„Áfram Ísland“ en Lars veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2020 15:13 Lars Lagerbäck og Kári Árnason fagna 1-1 jafnteflinu gegn Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard í Saint-Etienne á EM í Frakklandi 2016. Lars hætti að þjálfa landsliðið að mótinu loknu,. Jean Catuffe/Getty Images Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir framtíð sína algjörlega óráðna. „Áfram Ísland“ segir sá sænski í svari við fyrirspurn Vísis. Lagerbäck var sagt upp störfum sem þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu í morgun. „Eftir samtal okkar og að beiðni norska sambandsins, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt, þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ sagði Lars í fréttatilkynningu í morgun sem fjallað var um í norskum miðlum. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Við starfi hans hjá norska liðinu tekur Ståle Solbakken. Svarar hvorki já né nei Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er án þjálfara sem stendur eftir að Erik Hamrén hætti með liðið þegar ljóst var að það kæmist ekki í lokakeppni EM á næsta ári. Óvænt brotthvarf Lagerbäck vakti þann möguleika að sá sænski sneri aftur og tæki við íslenska liðinu. Vísir skaut því fyrirspurn á Lagerbäck og spurði hvort hann gæti hugsað sér að taka aftur við íslenska landsliðinu, ef KSÍ nálgaðist hann með það verkefni fyrir augum. „Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland“. Leitin hafin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Þetta sagði Guðni við Vísi á mánudag. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ sagði Guðni. Æskilegt væri að nýr þjálfari tæki við fyrir jól. Gunði sagði viðræður rétt að byrja og vildi að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
„Eftir samtal okkar og að beiðni norska sambandsins, Terje Svendsen og Pål Bjerketvedt, þá er ég hættur sem landsliðsþjálfari,“ sagði Lars í fréttatilkynningu í morgun sem fjallað var um í norskum miðlum. „Ástæðan fyrir þessu er að í samningi okkar höfðu báðir aðilar möguleika á því að framlengja hann fram yfir næstu heimsmeistarakeppni. Nú hefur norska sambandið ákveðið í staðinn að finna langtímalausn fyrir bæði næstu undankeppni HM og næstu undankeppni EM,“ skrifaði Lagerbäck. Við starfi hans hjá norska liðinu tekur Ståle Solbakken. Svarar hvorki já né nei Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er án þjálfara sem stendur eftir að Erik Hamrén hætti með liðið þegar ljóst var að það kæmist ekki í lokakeppni EM á næsta ári. Óvænt brotthvarf Lagerbäck vakti þann möguleika að sá sænski sneri aftur og tæki við íslenska liðinu. Vísir skaut því fyrirspurn á Lagerbäck og spurði hvort hann gæti hugsað sér að taka aftur við íslenska landsliðinu, ef KSÍ nálgaðist hann með það verkefni fyrir augum. „Í augnablikinu veit ég ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér,“ segir Lagerbäck í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Bætti sá sænski við: „Áfram Ísland“. Leitin hafin Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mun í umboði stjórnar sambandsins hefja viðræður við þá sem til greina koma sem þjálfarar A-landsliðs karla í fótbolta. Þetta sagði Guðni við Vísi á mánudag. „Við erum byrjaðir að ræða málin . Undirbúningsvinna hefur farið fram og ferlið er hafið og mun ég ræða við þá aðila á næstunni sem við teljum henta í starfið,“ sagði Guðni. Æskilegt væri að nýr þjálfari tæki við fyrir jól. Gunði sagði viðræður rétt að byrja og vildi að svo stöddu ekkert gefa uppi um við hvern eða hverja verði rætt.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45 Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31 Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Fleiri fréttir Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Lars Lagerbäck var rekinn Lars Lagerbäck sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kemur fram að það hafi verið ákvörðun norska knattspyrnusambandsins að hann héldi ekki áfram með norska landsliðið. 3. desember 2020 10:45
Lars Lagerbäck búinn að koma Noregi upp fyrir Ísland í fyrsta sinn Ísland fellur niður um sjö sæti á nýjasta FIFA listanum sem var gefinn út í morgun. 26. nóvember 2020 09:31
Yfirmaður knattspyrnusviðs kemur ekki að ráðningu nýs landsliðsþjálfara Arnar Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ, segir að hann komi ekki að ráðningu nýs þjálfara A-landsliðs karla. 23. nóvember 2020 12:30