Stefnir á að bólusetja 100 milljónir á sínum fyrstu 100 dögum í embætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. desember 2020 22:46 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, stefnir á að 100 milljón Bandaríkjamenn verði bólusettir fyrir kórónuveirunni á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. Biden sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem hann kynnti teymið sem leiða mun baráttuna gegn veirunni þegar hann tekur við embætti, að ólíklegt væri að Bandaríkin muni sigrast á veirunni á fyrstu mánuðum hans í embætti. Hann vonist þó til að aðgerðir sem hann boði muni breyta stöðunni í samfélaginu. Í dag, þriðjudag, var skýrsla kynnt sem talin er að muni greiða veginn fyrir því að bóluefni Pfizer og BioNTech verði samþykkt til notkunar og dreift til Bandaríkjamanna. Meira en 15 milljón Bandaríkjamenn hafa smitast af veirunni og 285 þúsund látið lífið vegna hennar, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Ekkert annað ríki í heiminum hefur greint jafn mörg tilfelli eða séð jafn marga láta lífið vegna veirunnar. Mörg ríki Bandaríkjanna eru illa stödd vegna faraldursins og er sums staðar metfjöldi að greinast dag hvern og aldrei hafa jafn margir legið inni á sjúkrahúsum vegna veirunnar í sumum ríkjum. Sérfræðingar hafa kennt miklum ferðalögum Bandaríkjamanna vegna Þakkagjörðarhátíðarinnar um. Joe Biden tilkynnti í dag að hann hyggist tilnefna Xavier Becerra, ríkissaksóknara Kaliforníu, til embættis heilbrigðisráðherra. Þá muni hann tilnefna Rochelle Walensky til stöðu yfirmanns Heilsuverndarstofnunarinnar (e. Centers for Disease Control and Prevention). Þá mun Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, halda áfram störfum þegar Biden tekur við. Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Biden sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem hann kynnti teymið sem leiða mun baráttuna gegn veirunni þegar hann tekur við embætti, að ólíklegt væri að Bandaríkin muni sigrast á veirunni á fyrstu mánuðum hans í embætti. Hann vonist þó til að aðgerðir sem hann boði muni breyta stöðunni í samfélaginu. Í dag, þriðjudag, var skýrsla kynnt sem talin er að muni greiða veginn fyrir því að bóluefni Pfizer og BioNTech verði samþykkt til notkunar og dreift til Bandaríkjamanna. Meira en 15 milljón Bandaríkjamenn hafa smitast af veirunni og 285 þúsund látið lífið vegna hennar, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans. Ekkert annað ríki í heiminum hefur greint jafn mörg tilfelli eða séð jafn marga láta lífið vegna veirunnar. Mörg ríki Bandaríkjanna eru illa stödd vegna faraldursins og er sums staðar metfjöldi að greinast dag hvern og aldrei hafa jafn margir legið inni á sjúkrahúsum vegna veirunnar í sumum ríkjum. Sérfræðingar hafa kennt miklum ferðalögum Bandaríkjamanna vegna Þakkagjörðarhátíðarinnar um. Joe Biden tilkynnti í dag að hann hyggist tilnefna Xavier Becerra, ríkissaksóknara Kaliforníu, til embættis heilbrigðisráðherra. Þá muni hann tilnefna Rochelle Walensky til stöðu yfirmanns Heilsuverndarstofnunarinnar (e. Centers for Disease Control and Prevention). Þá mun Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, halda áfram störfum þegar Biden tekur við.
Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Bólusetningar Tengdar fréttir Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42 Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46 Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Biden sagður ætla að tilnefna Becerra sem heilbrigðisráðherra Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna Xavier Becerra, dómsmálaráðherra Kaliforníu, til að gegna embætti heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn sinni. 7. desember 2020 07:42
Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. 4. desember 2020 12:46
Vill Austin sem varnarmálaráðherra Joe Biden hefur valið herforingjann fyrrverandi, Lloyd Austin, til að gegna embætti varnarmálaráðherra í ríkisstjórn sinni. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar þó að hvorki Biden né Austin hafi enn staðfest fréttirnar. 8. desember 2020 08:11