Húsleit gerð hjá fyrrum starfsmanni sem sakaði ráðuneytið um að falsa veirutölur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 19:10 Jones kom að gerð gagnagrunns um faraldur kórónuveirunnar í Flórída. Paul Hennessy/SOPA Images/LightRocket via Getty Lögreglan í Flórídaríki í Bandaríkjunum gerði í dag húsleit hjá tölfræðingnum Rebekuh Jones, en hún kom að gerð gagnagrunns sem heldur utan um framgang kórónuveirufaraldursins í ríkinu. Í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu er haft eftir lögregluyfirvöldum í Flórída að húsleitin hafi verið gerð vegna gruns um að brotist hafi verið inn í kerfi sem ríkið notar til að senda út neyðartilkynningar vegna hættuástands. Jones hefur hafnað því að vera viðriðin innbrotið. Tölvur í eigu Jones voru gerðar upptækar við húsleitina. Jones var rekin frá heilbrigðisráðuneytinu í maí síðastliðnum eftir að hafa sakað ráðuneytið um að falsa tölfræði um kórónuveirusmit, með það fyrir augum að geta slakað á sóttvarnatakmörkunum. Eftir það kom hún á fót sínum eigin gagnagrunni þar sem hún fylgdist með framgangi faraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt Tampa Bay Times fól innbrotið í sér að skilaboð voru send á viðbragðsaðila í neyðarteymi ráðuneytisins og þeir hvattir til að „láta í sér heyra“ áður en þúsundir í viðbót myndu látast af völdum kórónuveirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 291.000 manns látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, af þeim rúmlega 15.400.000 sem greinst hafa. Segir lögregluna hafa miðað byssu á börnin Samkvæmt löggæsluyfirvöldum í Flórída var innbrotið rakið og talið sýnt fram á að það hefði verið framið frá heimili Jones. Þá hafnaði lögreglan því að hafa beint byssu að börnum hennar, líkt og hún hafði sakað lögregluna um. Söfnun hefur nú verið komið á fót til þess að styrkja Jones um lögfræðikostnað sem kann að falla til vegna málsins. Á undir tíu klukkutímum hafa safnast yfir 65.000 dollarar, eða rúmlega átta milljónir króna. „Það lítur út fyrir að ég þurfi að fá mér nýja tölvu og góðan lögfræðing,“ er haft eftir Jones á síðu söfnunarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Í frétt breska ríkisútvarpsins af málinu er haft eftir lögregluyfirvöldum í Flórída að húsleitin hafi verið gerð vegna gruns um að brotist hafi verið inn í kerfi sem ríkið notar til að senda út neyðartilkynningar vegna hættuástands. Jones hefur hafnað því að vera viðriðin innbrotið. Tölvur í eigu Jones voru gerðar upptækar við húsleitina. Jones var rekin frá heilbrigðisráðuneytinu í maí síðastliðnum eftir að hafa sakað ráðuneytið um að falsa tölfræði um kórónuveirusmit, með það fyrir augum að geta slakað á sóttvarnatakmörkunum. Eftir það kom hún á fót sínum eigin gagnagrunni þar sem hún fylgdist með framgangi faraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt Tampa Bay Times fól innbrotið í sér að skilaboð voru send á viðbragðsaðila í neyðarteymi ráðuneytisins og þeir hvattir til að „láta í sér heyra“ áður en þúsundir í viðbót myndu látast af völdum kórónuveirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 291.000 manns látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum, af þeim rúmlega 15.400.000 sem greinst hafa. Segir lögregluna hafa miðað byssu á börnin Samkvæmt löggæsluyfirvöldum í Flórída var innbrotið rakið og talið sýnt fram á að það hefði verið framið frá heimili Jones. Þá hafnaði lögreglan því að hafa beint byssu að börnum hennar, líkt og hún hafði sakað lögregluna um. Söfnun hefur nú verið komið á fót til þess að styrkja Jones um lögfræðikostnað sem kann að falla til vegna málsins. Á undir tíu klukkutímum hafa safnast yfir 65.000 dollarar, eða rúmlega átta milljónir króna. „Það lítur út fyrir að ég þurfi að fá mér nýja tölvu og góðan lögfræðing,“ er haft eftir Jones á síðu söfnunarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira