Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 15:37 Ásgerður Jóna Flosadóttir, er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Tölfræði sem samtökin birtu í gær sýnir að 42% skjólstæðinga samtakanna eru með íslenskt ríkisfang en 58% með erlent ríkisfang. Appelsínuguli flöturinn sýnir fjölda þeirra sem eru með íslenskt ríkisfang. Samsett mynd Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá hafi nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar sakað formann samtakanna um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður samtakanna, hafnaði beiðni fréttastofu um viðtal vegna fréttarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í vikunni. Í kjölfar fréttarinnar sendu Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) frá sér yfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna. Í gær birtist tilkynning á heimasíðu samtakanna þar sem áhersla er lögð á að meirihluti skjólstæðinga samtakanna séu af erlendum uppruna. Gagnrýninni sem fram hefur komið í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki efnislega svarað en sögð byggja á „staðreyndavillum“ sem hafðar séu eftir „aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti,“ að því er segir í tilkynningunni. „Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár,“ segir í tilkynningunni en tölfræðna sem vísað er til má nálgast hér. „Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur. Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Fjölskylduhjálpar Íslands. Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá hafi nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar sakað formann samtakanna um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður samtakanna, hafnaði beiðni fréttastofu um viðtal vegna fréttarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í vikunni. Í kjölfar fréttarinnar sendu Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) frá sér yfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna. Í gær birtist tilkynning á heimasíðu samtakanna þar sem áhersla er lögð á að meirihluti skjólstæðinga samtakanna séu af erlendum uppruna. Gagnrýninni sem fram hefur komið í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki efnislega svarað en sögð byggja á „staðreyndavillum“ sem hafðar séu eftir „aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti,“ að því er segir í tilkynningunni. „Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár,“ segir í tilkynningunni en tölfræðna sem vísað er til má nálgast hér. „Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur. Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Fjölskylduhjálpar Íslands.
Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira