Skírði barnið ekki í höfuðið á Messi og Ronaldo en fáir trúa því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2020 09:01 Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og svo Leon Bailey sem er faðir Leo Cristiano. Samsett/getty Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eiga sér nýjan nafna en samt ekki ef þú spyrð föðurinn sjálfan sem spilar með þýska liðinu Bayer Leverkusen. Leikmaður Bayer Leverkusen hefur vakið nokkra athygli fyrir nafnið sem hann gaf barninu sínu ekki síst þar sem hann fullyrðir að það hafi ekki neitt með tvo bestu leikmenn heims að gera. Leon Bailey ákvað að skíra barnið sitt „Leo Cristiano“ en hann þvertekur fyrir það að það hafi eitthvað með þá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo að gera. Bild ræddi við leikmanninn um nafngiftina og komst að því að nafn stráksins tengdist ljóni en ekki Lionel Messi sem og það að Cristiano sé fallegt nafn sem passaði vel við hitt. The Bayer Leverkusen winger is adamant the name is not a tribute to Lionel Messi or Cristiano Ronaldo, but nobody is buying it... https://t.co/iIYIC9o2dO— SPORTbible (@sportbible) November 30, 2020 „Þetta hefur ekkert með fótbolta að gera heldur aðeins með mig og mitt nafn. Leo er styttri útgáfa af mínu nafni. Leo þýðir ljón. Ég er ljón,“ sagði Leon Bailey við Bild. Leon Bailey, sem er landsliðsmaður Jamaíku, hefur spilað vel á þessu tímabili í þýsku deildinni og er kominn með fimm mörk í ellefu leikjum. Hann hafði líka ástæðu til að fagna þegar sonur hans kom í heiminn. „Ég trúi því að sonur minn muni alast upp með hugarfar baráttumanns og leiðtoga. Cristiano er síðan fallegt nafn sem passar vel við Leo,“ sagði Bailey. Bayer Leverkusen'in orta saha oyuncusu Leon Bailey, o luna "Leo Cristiano" ismini koydu. "Bunun Messi veya Ronaldo ile ilgisi yok. Leo, Leon'un k saltmas . Ve Leo bir aslan, ben de bir aslan m. Eminim o lum da aslan karakteriyle büyüyecek ve asla pes etmeyecek." (Bild) pic.twitter.com/0g6ZeghzaC— FutbolArena (@futbolarena) November 29, 2020 „Að verða faðir í fyrsta sinn breytti mér á svo marga vegu sem persónu en ekki hvernig ég spila fótbolta. Hins vegar hvetur sonur minn mig til að leggja enn meira á mig,“ sagði Leon Bailey. Leon Bailey og á barnið með Stephanie Hope en það kom í heiminn í júní. Við leyfum auðvitað Bailey að njóta vafans en ef næsta barn hans verður skírt „Diego Armando Pele“ þá getur hann ekki mótmælt umræðunni mikið lengur. Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira
Leikmaður Bayer Leverkusen hefur vakið nokkra athygli fyrir nafnið sem hann gaf barninu sínu ekki síst þar sem hann fullyrðir að það hafi ekki neitt með tvo bestu leikmenn heims að gera. Leon Bailey ákvað að skíra barnið sitt „Leo Cristiano“ en hann þvertekur fyrir það að það hafi eitthvað með þá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo að gera. Bild ræddi við leikmanninn um nafngiftina og komst að því að nafn stráksins tengdist ljóni en ekki Lionel Messi sem og það að Cristiano sé fallegt nafn sem passaði vel við hitt. The Bayer Leverkusen winger is adamant the name is not a tribute to Lionel Messi or Cristiano Ronaldo, but nobody is buying it... https://t.co/iIYIC9o2dO— SPORTbible (@sportbible) November 30, 2020 „Þetta hefur ekkert með fótbolta að gera heldur aðeins með mig og mitt nafn. Leo er styttri útgáfa af mínu nafni. Leo þýðir ljón. Ég er ljón,“ sagði Leon Bailey við Bild. Leon Bailey, sem er landsliðsmaður Jamaíku, hefur spilað vel á þessu tímabili í þýsku deildinni og er kominn með fimm mörk í ellefu leikjum. Hann hafði líka ástæðu til að fagna þegar sonur hans kom í heiminn. „Ég trúi því að sonur minn muni alast upp með hugarfar baráttumanns og leiðtoga. Cristiano er síðan fallegt nafn sem passar vel við Leo,“ sagði Bailey. Bayer Leverkusen'in orta saha oyuncusu Leon Bailey, o luna "Leo Cristiano" ismini koydu. "Bunun Messi veya Ronaldo ile ilgisi yok. Leo, Leon'un k saltmas . Ve Leo bir aslan, ben de bir aslan m. Eminim o lum da aslan karakteriyle büyüyecek ve asla pes etmeyecek." (Bild) pic.twitter.com/0g6ZeghzaC— FutbolArena (@futbolarena) November 29, 2020 „Að verða faðir í fyrsta sinn breytti mér á svo marga vegu sem persónu en ekki hvernig ég spila fótbolta. Hins vegar hvetur sonur minn mig til að leggja enn meira á mig,“ sagði Leon Bailey. Leon Bailey og á barnið með Stephanie Hope en það kom í heiminn í júní. Við leyfum auðvitað Bailey að njóta vafans en ef næsta barn hans verður skírt „Diego Armando Pele“ þá getur hann ekki mótmælt umræðunni mikið lengur.
Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Sjá meira