Stefnt að 55 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2020 08:55 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnir ný markmið Íslands í loftslagsmálum á leiðtogafundi á laugardag. Vísir/Vilhelm Uppfært markmið Ísands í loftslagsmálum kveður á um 55 prósenta samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 í samfloti með Noregi og Evrópusambandinu. Markmiðið var áður 40 prósenta samdráttur miðað við árið 1990 en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun kynna þessi nýju markmið stjórnvalda á leiðtogafundi næstkomandi laugardag. Fundurinn er haldinn á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans á vegum Sameinuðu þjóðanna með breskum og frönskum stjórnvöldum, í samvinnu við Chíle og Ítalíu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Á fundinum mun Katrín kynna þrjú ný markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum: Aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Úr núverandi markmiði um 40% samdrátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til ársins 2030, en það markmið tengist samfloti Íslands með ESB og Noregi , Efldar aðgerðir til að ná markmiði Íslands um um kolefnishlutleysi árið 2040 og áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum árið 2030, Aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, einkum á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar. Að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins tekur tilkynning Íslands um meiri samdrátt í losun mið af stöðu landsins í samfloti nærri þrjátíu Evrópuríkja innan vébanda Parísarsamningsins: „Þar ætla ríkin sameiginlega að ná 40% samdrætti í losun til 2030 m.v. 1990, skv. núverandi skuldbindingu. Ísland og Noregur gerðu samkomulag við ESB árið 2019 um hlut ríkjanna í því sameiginlega markmiði, með hliðsjón af þátttöku ríkjanna tveggja í viðskiptakerfi um losunarheimildir (ETS). Losun innan ETS er hvað Ísland varðar einkum á sviði stóriðju og flugs og þar bera fyrirtæki ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun. Ekki liggur fyrir hvernig ábyrgð verður skipt á milli ríkja þegar metnaðarstig varðandi samdrátt verður hækkað úr 40% í 55% en núverandi aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur mið af því að ná meiri samdrætti í losun en krafist er skv. núverandi skuldbindingum. Noregur hefur gefið sambærilega yfirlýsingu og Ísland um vilja til aukins metnaðar, auk margra ríkja ESB, en ekki liggur fyrir sameiginleg ákvörðun af hálfu ESB,“ segir í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér. Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Markmiðið var áður 40 prósenta samdráttur miðað við árið 1990 en Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun kynna þessi nýju markmið stjórnvalda á leiðtogafundi næstkomandi laugardag. Fundurinn er haldinn á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans á vegum Sameinuðu þjóðanna með breskum og frönskum stjórnvöldum, í samvinnu við Chíle og Ítalíu, að því er segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Á fundinum mun Katrín kynna þrjú ný markmið íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum: Aukinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda. Úr núverandi markmiði um 40% samdrátt m.v. árið 1990 í 55% eða meira til ársins 2030, en það markmið tengist samfloti Íslands með ESB og Noregi , Efldar aðgerðir til að ná markmiði Íslands um um kolefnishlutleysi árið 2040 og áfangamarkmiði um kolefnishlutleysi losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda í kringum árið 2030, Aukin áhersla á loftslagstengd þróunarsamvinnuverkefni, einkum á sviði sjálfbærrar orku með tilliti til íslenskrar sérþekkingar. Að því er segir í tilkynningu stjórnarráðsins tekur tilkynning Íslands um meiri samdrátt í losun mið af stöðu landsins í samfloti nærri þrjátíu Evrópuríkja innan vébanda Parísarsamningsins: „Þar ætla ríkin sameiginlega að ná 40% samdrætti í losun til 2030 m.v. 1990, skv. núverandi skuldbindingu. Ísland og Noregur gerðu samkomulag við ESB árið 2019 um hlut ríkjanna í því sameiginlega markmiði, með hliðsjón af þátttöku ríkjanna tveggja í viðskiptakerfi um losunarheimildir (ETS). Losun innan ETS er hvað Ísland varðar einkum á sviði stóriðju og flugs og þar bera fyrirtæki ábyrgð innan samevrópsks viðskiptakerfis. Önnur losun, s.s. frá samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og meðferð úrgangs, er á beinni ábyrgð einstakra ríkja, sem taka á sig tölulega skuldbindingu varðandi þá losun. Ekki liggur fyrir hvernig ábyrgð verður skipt á milli ríkja þegar metnaðarstig varðandi samdrátt verður hækkað úr 40% í 55% en núverandi aðgerðaáætlun stjórnvalda tekur mið af því að ná meiri samdrætti í losun en krafist er skv. núverandi skuldbindingum. Noregur hefur gefið sambærilega yfirlýsingu og Ísland um vilja til aukins metnaðar, auk margra ríkja ESB, en ekki liggur fyrir sameiginleg ákvörðun af hálfu ESB,“ segir í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér.
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira