Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2020 09:32 Dalma Maradona var í heiðursstúku föður síns, með eiginmanni sínum, og táraðist yfir gjörningi leikmanna Boca Juniors. Getty/Alejandro Pagni Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. Boca Juniors og Newell‘s Old Boys, lið sem að Maradona lék með á sínum tíma, mættust í gær og unnu Boca 2-0 sigur. Eftir fyrra markið fóru allir leikmenn Boca að heiðursstúku Maradonas á La Bombonera leikvanginum, þar sem Dalma dóttir hans sat, lögðu treyju Diegos á jörðina og klöppuðu til Dölmu. The raw emotion of Dalma Maradona, Diego s daughter, upon receiving an ovation from Boca Juniors after scoring the game s opening goal. pic.twitter.com/i7ScvTQcAh— Nico Cantor (@Nicocantor1) November 29, 2020 Leikmenn beggja liða báru nafn Maradonas aftan á treyjum sínum, og á treyju dómarans stóð „Takk Diego“. Liðin mættust í hinum nýja argentínska deildabikar, sem kemur í stað argentínsku deildarinnar á þessari leiktíð, en keppnin hefur nú verið nefnd Diego Armando Maradona bikarinn til heiðurs goðinu sem lést í síðustu viku. Dalma og Diego Maradona saman á góðri stundu á HM árið 2010.Getty/ Jamie Squire Maradona var heiðraður á fótboltaleikjum víða um heim um helgina. Hann var sérstaklega hylltur í Napólí enda er Maradona í guðatölu í borginni eftir að hafa átt þar sín bestu ár á mögnuðum ferli og leitt liðið að meistaratitlum. Napoli og Messi heiðruðu goðið Napoli fagnaði 4-0 sigri gegn Roma í gær í fyrsta leik sínum eftir andlát Maradonas. Mínútu þögn var fyrir leik eins og í öðrum leikjum á Ítalíu, til minningar um argentínska snillinginn, og á 10. mínútu var hlé á leiknum á meðan að klappað var fyrir honum. Leikmenn Napoli léku í sérstökum búningum sem minntu á argentínska landsliðsbúninginn, og fyrir leik lagði fyrirliðinn Lorenzo Insigne blómvönd fyrir framan stóra mynd af Maradona. Hann fagnaði marki sínu í leiknum með því að ná í Maradona-treyju og kyssa hana. Lorenzo Insigne minntist Diegos Maradona fyrir 4-0 sigurinn á Roma í gær.Getty/Francesco Pecoraro Lionel Messi heiðraði landa sinn sömuleiðis eftir mark sem hann skoraði gegn Osasuna í 4-0 sigri Barcelona á laugardaginn, í spænsku 1. deildinni. Messi náði í Newell‘s Old Boys treyju, fór í hana og benti til himins. Fótbolti Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Napoli valtaði yfir Rómverja Minning Diego Maradona var heiðruð á San Paolo leikvangnum í kvöld og liðsmenn Napoli tóku sig til og völtuðu yfir AS Roma í ítölsku úrvalsdeildinni. 29. nóvember 2020 21:42 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Ótrúlegt sjónarspil fyrir utan heimavöll Napoli til minningar um Maradona Diego Maradona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli sem minntust hans með því að kveikja á blysum fyrir leik liðsins í gær. Þetta var fyrsti leikur Napoli eftir að Maradona lést. 27. nóvember 2020 15:01 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31 Messi segir Maradona eilífan Lionel Messi hefur tjáð sig um andlát samlanda síns Diego Armando Maradona. 25. nóvember 2020 21:20 Diego Maradona er látinn Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. 25. nóvember 2020 16:32 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Boca Juniors og Newell‘s Old Boys, lið sem að Maradona lék með á sínum tíma, mættust í gær og unnu Boca 2-0 sigur. Eftir fyrra markið fóru allir leikmenn Boca að heiðursstúku Maradonas á La Bombonera leikvanginum, þar sem Dalma dóttir hans sat, lögðu treyju Diegos á jörðina og klöppuðu til Dölmu. The raw emotion of Dalma Maradona, Diego s daughter, upon receiving an ovation from Boca Juniors after scoring the game s opening goal. pic.twitter.com/i7ScvTQcAh— Nico Cantor (@Nicocantor1) November 29, 2020 Leikmenn beggja liða báru nafn Maradonas aftan á treyjum sínum, og á treyju dómarans stóð „Takk Diego“. Liðin mættust í hinum nýja argentínska deildabikar, sem kemur í stað argentínsku deildarinnar á þessari leiktíð, en keppnin hefur nú verið nefnd Diego Armando Maradona bikarinn til heiðurs goðinu sem lést í síðustu viku. Dalma og Diego Maradona saman á góðri stundu á HM árið 2010.Getty/ Jamie Squire Maradona var heiðraður á fótboltaleikjum víða um heim um helgina. Hann var sérstaklega hylltur í Napólí enda er Maradona í guðatölu í borginni eftir að hafa átt þar sín bestu ár á mögnuðum ferli og leitt liðið að meistaratitlum. Napoli og Messi heiðruðu goðið Napoli fagnaði 4-0 sigri gegn Roma í gær í fyrsta leik sínum eftir andlát Maradonas. Mínútu þögn var fyrir leik eins og í öðrum leikjum á Ítalíu, til minningar um argentínska snillinginn, og á 10. mínútu var hlé á leiknum á meðan að klappað var fyrir honum. Leikmenn Napoli léku í sérstökum búningum sem minntu á argentínska landsliðsbúninginn, og fyrir leik lagði fyrirliðinn Lorenzo Insigne blómvönd fyrir framan stóra mynd af Maradona. Hann fagnaði marki sínu í leiknum með því að ná í Maradona-treyju og kyssa hana. Lorenzo Insigne minntist Diegos Maradona fyrir 4-0 sigurinn á Roma í gær.Getty/Francesco Pecoraro Lionel Messi heiðraði landa sinn sömuleiðis eftir mark sem hann skoraði gegn Osasuna í 4-0 sigri Barcelona á laugardaginn, í spænsku 1. deildinni. Messi náði í Newell‘s Old Boys treyju, fór í hana og benti til himins.
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Argentína Tengdar fréttir Napoli valtaði yfir Rómverja Minning Diego Maradona var heiðruð á San Paolo leikvangnum í kvöld og liðsmenn Napoli tóku sig til og völtuðu yfir AS Roma í ítölsku úrvalsdeildinni. 29. nóvember 2020 21:42 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Ótrúlegt sjónarspil fyrir utan heimavöll Napoli til minningar um Maradona Diego Maradona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli sem minntust hans með því að kveikja á blysum fyrir leik liðsins í gær. Þetta var fyrsti leikur Napoli eftir að Maradona lést. 27. nóvember 2020 15:01 Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31 Messi segir Maradona eilífan Lionel Messi hefur tjáð sig um andlát samlanda síns Diego Armando Maradona. 25. nóvember 2020 21:20 Diego Maradona er látinn Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. 25. nóvember 2020 16:32 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Napoli valtaði yfir Rómverja Minning Diego Maradona var heiðruð á San Paolo leikvangnum í kvöld og liðsmenn Napoli tóku sig til og völtuðu yfir AS Roma í ítölsku úrvalsdeildinni. 29. nóvember 2020 21:42
Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20
Ótrúlegt sjónarspil fyrir utan heimavöll Napoli til minningar um Maradona Diego Maradona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum Napoli sem minntust hans með því að kveikja á blysum fyrir leik liðsins í gær. Þetta var fyrsti leikur Napoli eftir að Maradona lést. 27. nóvember 2020 15:01
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00
Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld. 26. nóvember 2020 07:31
Messi segir Maradona eilífan Lionel Messi hefur tjáð sig um andlát samlanda síns Diego Armando Maradona. 25. nóvember 2020 21:20
Diego Maradona er látinn Argentínski knattspyrnukappinn Diego Armando Maradona er látinn sextugur að aldri. Maradona lést af völdum hjartaáfalls. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Argentínu. 25. nóvember 2020 16:32