Heljarinnar útsending á Stöð 2: „Við tökum honum fagnandi” Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2020 12:30 Logi Bergmann og Sigrún Ósk stýra þættinum saman. Myndir/Inga Lind/vilhelm Eitt það allra fyrsta sem gerist eftir að nýjar sóttvarnarreglur taka gildi nú er að Logi Bergmann Eiðsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir koma sér fyrir á stóra sviði Borgarleikhússins og stýra þaðan jóla-, skemmti-, tónlistar- og viðtalsþættinum Látum jólin ganga, í beinni útsendingu á Stöð 2. Verður það að teljast til tíðinda að Logi Bergmann stýri þætti á Stöð 2 en hann flutti sig þaðan yfir til Sjónvarps Símans fyrir þremur árum, að vísu með sögulegu lögbanni sem varði um nokkurra mánaða skeið. Þýðir þetta að sárin hafa gróið, Logi? „Það voru engin sár, svona þannig séð. Þetta eru allt vinir mínir og gaman að koma aftur í heimsókn. Þetta er samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar og ég er mjög glaður að Sjónvarp Símans hafi lánað mig eina kvöldstund til að reyna að koma þjóðinni í jólaskap,” segir Logi Bergmann. Maður verður að vera léttur „Já, og við tökum honum fagnandi,” bætir Sigrún Ósk við og lofar því um leið að stuðið verði mikið. „Nokkrir af kunnustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma okkur í jólaskap með flutningi á jólalögum eins og við höfum aldrei heyrt þau áður í nýrri útsetningu Karls Olgeirssonar. Við fáum til okkar Högna Egilsson, Ragnheiði Gröndal, GDNR, Króla, Bríeti, Katrínu Halldóru, barnakór og fleiri sem eru eiginlega leyndarmál enn þá,” segir Sigrún Ósk. Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi. Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefst útsendingin kl. 19:35 á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá á bæði Stöð 2 og hér á Vísi. Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn Sjá meira
Verður það að teljast til tíðinda að Logi Bergmann stýri þætti á Stöð 2 en hann flutti sig þaðan yfir til Sjónvarps Símans fyrir þremur árum, að vísu með sögulegu lögbanni sem varði um nokkurra mánaða skeið. Þýðir þetta að sárin hafa gróið, Logi? „Það voru engin sár, svona þannig séð. Þetta eru allt vinir mínir og gaman að koma aftur í heimsókn. Þetta er samvinnuverkefni allrar þjóðarinnar og ég er mjög glaður að Sjónvarp Símans hafi lánað mig eina kvöldstund til að reyna að koma þjóðinni í jólaskap,” segir Logi Bergmann. Maður verður að vera léttur „Já, og við tökum honum fagnandi,” bætir Sigrún Ósk við og lofar því um leið að stuðið verði mikið. „Nokkrir af kunnustu tónlistarmönnum þjóðarinnar munu koma okkur í jólaskap með flutningi á jólalögum eins og við höfum aldrei heyrt þau áður í nýrri útsetningu Karls Olgeirssonar. Við fáum til okkar Högna Egilsson, Ragnheiði Gröndal, GDNR, Króla, Bríeti, Katrínu Halldóru, barnakór og fleiri sem eru eiginlega leyndarmál enn þá,” segir Sigrún Ósk. Markmiðið með þættinum er að stappa stálinu í þjóðarsálina, hvetja landann til að kaupa íslenska framleiðslu, íslenska hönnun, innlendar vörur og þjónustu og þá af innlendum vefverslunum frekar en erlendum keppinautum. Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson verða einnig á vettvangi og gera sitt allra besta til að láta hjól atvinnulífsins snúast. „Við ætlum að vera jákvæð, skemmtileg, í jólaskapi og hvetja hvert annað til að hafa keðjuverkandi áhrif og halda atvinnustarfsemi gangandi, þrátt fyrir ýmis högg á þessu ári. Maður verður nefnilega að vera léttur,” segir Logi. Þátturinn, sem Skot Productions framleiðir, er styrktur af Samtökum atvinnulífsins og aðildarfélögum sem og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og hefst útsendingin kl. 19:35 á fimmtudaginn og verður í opinni dagskrá á bæði Stöð 2 og hér á Vísi.
Bíó og sjónvarp Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn Sjá meira