Gerir Ajax usla í fyrstu heimsókn sinni á Anfield í 54 ár? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 10:30 Daley Blind og Roberto Firmino með augun á boltanum í fyrri leik Ajax og Liverpool í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. getty/Dean Mouhtaropoulos Liverpool tekur á móti Ajax í D-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 20:00 í kvöld. Með sigri tryggja Englandsmeistararnir sér sæti í sextán-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hollenskur sigur sprengir riðilinn í loft upp. Eftir fjórar umferðir er Liverpool á toppi D-riðils með níu stig, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta. Midtjylland rekur lestina án stiga. Ajax er á undan Atalanta vegna fleiri marka á útivelli í fyrri leik liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Á sama tíma og Liverpool og Ajax mætast í kvöld tekur Atalanta á móti Midtjylland. Þótt Liverpool og Ajax séu tvö af stærstu liðum Evrópuboltans er þetta aðeins fjórði leikur liðanna frá upphafi. Þau mættust í sextán liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1966-67. Ajax vann fyrri leikinn í Amsterdam, 5-1. Johan Cruyff skoraði eitt marka Ajax. Seinni leikurinn á Anfield endaði svo með 2-2 jafntefli. Cruyff skoraði bæði mörk Ajax og Roger Hunt, nýbakaður heimsmeistari með enska landsliðinu, bæði mörk Liverpool. Leikurinn fór fram 14. desember 1966. Leikur Liverpool og Ajax í kvöld verður því fyrsti leikur liðanna á Anfield í 54 ár. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í fyrri leik liðanna í D-riðli Meistaradeildarinnar 21. október. Sjálfsmark argentínska varnarmannsins Nicolás Tagliafico tryggði Rauða hernum stigin þrjú. Síðast þegar Ajax mætti ensku liði á Englandi voru átta mörk skoruð. Það var í eftirminnilegu 4-4 jafntefli Ajax og Chelsea á Stamford Brigde í fyrra. Ajax komst í 1-4 en missti svo tvo menn af velli og leikinn niður í jafntefli. Ajax hefur alls 29 sinnum mætt enskum liðum í Evrópukeppnum. Hollendingarnir hafa unnið níu leiki, gert átta jafntefli og tapað tólf leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tvö mörk voru dæmd af Englandsmeisturunum í leiknum og þeir fengu á sig tvær vítaspyrnur. Á meðan vann Ajax 0-5 útisigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Davy Klaassen, Zakaria Labyad, Lassina Traoré, Jurgen Ekkelenkamp og Quincy Promes skoruðu mörk Ajax sem er með 27 stig á toppi hollensku deildarinnar, tveimur stigum á undan Vitesse Arnheim. Ajax hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili og aðeins tapað tveimur leikjum; gegn Liverpool og Groningen í hollensku deildinni. Ajax hefur unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum og skorað samtals 22 mörk í þeim. Leikur Liverpool og Ajax hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira
Eftir fjórar umferðir er Liverpool á toppi D-riðils með níu stig, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta. Midtjylland rekur lestina án stiga. Ajax er á undan Atalanta vegna fleiri marka á útivelli í fyrri leik liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Á sama tíma og Liverpool og Ajax mætast í kvöld tekur Atalanta á móti Midtjylland. Þótt Liverpool og Ajax séu tvö af stærstu liðum Evrópuboltans er þetta aðeins fjórði leikur liðanna frá upphafi. Þau mættust í sextán liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1966-67. Ajax vann fyrri leikinn í Amsterdam, 5-1. Johan Cruyff skoraði eitt marka Ajax. Seinni leikurinn á Anfield endaði svo með 2-2 jafntefli. Cruyff skoraði bæði mörk Ajax og Roger Hunt, nýbakaður heimsmeistari með enska landsliðinu, bæði mörk Liverpool. Leikurinn fór fram 14. desember 1966. Leikur Liverpool og Ajax í kvöld verður því fyrsti leikur liðanna á Anfield í 54 ár. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í fyrri leik liðanna í D-riðli Meistaradeildarinnar 21. október. Sjálfsmark argentínska varnarmannsins Nicolás Tagliafico tryggði Rauða hernum stigin þrjú. Síðast þegar Ajax mætti ensku liði á Englandi voru átta mörk skoruð. Það var í eftirminnilegu 4-4 jafntefli Ajax og Chelsea á Stamford Brigde í fyrra. Ajax komst í 1-4 en missti svo tvo menn af velli og leikinn niður í jafntefli. Ajax hefur alls 29 sinnum mætt enskum liðum í Evrópukeppnum. Hollendingarnir hafa unnið níu leiki, gert átta jafntefli og tapað tólf leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tvö mörk voru dæmd af Englandsmeisturunum í leiknum og þeir fengu á sig tvær vítaspyrnur. Á meðan vann Ajax 0-5 útisigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Davy Klaassen, Zakaria Labyad, Lassina Traoré, Jurgen Ekkelenkamp og Quincy Promes skoruðu mörk Ajax sem er með 27 stig á toppi hollensku deildarinnar, tveimur stigum á undan Vitesse Arnheim. Ajax hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili og aðeins tapað tveimur leikjum; gegn Liverpool og Groningen í hollensku deildinni. Ajax hefur unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum og skorað samtals 22 mörk í þeim. Leikur Liverpool og Ajax hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti Fleiri fréttir Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Sjá meira