Handbolti

Allt jafnt í fyrri leik dagsins sem hagnaðist báðum liðum og „sú ís­lenska“ marka­hæst hjá Sví­þjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristín brýst í gegnum vörn Tékka fyrr á mótinu en hún hefur verið einn öflugasti leikmaður Svía í mótinu.
Kristín brýst í gegnum vörn Tékka fyrr á mótinu en hún hefur verið einn öflugasti leikmaður Svía í mótinu. Jan Christensen/Getty

Tveir leikir fóru fram á EM kvenna í handbolta sem fer fram í Danmörku þessar vikurnar en línurnar eru að skýrast all verulega í milliriðli eitt eftir leiki dagsins.

Í fyrri leik dagsins mættu Frakkland og Rússland í milliriðli eitt en bæði lið höfðu unnið alla leiki sína til þessa fyrir leik dagsins. Skemmst er frá því að segja að leiknum lauk með 28-28 jafntefli.

Oceane Sercien Ugolin og Estelle Nze Minko voru markahæstar í liði Frakklands með fimm mörk en þær Vladlena Bobrovnikova, Iuliia Managarova og Antonia Skorobogatchenko skoruðu fimm mörk hver fyrir Rússland.

Bæði lið eru því með sjö stig eftir leiki kvöldsins en með jafnteflinu er ljóst að bæði liðin eru komin með annan fótinn áfram í undanúrslit mótsins.

Í síðari leik dagsins mættust nágrannaþjóðirnar, Danmörk og Svíþjóð. Daninn hafði betur 24-22 eftir að hafa verið 13-12 yfir í hálfleik.

Kristín Þorleifsdóttir var markahæst í liði Svíþjóð með fjögur mörk en eins og fram kom í viðtali á Vísi fyrr í vikunni á hún ættir að rekja til Íslands. Mette Tranborg gerði sex mörk fyrir Dani.

Danirnir eru þar af leiðandi með fjögur stig og munu að öllum líkindum enda í 3. sætinu sem gefur leik um fimmta sætið. Þar eiga þó möguleika á tveimur efstu sætunum en mikið þarf að ganga á. Svíþjóð er í 4. sætinu með eitt stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×