Solskjær: Viss um að mínir menn sýni að þeir eigi heima hjá Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Ole Gunnar Solskjær með sænska miðverðinum Victor Lindelof eftir leik á dögunum. EPA-EFE/Paul Ellis Það er mikil pressa á Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Manchester United í kvöld þegar liðið spilar lokaleik sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Manchester United mætir þar skeinuhættu liði RB Leipzig á útivelli og má ekki tapa leiknum ætli liðið sér að fá að vera áfram með í Meistaradeildinni eftir áramót. Solskjær talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmenn Manchester United yrðu að mæta til leiks í þennan mikilvæga leik enda framtíðin í keppnini undir. „Þetta eru leikmenn Manchester United af því að þeir hafa gæði sem við vorum að leita að. Ég er viss um að þeir muni sýna það og sanna af hverju þeir eru leikmenn Manchester United. Karakterinn í hópnum er að verða betri og betri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. ESPN segir frá. „Við viljum fá að spila leiki sem þennan og það er hefð hjá Manchester United að gera okkur aldrei neitt of auðvelt fyrir,“ sagði Solskjær. #MondayMotivation from the boss #MUFC pic.twitter.com/xtMrWSym5L— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2020 Manchester United nægir jafntefli í leiknum því liðið færi þá áfram á sigrinum á þýska liðinu í fyrri leiknum á Old Trafford. Hann vann United 5-0 og allt virtist vera í blóma í Meistaradeildinni. Síðan hafa tveir tapleikir í röð gert stöðuna mun tvísýnni. „Við verðum að nálgast þetta sem 90 mínútna leik þar sem allt getur gerst. Við gætum legið til baka og vonast eftir 0-0 jafntefli en það er bara ekki í genunum okkar. Við viljum fara út á völl til þess að vinna leikinn. Við sýndum það á móti PSG. Við þurfum að skapa færi og við munum gera það,“ sagði Solskjær. Leikur RB Leipzig og Manchester United verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit - Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), Barcelona-Juventus (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 3 )og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Manchester United mætir þar skeinuhættu liði RB Leipzig á útivelli og má ekki tapa leiknum ætli liðið sér að fá að vera áfram með í Meistaradeildinni eftir áramót. Solskjær talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn að leikmenn Manchester United yrðu að mæta til leiks í þennan mikilvæga leik enda framtíðin í keppnini undir. „Þetta eru leikmenn Manchester United af því að þeir hafa gæði sem við vorum að leita að. Ég er viss um að þeir muni sýna það og sanna af hverju þeir eru leikmenn Manchester United. Karakterinn í hópnum er að verða betri og betri,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. ESPN segir frá. „Við viljum fá að spila leiki sem þennan og það er hefð hjá Manchester United að gera okkur aldrei neitt of auðvelt fyrir,“ sagði Solskjær. #MondayMotivation from the boss #MUFC pic.twitter.com/xtMrWSym5L— Manchester United (@ManUtd) December 7, 2020 Manchester United nægir jafntefli í leiknum því liðið færi þá áfram á sigrinum á þýska liðinu í fyrri leiknum á Old Trafford. Hann vann United 5-0 og allt virtist vera í blóma í Meistaradeildinni. Síðan hafa tveir tapleikir í röð gert stöðuna mun tvísýnni. „Við verðum að nálgast þetta sem 90 mínútna leik þar sem allt getur gerst. Við gætum legið til baka og vonast eftir 0-0 jafntefli en það er bara ekki í genunum okkar. Við viljum fara út á völl til þess að vinna leikinn. Við sýndum það á móti PSG. Við þurfum að skapa færi og við munum gera það,“ sagði Solskjær. Leikur RB Leipzig og Manchester United verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 í kvöld frá klukkan 19.50. Leikir Zenit - Dortmund (klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport), Barcelona-Juventus (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 3 )og Chelsea-Krasnodar (klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport 5) verða einnig sýndir beint í kvöld. Meistaradeildarmessan hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.30 en þar verður fylgst með öllum leikjunum samtímis. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira