Markalaust í Manchester slagnum Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. desember 2020 19:21 Stál í stál. vísir/Getty Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. Leikurinn var heilt yfir frekar bragðdaufur en bæði lið fengu þó tækifæri til að komast í forystu í fyrri hálfleik. Scott McTominay komst næst því að skora fyrir Man Utd þegar hann rétti missti af boltanum á fjærstöng eftir að Victor Lindelöf hafði skallað að marki. Skömmu síðar fékk Riyad Mahrez besta færi leiksins þegar hann slapp einn gegn David De Gea. Spánverjinn sá við honum og markalaust í leikhléi. Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik og geta varnarmenn beggja liða gengið sáttir frá leiknum þar sem honum lauk 0-0. Enski boltinn
Ekkert mark var skorað þegar Manchester liðin í ensku úrvalsdeildinni leiddu saman hesta sína á Old Trafford í dag. Leikurinn var heilt yfir frekar bragðdaufur en bæði lið fengu þó tækifæri til að komast í forystu í fyrri hálfleik. Scott McTominay komst næst því að skora fyrir Man Utd þegar hann rétti missti af boltanum á fjærstöng eftir að Victor Lindelöf hafði skallað að marki. Skömmu síðar fékk Riyad Mahrez besta færi leiksins þegar hann slapp einn gegn David De Gea. Spánverjinn sá við honum og markalaust í leikhléi. Fátt markvert gerðist í síðari hálfleik og geta varnarmenn beggja liða gengið sáttir frá leiknum þar sem honum lauk 0-0.
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti