Klopp með undarlega samlíkingu eftir leikinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 11:01 Jürgen Klopp öskrar á leikmenn Liverpool á Craven Cottage í gær. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp tókst ekki að tala sína menn til fyrir leik á móti Fulham í gær og þurfti að öskra mikið á steinsofandi leikmenn sína fram eftir leik. Liverpool mistókst að nýta sér góð úrslit í öðrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Fulham. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn verulega pirraður á upphafsmínútum leiksins á móti Fulham þegar heimamenn voru miklu betra liðið á vellinum. Klopp viðurkenndi að fyrsti hálftíminn hafi verið mjög lélegur hjá sínu liði. Undarleg samlíking hans vakti þó meiri athygli. „Við spiluðum ekki vel. Ég veit ekki hvor þeir þurftu að vakna í byrjun leiks. Ég get ekki skrifað bókina, hent henni inn á völlinn og sagt þeim að lesa hana. Ég vildi að við hristum upp í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp uses bizarre analogy as he blasts Liverpool players for sluggish start at Fulham https://t.co/GyWztlXoFA— MailOnline Sport (@MailSport) December 13, 2020 „Það er gott að geta byrjað leiki vel en ef það tekst ekki þá er bara að byrja upp á nýtt. Við þurftum hálftíma til að koma okkur í gang. Þess vegna öskraði ég svolítið á þá,“ sagði Klopp. Fyrirliðinn Jordan Henderson fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en lét verja frá sér. „Þetta varð betra hjá okkur eftir hálftíma og seinni hálfleikurinn var góður. Færið hans Hendo var stórt, virkilega stórt. Við hefðum getað fengið meira en við skoruðum mark,“ sagði Klopp. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ekki góðar og við hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Við töpuðum ekki af því að næstu sextíu mínúturnar voru virkilega góðar,“ sagði Jürgen Klopp. Öll ensku liðin í Meistaradeildinni, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United, töpuðu stigum um helgina. „Við erum mannlegir og svona hlutir geta gerst. Þegar við skoðum úrslit liðanna sem spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni þá sjáum við að þau áttu öll erfiða helgi,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Liverpool mistókst að nýta sér góð úrslit í öðrum leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið náði aðeins jafntefli á móti Fulham. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var orðinn verulega pirraður á upphafsmínútum leiksins á móti Fulham þegar heimamenn voru miklu betra liðið á vellinum. Klopp viðurkenndi að fyrsti hálftíminn hafi verið mjög lélegur hjá sínu liði. Undarleg samlíking hans vakti þó meiri athygli. „Við spiluðum ekki vel. Ég veit ekki hvor þeir þurftu að vakna í byrjun leiks. Ég get ekki skrifað bókina, hent henni inn á völlinn og sagt þeim að lesa hana. Ég vildi að við hristum upp í leiknum,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp uses bizarre analogy as he blasts Liverpool players for sluggish start at Fulham https://t.co/GyWztlXoFA— MailOnline Sport (@MailSport) December 13, 2020 „Það er gott að geta byrjað leiki vel en ef það tekst ekki þá er bara að byrja upp á nýtt. Við þurftum hálftíma til að koma okkur í gang. Þess vegna öskraði ég svolítið á þá,“ sagði Klopp. Fyrirliðinn Jordan Henderson fékk algjört dauðafæri til að jafna leikinn en lét verja frá sér. „Þetta varð betra hjá okkur eftir hálftíma og seinni hálfleikurinn var góður. Færið hans Hendo var stórt, virkilega stórt. Við hefðum getað fengið meira en við skoruðum mark,“ sagði Klopp. „Fyrstu þrjátíu mínúturnar voru ekki góðar og við hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Við töpuðum ekki af því að næstu sextíu mínúturnar voru virkilega góðar,“ sagði Jürgen Klopp. Öll ensku liðin í Meistaradeildinni, Chelsea, Liverpool, Manchester City og Manchester United, töpuðu stigum um helgina. „Við erum mannlegir og svona hlutir geta gerst. Þegar við skoðum úrslit liðanna sem spila í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni þá sjáum við að þau áttu öll erfiða helgi,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira