Sara Björk ofarlega á lista Guardian yfir hundrað bestu leikmenn heims Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 11:01 Sara Björk í leik gegn Juventus í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr í þessari viku. Giuseppe Cottini/Getty Images Enski miðill The Guardian velur ár hvert 100 bestu knattspyrnukonur ársins. Landsliðsfyrirliði Íslands, Sara Björk Gunnarsdóttir, er í 24. sæti listans fyrir árið 2020. Sara Björk uppfyllti langþráðan draum þegar hún varð Evrópumeistari með Lyon nú í haust. Þar mætti hún sínu fyrrum liði Wolfsburg og skoraði Sara Björk skoraði eitt af þremur mörkum Lyon í 3-1 sigri. Sara Björk hefur átt góðu gengi að fagna en Wolfsburg varð þýskur meistari áður en hún flutti sig um set til Frakklands. Lyon tapaði nokkuð óvænt fyrir Paris Saint-Germain í frönsku deildinni og er í 2. sæti deildarinnar sem stendur, stigi á eftir PSG þegar bæði lið hafa leikið tíu leiki. Þá er Sara Björk fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á sínu fjórða Evrópumóti í röð með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra fyrir ekki svo löngu síðan. Þá sló hún leikjamet íslenska kvennalandsliðið á árinu en Sara hefur nú leikið alls 136 leiki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. The 100 best female footballers in the world 2020: Nos 100-11. In collaboration with @OffsideRulePod https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/YB1YE6tzDT— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Guardian velur ár hvert bestu knattspyrnukonur í heimi og sem stendur er búið birta allt nema efstu tíu leikmenn listans. Sara Björk er þar í 24. sæti eins og áður segir. „Gunnarsdóttir átti enn eitt frábært árið, með áhugaverðum snúning að þessu sinni. Eftir að yfirgefa Wolfsburg um mitt sumar og fara til Lyon þá mætti hún sínu fyrrum félagi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var frestað vegna kórónufaraldursins. Ekki nóg emð að mæta sínu fyrrum félagi þá gerði hún gott betur og skoraði gegn þeim einnig,“ segir í umsögn Guardian um Söru Björk. „Fáir miðjumenn eru klókari en hún á vellinum. Fáir leikmenn búa yfir jafn góðum leikskilning og Sara Björk eða þá hæfileika hennar til að stjórna miðjuspili og staðsetja sig rétt til að brjóta upp sóknir andstæðinganna. Þessir eiginleikar þýða að Sara Björk situr að venju ofarlega á listanum,“ sagði einnig í umsögn miðilsins um landsliðsfyrirliða Íslands. Ekki er langt síðan miðillinn FourFourTwo birti svipaðan lista og þar var Sara meðal tuttgu efstu leikmanna listans. Fótbolti Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Sara Björk uppfyllti langþráðan draum þegar hún varð Evrópumeistari með Lyon nú í haust. Þar mætti hún sínu fyrrum liði Wolfsburg og skoraði Sara Björk skoraði eitt af þremur mörkum Lyon í 3-1 sigri. Sara Björk hefur átt góðu gengi að fagna en Wolfsburg varð þýskur meistari áður en hún flutti sig um set til Frakklands. Lyon tapaði nokkuð óvænt fyrir Paris Saint-Germain í frönsku deildinni og er í 2. sæti deildarinnar sem stendur, stigi á eftir PSG þegar bæði lið hafa leikið tíu leiki. Þá er Sara Björk fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á sínu fjórða Evrópumóti í röð með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra fyrir ekki svo löngu síðan. Þá sló hún leikjamet íslenska kvennalandsliðið á árinu en Sara hefur nú leikið alls 136 leiki A-landsleiki fyrir Íslands hönd. The 100 best female footballers in the world 2020: Nos 100-11. In collaboration with @OffsideRulePod https://t.co/QPZMSen7rD pic.twitter.com/YB1YE6tzDT— Guardian sport (@guardian_sport) December 10, 2020 Guardian velur ár hvert bestu knattspyrnukonur í heimi og sem stendur er búið birta allt nema efstu tíu leikmenn listans. Sara Björk er þar í 24. sæti eins og áður segir. „Gunnarsdóttir átti enn eitt frábært árið, með áhugaverðum snúning að þessu sinni. Eftir að yfirgefa Wolfsburg um mitt sumar og fara til Lyon þá mætti hún sínu fyrrum félagi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem var frestað vegna kórónufaraldursins. Ekki nóg emð að mæta sínu fyrrum félagi þá gerði hún gott betur og skoraði gegn þeim einnig,“ segir í umsögn Guardian um Söru Björk. „Fáir miðjumenn eru klókari en hún á vellinum. Fáir leikmenn búa yfir jafn góðum leikskilning og Sara Björk eða þá hæfileika hennar til að stjórna miðjuspili og staðsetja sig rétt til að brjóta upp sóknir andstæðinganna. Þessir eiginleikar þýða að Sara Björk situr að venju ofarlega á listanum,“ sagði einnig í umsögn miðilsins um landsliðsfyrirliða Íslands. Ekki er langt síðan miðillinn FourFourTwo birti svipaðan lista og þar var Sara meðal tuttgu efstu leikmanna listans.
Fótbolti Franski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Sara og stöllur í fínum málum eftir síðari hálfleikinn í Tórínó Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon eru í fínum málum eftir 3-2 sigur á Juventus í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. desember 2020 15:54
Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31
Hrósar þeim sem spila á Íslandi og segir það „ágætis tilhugsun“ að leiða Ísland mögulega út á Old Trafford „Þetta er geggjuð tilfinning. Þetta er búið að taka sinn tíma. Það hefði verið skemmtilegt að fagna eftir leikinn í dag en það er geggjuð tilfinning að vera búin að tryggja sig á EM.“ 1. desember 2020 21:30