vottað fjölskyldum hinna látnu samúð. EPA/ANDRE PAIN Uppreisnarmenn úr röðum Boko Haram eru grunaðir um að hafa myrt að minnsta kosti 43 almenna borgara, aðallega bændur og sjómenn, í Borno-ríki í norðurhluta Nígeríu í dag. Fórnarlömbin voru að sinna störfum sínum við hrísgrjónauppskeru þegar árásin var gerð í dag, daginn sem íbúar í Garin Kwashebe í Borno-ríki gengu til sveitarstjórnakosninga í fyrsta sinn í 13 ár. Fréttum ber ekki öllum saman um fjölda fórnarlamba en samkvæmt frétt AP,BBC og annarra miðla af málinu eru þau sögð um eða yfir fjörutíu. AFP-fréttaveitan segir þau aftur á móti vera um 110. Fregnir herma að fórnarlömbunum hafi verið safnað saman áður en vopnaðir uppreisnarmenn tóku þau af lífi með því að skera þau á háls. „Ráðist var á bændurna á Garin-Kwashebe hrísgrjónaakrinum í Zabarmari og samkvæmt fregnum sem við höfum fengið frá því síðdegis hafa um fjörutíu þeirra verið drepnir,“ sagði Malam Zabarmari, leiðtogi hagsmunasamtaka hrísgrjónabænda á svæðinu, í samtali við AP. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur sent frá sér samúðarkveðjur vegna morðanna. „Ég fordæmi morð hryðjuverkamanna á okkar duglegu bændum í Borno-ríki. Þjóðin öll er í sárum eftir þessi tilgangslausu morð. Hugur minn er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorglegu tímum. Megi þeir hvíla í friði,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu. Árásin er ein sú hrottalegasta sem framin hefur verið undanfarna mánuði á svæðinu þar sem bæði hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki og Boko Haram eru með virka starfsemi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni þótt Boko Haram liggi undir grun. Nokkurra bænda er enn saknað og segja mannréttindasamtökin Amnesty International að tíu konur séu þeirra á meðal. Nígería Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Fréttum ber ekki öllum saman um fjölda fórnarlamba en samkvæmt frétt AP,BBC og annarra miðla af málinu eru þau sögð um eða yfir fjörutíu. AFP-fréttaveitan segir þau aftur á móti vera um 110. Fregnir herma að fórnarlömbunum hafi verið safnað saman áður en vopnaðir uppreisnarmenn tóku þau af lífi með því að skera þau á háls. „Ráðist var á bændurna á Garin-Kwashebe hrísgrjónaakrinum í Zabarmari og samkvæmt fregnum sem við höfum fengið frá því síðdegis hafa um fjörutíu þeirra verið drepnir,“ sagði Malam Zabarmari, leiðtogi hagsmunasamtaka hrísgrjónabænda á svæðinu, í samtali við AP. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur sent frá sér samúðarkveðjur vegna morðanna. „Ég fordæmi morð hryðjuverkamanna á okkar duglegu bændum í Borno-ríki. Þjóðin öll er í sárum eftir þessi tilgangslausu morð. Hugur minn er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorglegu tímum. Megi þeir hvíla í friði,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu. Árásin er ein sú hrottalegasta sem framin hefur verið undanfarna mánuði á svæðinu þar sem bæði hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki og Boko Haram eru með virka starfsemi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni þótt Boko Haram liggi undir grun. Nokkurra bænda er enn saknað og segja mannréttindasamtökin Amnesty International að tíu konur séu þeirra á meðal.
Nígería Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira