Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2020 16:02 Chang'e 5 var skotið á loft á miðvikudaginn. AP/Mark Schiefelbein Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Kína lendir fari á yfirborði tunglsins. Chang'e 5 var skotið á loft á miðvikudaginn með Long March 5 eldflaug. Farið á að sækja tvö til fjögur kíló af bergsýnum í Stormhafinu. Sá hluti Stormhafsins sem farið lenti á hefur aldrei verið heimsóttur áður. Bergsýnin eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út. Sjá einnig: Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina Á næstu dögum stendur til að nota vélarm á geimfarinu til að grafa upp bergsýnin og verður þeim komið fyrir í geymslu á geimfarinu sjálfu. Það situr í raun á eldflaug sem á svo að skjóta því á loft í annað sinn. Annar hluti geimfarsins bíður svo á braut um tunglið og eiga þau að tengjast og setja stefnuna aftur til jarðar. Takist verkefnið verður Kína þriðja ríkið til að flytja mánasteina til jarðarinnar, á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. This video broadcast by China s state-run CCTV network appears to show Chang e 5 s landing on the moon.Landing was expected to occur at 10:13am EST (1513 GMT). We re standing by for further information from China.https://t.co/8AYSFU3dXE pic.twitter.com/SkFcIIUx0e— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) December 1, 2020 Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að lenda Chang'e 5 aftur en það gæti verið um miðjan mánuðinn. Chang'e 5 er ekki eina geimfarið sem mun mögulega flytja sýni frá öðrum hnetti til jarðarinnar í þessum mánuði. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Japan stefna að því að lenda geimfarinu Hayabusa2 um helgina. Það geimfar hefur verið á ferðinni frá 2014. Í apríl í fyrra var það notað til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu svo hægt væri að safna sýnum. Markmiðið er að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Kína Geimurinn Japan Tunglið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem Kína lendir fari á yfirborði tunglsins. Chang'e 5 var skotið á loft á miðvikudaginn með Long March 5 eldflaug. Farið á að sækja tvö til fjögur kíló af bergsýnum í Stormhafinu. Sá hluti Stormhafsins sem farið lenti á hefur aldrei verið heimsóttur áður. Bergsýnin eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út. Sjá einnig: Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina Á næstu dögum stendur til að nota vélarm á geimfarinu til að grafa upp bergsýnin og verður þeim komið fyrir í geymslu á geimfarinu sjálfu. Það situr í raun á eldflaug sem á svo að skjóta því á loft í annað sinn. Annar hluti geimfarsins bíður svo á braut um tunglið og eiga þau að tengjast og setja stefnuna aftur til jarðar. Takist verkefnið verður Kína þriðja ríkið til að flytja mánasteina til jarðarinnar, á eftir Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. This video broadcast by China s state-run CCTV network appears to show Chang e 5 s landing on the moon.Landing was expected to occur at 10:13am EST (1513 GMT). We re standing by for further information from China.https://t.co/8AYSFU3dXE pic.twitter.com/SkFcIIUx0e— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) December 1, 2020 Ekki liggur fyrir hvenær til stendur að lenda Chang'e 5 aftur en það gæti verið um miðjan mánuðinn. Chang'e 5 er ekki eina geimfarið sem mun mögulega flytja sýni frá öðrum hnetti til jarðarinnar í þessum mánuði. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Japan stefna að því að lenda geimfarinu Hayabusa2 um helgina. Það geimfar hefur verið á ferðinni frá 2014. Í apríl í fyrra var það notað til að varpa sprengju á smástirnið Ryugu svo hægt væri að safna sýnum. Markmiðið er að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn.
Kína Geimurinn Japan Tunglið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira