Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2020 08:16 Húsið er eitt það verðmætasta á landinu og státar meðal annars af sundlaug og útsýni til sjávar. Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Greint er frá kaupunum í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt heimildum Markaðarins nemi kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Það er vel yfir fasteignamati sem er 221 milljón króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar og keypti Skúli það árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur var við verslanir 10-11. Kaupveðrið var á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla og síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hafði Skúli lýst því að hann hefði fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Í september var síðan greint frá því að Arion banki hefði eignast húsið. Þegar það var auglýst til sölu á þeim tíma var óskað eftir tilboðum í það en ári áður hafði Skotsilfur Fréttablaðsins haft eftir heimildum að ásett verð væri um 700 milljónir króna. Að því er segir í frétt Markaðarins er Davíð á meðal ríkustu núlifandi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöllina í New York um miðjan september. Er markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala eða jafnvirði um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Davíð á um fjögur prósent í Unity og er eignarhlutur hans því metinn á um 200 milljarða króna. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004. Hann hefur búið erlendis um langt skeið en ætlar nú að flytja heim, að því er fram kemur í Markaðnum. Hús og heimili WOW Air Íslenskir bankar Seltjarnarnes Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Greint er frá kaupunum í Markaðnum í dag, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Þar segir að samkvæmt heimildum Markaðarins nemi kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Það er vel yfir fasteignamati sem er 221 milljón króna. Húsið er rúmlega 600 fermetrar og keypti Skúli það árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni sem kenndur var við verslanir 10-11. Kaupveðrið var á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla og síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hafði Skúli lýst því að hann hefði fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Í september var síðan greint frá því að Arion banki hefði eignast húsið. Þegar það var auglýst til sölu á þeim tíma var óskað eftir tilboðum í það en ári áður hafði Skotsilfur Fréttablaðsins haft eftir heimildum að ásett verð væri um 700 milljónir króna. Að því er segir í frétt Markaðarins er Davíð á meðal ríkustu núlifandi Íslendinga eftir að Unity var skráð í kauphöllina í New York um miðjan september. Er markaðsvirði félagsins, sem hefur hækkað um 200 prósent frá skráningu, nú um 41,7 milljarðar Bandaríkjadala eða jafnvirði um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Davíð á um fjögur prósent í Unity og er eignarhlutur hans því metinn á um 200 milljarða króna. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt tveimur öðrum árið 2004. Hann hefur búið erlendis um langt skeið en ætlar nú að flytja heim, að því er fram kemur í Markaðnum.
Hús og heimili WOW Air Íslenskir bankar Seltjarnarnes Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira