Meintur njósnari sængaði hjá minnst tveimur borgarstjórum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2020 14:53 Embættis- og löggæslumenn segja að verkefni njósnarans hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. AP/Andy Wong Kínversk kona, sem grunuð um að vera njósnari á vegum leyniþjónustu ríkisins, sængaði hjá minnst tveimur bandarískum borgarstjórum og myndaði tengsl við aðra stjórnmálamenn á vesturströnd Bandaríkjanna á árunum 2011 til 2015. Þeirra á meðal eru tveir þingmenn Demókrataflokksins sem báðir hafa boðið sig fram til forseta. Fang Fang, sem gekk einnig undir nafninu Christine Fang, fór frá Bandaríkjunum þegar Alríkislögregla Bandaríkjanna var að rannsaka hana og hefur aldrei snúið aftur. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Axios um mál Fang sem birt var í gær. Meðal þess sem fram kemur í grein Axios er að Fang fluttist til Bandaríkjanna árið 2011 og skráði sig í háskóla. Þá notaði hún stöðu sína sem forseti nemendasamtaka að mynda tengsl við stjórnmálamenn á svæðinu. Hún vann sem sjálfboðaliði við framboð stjórnmálamanna og kom að fjáröflun þeirra. Hún kom meðal annars að fjársöfnun fyrir þingmennina Eric Swalwell, Tulsi Gabbard og Ro Khanna. Christine Fang was "everywhere," to quote several people who knew her. She appears in photos with Eric Swalwell, Ro Khanna, Judy Chu, and Mike Honda, and numerous mayors, state assembly members, town council members, staffers, and other prominent politicos. pic.twitter.com/ihSw5Emrwf— B. Allen-Ebrahimian (@BethanyAllenEbr) December 8, 2020 Fang hitti Swalwell fyrst þegar hann var borgarfulltrúi í Dublin City í Kaliforníu en þegar hann varð þingmaður vöruðu rannsakendur FBI hann við því að hún væri grunuð um að vera útsendari yfirvalda í Kína. Hann sleit öll tengsl við hana og samkvæmt frétt Axios hefur Swalwell ekki verið grunaður um að hafa brotið af sér. Útsendarar vöruðu aðra stjórnmálamenn einnig við umsvifum Fang á tímabilinu. Ekki er þó talið að hún hafi komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Samkvæmt frétt Politico hefur Swalwell áhyggjur af því að upplýsingum um Fang hafi verið lekið til að koma pólitísku höggi á hann. Hann hafi fyrst fengið veður af því að Axios væri að skoða mál hins meinta njósnara í júlí í fyrra. Þá var hann að binda enda á stutt forsetaframboð sitt og sat í tveimur þingnefndum sem komu að ákærunni gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Fang sótti ráðstefnur bandarískra borgarstjóra þar sem hún víkkaði út tengslanet sitt og átt í sambandi við minnst tvo borgarstjóra, á meðan hún var undir eftirliti útsendara FBI. Embættis- og löggæslumenn sem Axios ræddi við segja að verkefni Fang hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, sagði í nýlegri grein sem hann skrifaði í Wall Street Journal að Kommúnistaflokkur Kína hefði staðið fyrir umfangsmikilli áróðurs- og áhrifaherferð gagnvart tugum bandarískra þingmanna. Hann sakaði Kínverja einnig um umfangsmikla njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. https://www.visir.is/g/20202045643d/segir-kina-aetla-ad-drottna-yfir-bandarikjunum-og-heiminum-ollum Bandaríkin Kína Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Þeirra á meðal eru tveir þingmenn Demókrataflokksins sem báðir hafa boðið sig fram til forseta. Fang Fang, sem gekk einnig undir nafninu Christine Fang, fór frá Bandaríkjunum þegar Alríkislögregla Bandaríkjanna var að rannsaka hana og hefur aldrei snúið aftur. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Axios um mál Fang sem birt var í gær. Meðal þess sem fram kemur í grein Axios er að Fang fluttist til Bandaríkjanna árið 2011 og skráði sig í háskóla. Þá notaði hún stöðu sína sem forseti nemendasamtaka að mynda tengsl við stjórnmálamenn á svæðinu. Hún vann sem sjálfboðaliði við framboð stjórnmálamanna og kom að fjáröflun þeirra. Hún kom meðal annars að fjársöfnun fyrir þingmennina Eric Swalwell, Tulsi Gabbard og Ro Khanna. Christine Fang was "everywhere," to quote several people who knew her. She appears in photos with Eric Swalwell, Ro Khanna, Judy Chu, and Mike Honda, and numerous mayors, state assembly members, town council members, staffers, and other prominent politicos. pic.twitter.com/ihSw5Emrwf— B. Allen-Ebrahimian (@BethanyAllenEbr) December 8, 2020 Fang hitti Swalwell fyrst þegar hann var borgarfulltrúi í Dublin City í Kaliforníu en þegar hann varð þingmaður vöruðu rannsakendur FBI hann við því að hún væri grunuð um að vera útsendari yfirvalda í Kína. Hann sleit öll tengsl við hana og samkvæmt frétt Axios hefur Swalwell ekki verið grunaður um að hafa brotið af sér. Útsendarar vöruðu aðra stjórnmálamenn einnig við umsvifum Fang á tímabilinu. Ekki er þó talið að hún hafi komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Samkvæmt frétt Politico hefur Swalwell áhyggjur af því að upplýsingum um Fang hafi verið lekið til að koma pólitísku höggi á hann. Hann hafi fyrst fengið veður af því að Axios væri að skoða mál hins meinta njósnara í júlí í fyrra. Þá var hann að binda enda á stutt forsetaframboð sitt og sat í tveimur þingnefndum sem komu að ákærunni gegn Donald Trump, forseta, fyrir embættisbrot. Fang sótti ráðstefnur bandarískra borgarstjóra þar sem hún víkkaði út tengslanet sitt og átt í sambandi við minnst tvo borgarstjóra, á meðan hún var undir eftirliti útsendara FBI. Embættis- og löggæslumenn sem Axios ræddi við segja að verkefni Fang hafi líklegast verið að mynda tengsl við rísandi stjörnur í bandarískum stjórnmálum svo hægt væri að nota þau tengsl Kína í hag í framtíðinni. John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, sagði í nýlegri grein sem hann skrifaði í Wall Street Journal að Kommúnistaflokkur Kína hefði staðið fyrir umfangsmikilli áróðurs- og áhrifaherferð gagnvart tugum bandarískra þingmanna. Hann sakaði Kínverja einnig um umfangsmikla njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. https://www.visir.is/g/20202045643d/segir-kina-aetla-ad-drottna-yfir-bandarikjunum-og-heiminum-ollum
Bandaríkin Kína Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent