Salka komin heim eftir að hafa verið týnd í tvö ár Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 13:35 Salka lét fara vel um sig í gær eftir að hún kom heim eftir rúmlega tveggja ára óvissu. Það má segja að hálfgert jólakraftaverk hafi átt sér stað þegar Hólmfríður Eva Björnsdóttir fékk óvænt skilaboð á fimmtudagskvöld. Þar var hún spurð hvort hún kannaðist við kisu sem hafði fundist, og reyndist það vera Salka, sem Hólmfríður hafði saknað í tvö og hálft ár. Hólmfríður hafði tekið Sölku að sér eftir að henni var bjargað inn úr kuldanum árið 2015. Hún segir Sölku hafa verið sína bestu vinkonu, en þurfti því miður að láta hana frá sér vegna flutninga árið 2018. Nokkrum dögum seinna slapp Salka út og ekkert hafði spurst til hennar síðan. „Við leituðum lengi og vorum með fellibúr en ekkert gekk. Við vorum búin að telja okkur trú um að hún væri dáin.“ Salka fannst á fimmtudag í Hvassaleitinu í Reykjavík þar sem hún hafði týnst í júní 2018. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður að gleðin sé í raun tvöföld núna, því hún keypti nýlega íbúð þar sem hún má vera með Sölku. Salka er því komin á nýtt heimili, til sinna fyrri eigenda og braggast vel að sögn Hólmfríðar. „Malar hástöfum og sleikir okkur í framan“ Salka er öll að braggast. Hún segir Sölku greinilega hafa munað eftir sér, en þegar Hólmfríður kom að sækja hana í gærkvöldi malaði hún þegar henni var klappað og þáði mat eftir að hafa ekkert viljað borða fyrst. Nú sé hún farin að líkjast sjálfri sér aftur. „Hún malar hástöfum og sleikir okkur í framan og hendurnar, og elskar að fá klapp á magann,“ segir Hólmfríður. Með Sölku á heimilinu verða einnig tveir hundar sem Hólmfríður á. Aðspurð segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því, enda hafi Salka nú þegar hitt þá og það hafi ekki verið neitt vandamál. „Þau eru búin að hitta Sölku og hún kippir sér ekkert upp við það þegar þau koma nálægt og þefa af henni og svona.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hólmfríður hafði tekið Sölku að sér eftir að henni var bjargað inn úr kuldanum árið 2015. Hún segir Sölku hafa verið sína bestu vinkonu, en þurfti því miður að láta hana frá sér vegna flutninga árið 2018. Nokkrum dögum seinna slapp Salka út og ekkert hafði spurst til hennar síðan. „Við leituðum lengi og vorum með fellibúr en ekkert gekk. Við vorum búin að telja okkur trú um að hún væri dáin.“ Salka fannst á fimmtudag í Hvassaleitinu í Reykjavík þar sem hún hafði týnst í júní 2018. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður að gleðin sé í raun tvöföld núna, því hún keypti nýlega íbúð þar sem hún má vera með Sölku. Salka er því komin á nýtt heimili, til sinna fyrri eigenda og braggast vel að sögn Hólmfríðar. „Malar hástöfum og sleikir okkur í framan“ Salka er öll að braggast. Hún segir Sölku greinilega hafa munað eftir sér, en þegar Hólmfríður kom að sækja hana í gærkvöldi malaði hún þegar henni var klappað og þáði mat eftir að hafa ekkert viljað borða fyrst. Nú sé hún farin að líkjast sjálfri sér aftur. „Hún malar hástöfum og sleikir okkur í framan og hendurnar, og elskar að fá klapp á magann,“ segir Hólmfríður. Með Sölku á heimilinu verða einnig tveir hundar sem Hólmfríður á. Aðspurð segist hún ekki hafa miklar áhyggjur af því, enda hafi Salka nú þegar hitt þá og það hafi ekki verið neitt vandamál. „Þau eru búin að hitta Sölku og hún kippir sér ekkert upp við það þegar þau koma nálægt og þefa af henni og svona.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira