Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2020 06:16 Robert Redfield var ómyrkur í máli þegar hann fór yfir þróun Covid-19 faraldursins í Bandaríkjunum. epa/Chris Kleponis Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. „Sannleikurinn er sá að desember, janúar og febrúar verða erfiðir,“ sagði Redfield þegar hann ávarpaði Chamber of Commerce Foundation. „Ég held raunar að þeir verði erfiðasti tíminn í lýðheilsusögu þjóðarinnar.“ Redfield sagði stöðu faraldurins þá að dagleg dauðsföll teldu 1.500 til 2.500 og að fjöldi látinna gæti farið úr 272 þúsund nú í 450 þúsund í febrúarbyrjun. Hann sagði þessa þróun mála þó ekki óhjákvæmilega. „Við erum ekki varnalaus. Sannleikurinn er sá að það er hægt að draga úr skaðanum. En það dugir ekki ef bara helmingur okkar gerir það sem gera þarf. Og líklega ekki ef þrír fjórðu gera það.“ Tími deilna um gildi grímunotkunar er liðinn Í erindi sínu vísaði Redfield í skýrslu CDC um handahófsathuganir sem leiddu í ljós að í sýslum þar sem grímuskyldu var komið á fækkaði nýjum tilfellum um 6%, á meðan tilfellum fjölgaði um 100% annars staðar. Þá gagnrýndi hann misvísandi skilaboð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Scott Atlas, fyrrum ráðgjafa forsetans í málefnum er varða Covid-19, en báðir gerðu lítið úr þeim sem notuðu grímur og drógu mikilvægi þeirra í efa. Redfield sagði upplýsingaóreiðu af þessu tagi vandamál þegar kæmi að aðgerðum til að draga úr útbreiðslu SARS-CoV-2. „Þegar þú vilt fá alla um borð þá verður þú að senda skýr, sameiginleg og ákveðin skilaboð,“ sagði hann. „Það að við vorum enn að deila um gildi grímunotkunar í sumar var vandamál.“ Redfield sagði tíma deilna um mikilvægi grímanna liðinn og sagði þær ekki síst mikilvægar til að verja fólk eldra en 40 ára fyrir einstaklingum undir 40 ára, sem væru minna líklegir til að sýna dæmigerð einkenni Covid-19. Sóttvarnayfirvöld ítrekuðu í dag að fólk ætti að forðast að ferðast yfir hátíðirnar. „Það besta sem Bandaríkjamenn geta gert yfir hátíðirnar er að vera heima og forðast ferðalög,“ sagði Henry Walke, sem hefur yfirumsjón með daglegum aðgerðum CDC vegna Covid-19. New York Times sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
„Sannleikurinn er sá að desember, janúar og febrúar verða erfiðir,“ sagði Redfield þegar hann ávarpaði Chamber of Commerce Foundation. „Ég held raunar að þeir verði erfiðasti tíminn í lýðheilsusögu þjóðarinnar.“ Redfield sagði stöðu faraldurins þá að dagleg dauðsföll teldu 1.500 til 2.500 og að fjöldi látinna gæti farið úr 272 þúsund nú í 450 þúsund í febrúarbyrjun. Hann sagði þessa þróun mála þó ekki óhjákvæmilega. „Við erum ekki varnalaus. Sannleikurinn er sá að það er hægt að draga úr skaðanum. En það dugir ekki ef bara helmingur okkar gerir það sem gera þarf. Og líklega ekki ef þrír fjórðu gera það.“ Tími deilna um gildi grímunotkunar er liðinn Í erindi sínu vísaði Redfield í skýrslu CDC um handahófsathuganir sem leiddu í ljós að í sýslum þar sem grímuskyldu var komið á fækkaði nýjum tilfellum um 6%, á meðan tilfellum fjölgaði um 100% annars staðar. Þá gagnrýndi hann misvísandi skilaboð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Scott Atlas, fyrrum ráðgjafa forsetans í málefnum er varða Covid-19, en báðir gerðu lítið úr þeim sem notuðu grímur og drógu mikilvægi þeirra í efa. Redfield sagði upplýsingaóreiðu af þessu tagi vandamál þegar kæmi að aðgerðum til að draga úr útbreiðslu SARS-CoV-2. „Þegar þú vilt fá alla um borð þá verður þú að senda skýr, sameiginleg og ákveðin skilaboð,“ sagði hann. „Það að við vorum enn að deila um gildi grímunotkunar í sumar var vandamál.“ Redfield sagði tíma deilna um mikilvægi grímanna liðinn og sagði þær ekki síst mikilvægar til að verja fólk eldra en 40 ára fyrir einstaklingum undir 40 ára, sem væru minna líklegir til að sýna dæmigerð einkenni Covid-19. Sóttvarnayfirvöld ítrekuðu í dag að fólk ætti að forðast að ferðast yfir hátíðirnar. „Það besta sem Bandaríkjamenn geta gert yfir hátíðirnar er að vera heima og forðast ferðalög,“ sagði Henry Walke, sem hefur yfirumsjón með daglegum aðgerðum CDC vegna Covid-19. New York Times sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira