Öll fjögur liðin í riðli Real Madrid geta komist áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 14:00 Sergio Ramos er í hópnum hjá Real Madrid í kvöld og það gæti skipt öllu máli fyrir liðið að hafa hann inn á vellinum í þessum mikilvæga leik. Getty/Nicolò Campo Spænska stórliðið Real Madrid gæti komist áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið gæti líka endaði í Evrópudeildinni og líka verið úr leik í öllum Evrópukeppnum tímabilsins. Spennan í B-riðli Meistaradeildarinnar er eins mikil og hún verður enda geta öll fjögur liðin í riðlinum ennþá tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar þegar lokaumferðin fer fram í kvöld. Þýska liðið Borussia Mönchengladbach er efst í riðlinum og þarf bara að treysta á sjálfan sig eins og lið Shakhtar Donetsk sem fer áfram á innbyrðis leikjum ef liðið endar með jafnmörg stig og Real Madrid. Real Madrid fer áfram með sigri á Borussia Mönchengladbach og Internazionale fer líka áfram vinni liðið Shakhtar Donetsk á heimavelli. Bæði liðin sem standa verr í riðlinum eru á heimavelli í kvöld. watch on YouTube Pressan er einna mest á liði Real Madrid enda hefur spænska stórliðið komist áfram í sextán liða úrslitin á öllum 24 Meistaradeildartímabilum til þessa. Tap í kvöld gæti jafnvel þýtt það að það yrði ekki meiri Evrópufótbolti í Madrid á þessu tímabili því liðið gæti endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sextán liða úrslitin og liðið í þriðja sæti fer í 32 liða liða úrslit Evrópudeildarinnar. Real Madrid stendur verr innbyrðis á móti Shakhtar Donetsk því úkraínska félagið hefur náð í sex af sjö stigum sínum í leikjunum tveimur á móti Real Madrid og skorað í þeim öll fimm mörkin sín. Shakhtar Donetsk vann Real Madrid 3-2 í Madrid og svo 2-0 á heimavelli sínum. Sergio Ramos is back in Real Madrid s squad for tomorrow s Champions League match vs. Gladbach pic.twitter.com/88W1dssSxv— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Í samanburði þá vann Borussia Mönchengladbach báða leiki sína á móti Shakhtar Donetsk samanlagt 10-0. Það eru þessi óvæntu töp Real Madrid sem hafa komið liðinu í þessa slæmu stöðu fyrir lokaumferðina. Lykilatriði fyrir Real Madrid liðið væri að fá fyrirliðann Sergio Ramos aftur til baka úr meiðslum en liðið hefur ekki verið fugl né fiskur án hans undanfarnar vikur. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira
Spennan í B-riðli Meistaradeildarinnar er eins mikil og hún verður enda geta öll fjögur liðin í riðlinum ennþá tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar þegar lokaumferðin fer fram í kvöld. Þýska liðið Borussia Mönchengladbach er efst í riðlinum og þarf bara að treysta á sjálfan sig eins og lið Shakhtar Donetsk sem fer áfram á innbyrðis leikjum ef liðið endar með jafnmörg stig og Real Madrid. Real Madrid fer áfram með sigri á Borussia Mönchengladbach og Internazionale fer líka áfram vinni liðið Shakhtar Donetsk á heimavelli. Bæði liðin sem standa verr í riðlinum eru á heimavelli í kvöld. watch on YouTube Pressan er einna mest á liði Real Madrid enda hefur spænska stórliðið komist áfram í sextán liða úrslitin á öllum 24 Meistaradeildartímabilum til þessa. Tap í kvöld gæti jafnvel þýtt það að það yrði ekki meiri Evrópufótbolti í Madrid á þessu tímabili því liðið gæti endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sextán liða úrslitin og liðið í þriðja sæti fer í 32 liða liða úrslit Evrópudeildarinnar. Real Madrid stendur verr innbyrðis á móti Shakhtar Donetsk því úkraínska félagið hefur náð í sex af sjö stigum sínum í leikjunum tveimur á móti Real Madrid og skorað í þeim öll fimm mörkin sín. Shakhtar Donetsk vann Real Madrid 3-2 í Madrid og svo 2-0 á heimavelli sínum. Sergio Ramos is back in Real Madrid s squad for tomorrow s Champions League match vs. Gladbach pic.twitter.com/88W1dssSxv— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Í samanburði þá vann Borussia Mönchengladbach báða leiki sína á móti Shakhtar Donetsk samanlagt 10-0. Það eru þessi óvæntu töp Real Madrid sem hafa komið liðinu í þessa slæmu stöðu fyrir lokaumferðina. Lykilatriði fyrir Real Madrid liðið væri að fá fyrirliðann Sergio Ramos aftur til baka úr meiðslum en liðið hefur ekki verið fugl né fiskur án hans undanfarnar vikur. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira