Í þágu okkar allra Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 6. desember 2020 19:01 Þetta ár sem nú líður að lokum hefur verið okkur erfitt. Fyrir marga hefur það verið erfiðasta ár í þeirra æviskeiði. Sumir hafa þurft að þola þá sorglegu staðreynd að missa sína nánustu, einstaklinga sem annars hefðu hugsanlega getað átt fleiri lífsins gæðastundir í faðmi fjölskyldu og vina. Margir hafa misst atvinnu sína með tilheyrandi fjárhagslegum áföllum og standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig eigi að framfleyta sér og sínum mánaða á milli. Börn og unglingar hafa þurft að vera heima hjá sér og ekki mátt hitta vini sína. Afar og ömmur hafa svo vikum og mánuðum skiptir ekki mátt sjá afkomendur sína. Lengi mætti áfram telja upp erfiðar aðstæður sem fólk hefur mátt þola. Stór hluti þessara erfiðu aðstæðna er vegna fyrirbyggjandi aðgerða í formi takmarkana, sem við og stjórnvöld okkar höfum valið að grípa til, svo ekki skapist það ófremdarástand og útbreiðsla smita verði slík að þjóðfélagið og innviðir þess ráði ekki við þá stöðu, með tilheyrandi tjóni, töpuðum lífum og heilsubresti annars heilbrigðra einstaklinga. En þessar aðgerðir hafa ekki aðeins reynt á okkur sem einstaklinga heldur hafa þær einnig reynt verulega á fjárhag þjóðarbúsins og hagkerfi Íslands í heild. Við vorum heppin að ríkisrekstri undanfarinna ára var stýrt af hagsýni og gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands góður. Heildarvirði hans í upphafi árs 2020 var nær tvöfalt á við það sem var árið 2014. Þó að staðan í ríkisfjármálum hafi verið góð þegar við fórum inn í þennan faraldur, þá er ljóst að við getum ekki rekið þjóðfélagið til lengdar í þeim hægagangi sem það er nú í. Það er því kappsmál að komast aftur til fyrri styrks og að atvinnulífið geti blómstrað á ný. Heppnin er með okkur um þessar mundir, því það sem alls ekki var sjálfgefið, er orðið að veruleika. Með samstilltu átaki hefur vísindamönnum tekist það verk að framleiða bóluefni og nokkur þeirra sem rannsóknir sýna að gefi góða raun og veiti allt að 95% vernd án verulegra aukaverkana. Þetta er ljósið við enda gangna þeirra myrku mánaða sem við höfum mátt þola. Það hefur því vakið undrun mína, að heyra bæði hérlendis sem erlendis efasemdar raddir varðandi bólusetningu gegn Covid. Ég get vel skilið að fólk spyrji sig spurninga, það er eðlilegt og merki um dómgreind. En með dómgreind og visku þarf líka að stilla upp heildarmyndinni og sjá hvað er í húfi fyrir samfélagið og heiminn sem heild. Hafandi reynslu undanfarinna mánaða og þá vitneskju sem við höfum um afleiðingar veirunnar, berandi það svo saman við upplýsingar um rannsóknarniðurstöður úr leyfisveitingaferlum bóluefnaframleiðendanna, ætti betri kosturinn að vera augljós. Ég skora því á okkur öll sem boðið verður upp á bólusetningu þegar að því kemur, að þiggja það boð, ekki aðeins í okkar eigin þágu sem einstaklinga, þess frekar í þágu okkar allra og þar með þjóðrinnar sem heild. Því þetta er orusta sem enginn vinnur einn. Samheldi okkar og samstaða í að leggja okkar af mörkum mun leiða til sigurs á þessari veiru og þar með til bjartari og betri tíma, sem þá sannarlega eru framundan. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Þetta ár sem nú líður að lokum hefur verið okkur erfitt. Fyrir marga hefur það verið erfiðasta ár í þeirra æviskeiði. Sumir hafa þurft að þola þá sorglegu staðreynd að missa sína nánustu, einstaklinga sem annars hefðu hugsanlega getað átt fleiri lífsins gæðastundir í faðmi fjölskyldu og vina. Margir hafa misst atvinnu sína með tilheyrandi fjárhagslegum áföllum og standa nú frammi fyrir þeirri spurningu, hvernig eigi að framfleyta sér og sínum mánaða á milli. Börn og unglingar hafa þurft að vera heima hjá sér og ekki mátt hitta vini sína. Afar og ömmur hafa svo vikum og mánuðum skiptir ekki mátt sjá afkomendur sína. Lengi mætti áfram telja upp erfiðar aðstæður sem fólk hefur mátt þola. Stór hluti þessara erfiðu aðstæðna er vegna fyrirbyggjandi aðgerða í formi takmarkana, sem við og stjórnvöld okkar höfum valið að grípa til, svo ekki skapist það ófremdarástand og útbreiðsla smita verði slík að þjóðfélagið og innviðir þess ráði ekki við þá stöðu, með tilheyrandi tjóni, töpuðum lífum og heilsubresti annars heilbrigðra einstaklinga. En þessar aðgerðir hafa ekki aðeins reynt á okkur sem einstaklinga heldur hafa þær einnig reynt verulega á fjárhag þjóðarbúsins og hagkerfi Íslands í heild. Við vorum heppin að ríkisrekstri undanfarinna ára var stýrt af hagsýni og gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands góður. Heildarvirði hans í upphafi árs 2020 var nær tvöfalt á við það sem var árið 2014. Þó að staðan í ríkisfjármálum hafi verið góð þegar við fórum inn í þennan faraldur, þá er ljóst að við getum ekki rekið þjóðfélagið til lengdar í þeim hægagangi sem það er nú í. Það er því kappsmál að komast aftur til fyrri styrks og að atvinnulífið geti blómstrað á ný. Heppnin er með okkur um þessar mundir, því það sem alls ekki var sjálfgefið, er orðið að veruleika. Með samstilltu átaki hefur vísindamönnum tekist það verk að framleiða bóluefni og nokkur þeirra sem rannsóknir sýna að gefi góða raun og veiti allt að 95% vernd án verulegra aukaverkana. Þetta er ljósið við enda gangna þeirra myrku mánaða sem við höfum mátt þola. Það hefur því vakið undrun mína, að heyra bæði hérlendis sem erlendis efasemdar raddir varðandi bólusetningu gegn Covid. Ég get vel skilið að fólk spyrji sig spurninga, það er eðlilegt og merki um dómgreind. En með dómgreind og visku þarf líka að stilla upp heildarmyndinni og sjá hvað er í húfi fyrir samfélagið og heiminn sem heild. Hafandi reynslu undanfarinna mánaða og þá vitneskju sem við höfum um afleiðingar veirunnar, berandi það svo saman við upplýsingar um rannsóknarniðurstöður úr leyfisveitingaferlum bóluefnaframleiðendanna, ætti betri kosturinn að vera augljós. Ég skora því á okkur öll sem boðið verður upp á bólusetningu þegar að því kemur, að þiggja það boð, ekki aðeins í okkar eigin þágu sem einstaklinga, þess frekar í þágu okkar allra og þar með þjóðrinnar sem heild. Því þetta er orusta sem enginn vinnur einn. Samheldi okkar og samstaða í að leggja okkar af mörkum mun leiða til sigurs á þessari veiru og þar með til bjartari og betri tíma, sem þá sannarlega eru framundan. Höfundur er nemandi í fjármálaverkfræði
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun