Frumherjinn Frappart sem heldur áfram að mölva glerþakið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2020 09:01 Stephanie Frappart er sannkallaður brautryðjandi. getty/Nicolò Campo Stéphanie Frappart braut blað í fótboltasögunni í fyrradag þegar hún varð fyrsta konan til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu í karlaflokki. Þetta er þó langt því frá fyrsti stóri áfanginn sem hún nær á sínum dómaraferli. Frappart dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær. Ítalíumeistararnir unnu þægilegan 3-0 sigur og Frappart fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum. You just love to see it Stephanie Frappart becomes the first woman to referee a men's @ChampionsLeague match Way to blaze a trail, Stephanie pic.twitter.com/j20ywQi4Z1— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 2, 2020 Eins og áður sagði er þetta ekki fyrsta glerþakið sem Frappart brýtur á sínum dómaraferli. Hún varð t.a.m. fyrsta konan til að dæma í B-deild karla í Frakklandi en hún hefur dæmt þar síðan 2014. Árið 2019 var síðan risastórt á ferli Frappart. Hún varð fyrsta konan til að dæma í frönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki þegar hún dæmdi leik Amiens og Strasbourg 28. apríl. Hún hefur dæmt nokkra leiki í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og á sunnudaginn verður hún dómari í leik Reims og Nice. Frappart og dómarakvinvettinn stillir sér upp eftir úrslitaleik HM 2019.getty/Elsa Frappart dæmdi úrslitaleik HM kvenna í Frakklandi í fyrra þar sem Bandaríkin unnu Holland, 2-0. Alls dæmdi hún fjóra leiki á heimsmeistaramótinu. Frappart dæmdi einnig á HM 2015, Ólympíuleikunum 2016 og á EM 2017. Þann 14. ágúst 2019 dæmdi Frappart leikinn um Ofurbikar Evrópu þar sem Liverpool og Chelsea áttust við. Hún varð þar með fyrsta konan til dæma úrslitaleik í Evrópukeppni karla. Liverpool vann leikinn í vítaspyrnukeppni. Frappart lyftir gula spjaldinu í leiknum um Ofurbikar Evrópu í fyrra.getty/Chris Brunskill Frappart dæmdi sinn fyrsta leik í Evrópudeild karla í október þegar Leicester City tók á móti Zorya Luhansk. Frappart er reyndar ekki fyrsta konan sem dæmir í Evrópudeild/Evrópukeppni félagsliða karla. Það met á hin svissneska Nicole Petignat en hún dæmdi nokkra leiki í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á árunum 2004-09. Petignat var lengi dómari í efstu deild í Austurríki og Sviss og dæmdi m.a. úrslitaleik svissnesku bikarkeppninnar 2007. Klesst'ann! Frappart og Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, eftir leikinn í Tórínó í fyrradag.getty/Jonathan Moscrop Frappart fékk svo sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeild karla í fyrradag þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev eins og fyrr sagði. Frappart, sem er 36 ára, hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2009. Þess má geta að hún dæmdi leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í október. Svíar unnu þá 2-0 sigur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Frappart dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli Meistaradeildarinnar í gær. Ítalíumeistararnir unnu þægilegan 3-0 sigur og Frappart fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum. You just love to see it Stephanie Frappart becomes the first woman to referee a men's @ChampionsLeague match Way to blaze a trail, Stephanie pic.twitter.com/j20ywQi4Z1— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) December 2, 2020 Eins og áður sagði er þetta ekki fyrsta glerþakið sem Frappart brýtur á sínum dómaraferli. Hún varð t.a.m. fyrsta konan til að dæma í B-deild karla í Frakklandi en hún hefur dæmt þar síðan 2014. Árið 2019 var síðan risastórt á ferli Frappart. Hún varð fyrsta konan til að dæma í frönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki þegar hún dæmdi leik Amiens og Strasbourg 28. apríl. Hún hefur dæmt nokkra leiki í frönsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og á sunnudaginn verður hún dómari í leik Reims og Nice. Frappart og dómarakvinvettinn stillir sér upp eftir úrslitaleik HM 2019.getty/Elsa Frappart dæmdi úrslitaleik HM kvenna í Frakklandi í fyrra þar sem Bandaríkin unnu Holland, 2-0. Alls dæmdi hún fjóra leiki á heimsmeistaramótinu. Frappart dæmdi einnig á HM 2015, Ólympíuleikunum 2016 og á EM 2017. Þann 14. ágúst 2019 dæmdi Frappart leikinn um Ofurbikar Evrópu þar sem Liverpool og Chelsea áttust við. Hún varð þar með fyrsta konan til dæma úrslitaleik í Evrópukeppni karla. Liverpool vann leikinn í vítaspyrnukeppni. Frappart lyftir gula spjaldinu í leiknum um Ofurbikar Evrópu í fyrra.getty/Chris Brunskill Frappart dæmdi sinn fyrsta leik í Evrópudeild karla í október þegar Leicester City tók á móti Zorya Luhansk. Frappart er reyndar ekki fyrsta konan sem dæmir í Evrópudeild/Evrópukeppni félagsliða karla. Það met á hin svissneska Nicole Petignat en hún dæmdi nokkra leiki í forkeppni Evrópukeppni félagsliða á árunum 2004-09. Petignat var lengi dómari í efstu deild í Austurríki og Sviss og dæmdi m.a. úrslitaleik svissnesku bikarkeppninnar 2007. Klesst'ann! Frappart og Andrea Pirlo, knattspyrnustjóri Juventus, eftir leikinn í Tórínó í fyrradag.getty/Jonathan Moscrop Frappart fékk svo sitt fyrsta tækifæri í Meistaradeild karla í fyrradag þegar hún dæmdi leik Juventus og Dynamo Kiev eins og fyrr sagði. Frappart, sem er 36 ára, hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2009. Þess má geta að hún dæmdi leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni EM í október. Svíar unnu þá 2-0 sigur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31 Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30 Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45 Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sjá meira
Ein af stjörnum Manchester City hrósaði Frappart og vonast til að sjá fleiri kvenmenn feta í fótspor hennar Franski dómarinn Stephanie Frappart varð í gær fyrsti kvenmaðurinn til að dæma leik í Meistaradeild Evrópu, það er karlamegin. 3. desember 2020 07:31
Verður fyrst kvenna til að dæma í Meistaradeild Evrópu Hin franska Stephanie Frappart verður á morgun fyrsta konan til að dæma leik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu, það er að segja karlamegin. Dæmir hún leik Juventus og Dynamo Kiev í G-riðli. 1. desember 2020 09:30
Adrián hetjan þegar Liverpool vann Ofurbikarinn í fjórða sinn | Sjáðu mörkin Liverpool vann Chelsea í vítaspyrnukeppni í Ofurbikar Evrópu í Istanbúl í kvöld. 14. ágúst 2019 21:45
Kona dæmir leik Liverpool og Chelsea: „Stelpurnar sjá mig í sjónvarpinu og vita að þetta er hægt“ Franski dómarinn Stéphanie Frappart dæmir leik Liverpool og Chelsea í ofurbikar Evrópu í Istanbul á miðvikudaginn og skrifar um leið nýjan kafla hjá UEFA. Enn eitt risaskrefið í uppgangi kvenna í fótboltaheiminum í dag. 13. ágúst 2019 11:00