Hverjum geta ensku liðin mætt í Meistaradeildinni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2020 08:01 Liverpool og Atlético Madrid gætu mæst í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu annað tímabilið í röð. getty/Visionhaus Þrjú ensk lið verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Nyon í Sviss og hefst klukkan 11:00. Sýnt verður beint frá honum á Stöð 2 Sport og á Vísi. Liðunum sextán sem komust áfram úr riðlakeppninni er skipt í tvo hópa. Sigurvegarar riðlanna eru í efri styrkleikaflokki og liðin sem enduðu í 2. sæti riðlanna í neðri styrkleikaflokki. Öll þrjú ensku liðin sem komust áfram í sextán liða úrslitin, Liverpool, Chelsea og Manchester City, unnu sína riðla og eru því í efri styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki dregist saman í sextán liða úrslitunum og þá geta lið sem voru saman í riðli ekki lent saman. Styrkleikaflokkarnir í sextán liða úrslitunum Efri styrkleikaflokkur Bayern München Real Madrid Man. City Liverpool Chelsea Dortmund Juventus PSG Neðri styrkleikaflokkur Atlético Madrid Borussia Mönchengladbach Porto Atalanta Sevilla Lazio Barcelona RB Leipzig Liverpool, Chelsea og City vonast væntanlega eftir því að sleppa við spænsku liðin Barcelona og Atlético Madrid þegar dregið verður í sextán liða úrslitin á eftir. Atlético Madrid sló Liverpool út úr sextán liða úrslitunum á síðasta tímabili. Porto er væntanlega óskamótherji Liverpool og Chelsea en portúgalska liðið virðist það veikasta úr neðri styrkleikaflokknum. City getur ekki mætt Porto þar sem liðin voru saman í riðli. Hverjum geta ensku liðin mætt? Liverpool: Porto, Sevilla, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Gladbach og Atlético Madrid City: Sevilla, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Atalanta, Gladbach og Atlético Madrid Chelsea: Porto, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Atalanta, Gladbach og Atlético Madrid Evrópumeistarar Bayern München gætu mætt Barcelona í sextán liða úrslitunum. Liðin áttust við í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili þar sem Bæjarar unnu frægan 8-2 sigur á Börsungum. Liðin í efri styrkleikaflokki eiga seinni leikinn á heimavelli. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 16. og 17. febrúar 2021 og seinni leikirnir 9. og 10. mars 2021. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu í Nyon í Sviss og hefst klukkan 11:00. Sýnt verður beint frá honum á Stöð 2 Sport og á Vísi. Liðunum sextán sem komust áfram úr riðlakeppninni er skipt í tvo hópa. Sigurvegarar riðlanna eru í efri styrkleikaflokki og liðin sem enduðu í 2. sæti riðlanna í neðri styrkleikaflokki. Öll þrjú ensku liðin sem komust áfram í sextán liða úrslitin, Liverpool, Chelsea og Manchester City, unnu sína riðla og eru því í efri styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki dregist saman í sextán liða úrslitunum og þá geta lið sem voru saman í riðli ekki lent saman. Styrkleikaflokkarnir í sextán liða úrslitunum Efri styrkleikaflokkur Bayern München Real Madrid Man. City Liverpool Chelsea Dortmund Juventus PSG Neðri styrkleikaflokkur Atlético Madrid Borussia Mönchengladbach Porto Atalanta Sevilla Lazio Barcelona RB Leipzig Liverpool, Chelsea og City vonast væntanlega eftir því að sleppa við spænsku liðin Barcelona og Atlético Madrid þegar dregið verður í sextán liða úrslitin á eftir. Atlético Madrid sló Liverpool út úr sextán liða úrslitunum á síðasta tímabili. Porto er væntanlega óskamótherji Liverpool og Chelsea en portúgalska liðið virðist það veikasta úr neðri styrkleikaflokknum. City getur ekki mætt Porto þar sem liðin voru saman í riðli. Hverjum geta ensku liðin mætt? Liverpool: Porto, Sevilla, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Gladbach og Atlético Madrid City: Sevilla, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Atalanta, Gladbach og Atlético Madrid Chelsea: Porto, Barcelona, Lazio, RB Leipzig, Atalanta, Gladbach og Atlético Madrid Evrópumeistarar Bayern München gætu mætt Barcelona í sextán liða úrslitunum. Liðin áttust við í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili þar sem Bæjarar unnu frægan 8-2 sigur á Börsungum. Liðin í efri styrkleikaflokki eiga seinni leikinn á heimavelli. Fyrri leikirnir í sextán liða úrslitunum fara fram 16. og 17. febrúar 2021 og seinni leikirnir 9. og 10. mars 2021. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Efri styrkleikaflokkur Bayern München Real Madrid Man. City Liverpool Chelsea Dortmund Juventus PSG Neðri styrkleikaflokkur Atlético Madrid Borussia Mönchengladbach Porto Atalanta Sevilla Lazio Barcelona RB Leipzig
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira