Vernd fyrir börn, loksins! Kitty Anderson, Ugla Stefanía Kristjönudóttir og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifa 15. desember 2020 08:30 Það er gott að búa í landi þar sem breið og þverpólitísk samstaða ríkir um réttindamál hinsegin fólks. Þessi samstaða birtist þessa dagana á Alþingi, sem mun á næstu dögum samþykkja þrjú frumvörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér mikilvægar réttarbætur, þá sérstaklega fyrir trans og intersex börn. Frumvörpin sem um ræðir eru allt breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði 80/2019, sem samþykkt voru í fyrrasumar. Öll eru þau afrakstur starfshópa sem tóku til starfa eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi, en hóparnir höfðu það hlutverk að skoða tiltekin málefni og útfæra nýja löggjöf. Málefnin þrjú eru: Lækkað aldurstakmark á sjálfstæðri nafn- og kynskráningu í Þjóðskrá, orðalagsbreytingar í lögum vegna nýrrar hlutlausrar kynskráningar og loks verndun ungbarna fyrir óþörfum og óafturkræfum inngripum í líkama þeirra. Breyting á aldurstakmarki Í núgildandi lögum þurfa unglingar að hafa náð 18 ára aldri til þess að geta breytt sjálf um nafn og kynskráningu hjá Þjóðskrá, en fram að þeim aldri þurfa unglingar leyfi forráðafólks til slíks. Trans unglingar á Íslandi hafa hingað til ekki getað breytt nafni og kyni í Þjóðskrá upp á eigin spýtur ef stuðnings foreldra nýtur ekki við, sem getur valdið óþægindum, kvíða og ruglingi, sérstaklega innan skólakerfisins. Í frumvarpi til breytinga á lögunum er nú lagt til að aldurstakmarkið verði fært niður í 15 ára. Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli, en börn á þessum aldri eru talin hafa nægan þroska til að taka slíkar ákvarðanir. Ef þeim snýst hugur seinna verður sömuleiðis hægt að breyta skráningunni aftur og er hún því fyllilega afturkræf. Það er mikil breyting til batnaðar að allir trans unglingar geti nú breytt nafni og kyni í Þjóðskrá við framhaldsskólaaldur og geti þannig hafið skólagöngu á nýju skólastigi með rétta kynskráningu og nafn. Breytingar á öðrum lögum Breytingar á öðrum lögum lúta aðallega að breyttu orðalagi í hinum ýmsu lögum, svo gert verði ráð fyrir hlutlausri kynskráningu. Mörg lög ganga út frá því að kynin séu eingöngu tvö, en þær breytingar sem Alþingi mun nú gera á hinum ýmsu lögum sjá til þess að lögin endurspegli lagalegan og félagslegan veruleika dagsins í dag. Ýmis lög eru þannig einfölduð, óþarfa kynjun eða kynjuð orð eru tekin út og almenn orð sem geta vísað í öll kyn eru sett í staðinn.Þetta er mikilvægt til að tryggja það að kynsegin fólk sitji við sama borð og annað fólk, sé verndað í lögum og kynvitund þeirra tekin gild. Fólk sem aldrei hefur fengið lagalega viðurkenningu hérlendis mun því loks njóta sömu viðurkenningar og annað fólk. Vernd fyrir börn með ódæmigerð kyneinkenni Þriðja frumvarpið sem samþykkt verður er það allra mikilvægasta, en það snýr að heilbrigðisþjónustu við börn með ódæmigerð kyneinkenni. Um öll Vesturlönd, áratugum saman, hafa börn með ódæmigerð kyneinkenni sætt óþörfum og óafturkræfum inngripum í líkama sinn. Fólk sem hefur orðið fyrir slíkum inngripum er gjarnan upp á heilbrigðiskerfið komið í kjölfar þeirra og stundum hafa inngripin mjög alvarlega heilsukvilla í för með sér. Nefndir Sameinuðu Þjóðanna um réttindi barna, og um pyntingar, grimma og ómannúðlega meðferð ásamt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hafa kallað á miklar breytingar í málaflokknum. Ísland svarar nú þessu kalli. Samkvæmt frumvarpinu verða flest inngrip í kyneinkenni barna sem hafa eingöngu félagslegar, útlitslegar eða sálfélagslegar ástæður óheimil. Þetta er í takt við almenn tilmæli Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðastofnana. Frumvarpið leggur þó ríka áherslu á að börn fái áfram aðgang að allri þeirri læknisfræðilegu þjónustu sem þau þurfa. Inngrip sem eru lífsnauðsynleg eru að sjálfsögðu framkvæmd án tafar, en önnur bíða þar til barnið getur sagt skoðun sína á málinu. Ekkert þverfaglegt teymi hefur verið starfandi hérlendis fram að þessu og skort hefur sérhæfða sálfræðiþjónustu fyrir bæði foreldra og börn. Það er því mikið gleðiefni að frumvarpið kemur á fót sérhæfðu teymi með þeim tilgangi að veita börnum með ódæmigerð kyneinkenni „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita“. Ennfremur er lagt til að áframhaldandi vinna fari fram við að vakta vel þróunina í þessum málaflokki á næstu árum. Innan fárra daga verða þessi þrjú frumvörp, sem gera Ísland aðeins betra fyrir aðeins fleira fólk, að lögum. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland fagna frumvörpunum, enda fela þau í sér mikilvægar og tímabærar réttarbætur fyrir hinsegin fólk á Íslandi. Við þökkum Alþingi Íslendinga kærlega fyrir samstöðuna og stuðninginn við mannréttindabaráttu okkar. Gleðileg jól! Höfundar eru Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Þorbjörg Þorvaldsdóttir Ugla Stefanía Réttindi barna Málefni transfólks Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í landi þar sem breið og þverpólitísk samstaða ríkir um réttindamál hinsegin fólks. Þessi samstaða birtist þessa dagana á Alþingi, sem mun á næstu dögum samþykkja þrjú frumvörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér mikilvægar réttarbætur, þá sérstaklega fyrir trans og intersex börn. Frumvörpin sem um ræðir eru allt breytingar á lögum um kynrænt sjálfræði 80/2019, sem samþykkt voru í fyrrasumar. Öll eru þau afrakstur starfshópa sem tóku til starfa eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi, en hóparnir höfðu það hlutverk að skoða tiltekin málefni og útfæra nýja löggjöf. Málefnin þrjú eru: Lækkað aldurstakmark á sjálfstæðri nafn- og kynskráningu í Þjóðskrá, orðalagsbreytingar í lögum vegna nýrrar hlutlausrar kynskráningar og loks verndun ungbarna fyrir óþörfum og óafturkræfum inngripum í líkama þeirra. Breyting á aldurstakmarki Í núgildandi lögum þurfa unglingar að hafa náð 18 ára aldri til þess að geta breytt sjálf um nafn og kynskráningu hjá Þjóðskrá, en fram að þeim aldri þurfa unglingar leyfi forráðafólks til slíks. Trans unglingar á Íslandi hafa hingað til ekki getað breytt nafni og kyni í Þjóðskrá upp á eigin spýtur ef stuðnings foreldra nýtur ekki við, sem getur valdið óþægindum, kvíða og ruglingi, sérstaklega innan skólakerfisins. Í frumvarpi til breytinga á lögunum er nú lagt til að aldurstakmarkið verði fært niður í 15 ára. Þessi ákvörðun er tekin að vel ígrunduðu máli, en börn á þessum aldri eru talin hafa nægan þroska til að taka slíkar ákvarðanir. Ef þeim snýst hugur seinna verður sömuleiðis hægt að breyta skráningunni aftur og er hún því fyllilega afturkræf. Það er mikil breyting til batnaðar að allir trans unglingar geti nú breytt nafni og kyni í Þjóðskrá við framhaldsskólaaldur og geti þannig hafið skólagöngu á nýju skólastigi með rétta kynskráningu og nafn. Breytingar á öðrum lögum Breytingar á öðrum lögum lúta aðallega að breyttu orðalagi í hinum ýmsu lögum, svo gert verði ráð fyrir hlutlausri kynskráningu. Mörg lög ganga út frá því að kynin séu eingöngu tvö, en þær breytingar sem Alþingi mun nú gera á hinum ýmsu lögum sjá til þess að lögin endurspegli lagalegan og félagslegan veruleika dagsins í dag. Ýmis lög eru þannig einfölduð, óþarfa kynjun eða kynjuð orð eru tekin út og almenn orð sem geta vísað í öll kyn eru sett í staðinn.Þetta er mikilvægt til að tryggja það að kynsegin fólk sitji við sama borð og annað fólk, sé verndað í lögum og kynvitund þeirra tekin gild. Fólk sem aldrei hefur fengið lagalega viðurkenningu hérlendis mun því loks njóta sömu viðurkenningar og annað fólk. Vernd fyrir börn með ódæmigerð kyneinkenni Þriðja frumvarpið sem samþykkt verður er það allra mikilvægasta, en það snýr að heilbrigðisþjónustu við börn með ódæmigerð kyneinkenni. Um öll Vesturlönd, áratugum saman, hafa börn með ódæmigerð kyneinkenni sætt óþörfum og óafturkræfum inngripum í líkama sinn. Fólk sem hefur orðið fyrir slíkum inngripum er gjarnan upp á heilbrigðiskerfið komið í kjölfar þeirra og stundum hafa inngripin mjög alvarlega heilsukvilla í för með sér. Nefndir Sameinuðu Þjóðanna um réttindi barna, og um pyntingar, grimma og ómannúðlega meðferð ásamt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hafa kallað á miklar breytingar í málaflokknum. Ísland svarar nú þessu kalli. Samkvæmt frumvarpinu verða flest inngrip í kyneinkenni barna sem hafa eingöngu félagslegar, útlitslegar eða sálfélagslegar ástæður óheimil. Þetta er í takt við almenn tilmæli Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðastofnana. Frumvarpið leggur þó ríka áherslu á að börn fái áfram aðgang að allri þeirri læknisfræðilegu þjónustu sem þau þurfa. Inngrip sem eru lífsnauðsynleg eru að sjálfsögðu framkvæmd án tafar, en önnur bíða þar til barnið getur sagt skoðun sína á málinu. Ekkert þverfaglegt teymi hefur verið starfandi hérlendis fram að þessu og skort hefur sérhæfða sálfræðiþjónustu fyrir bæði foreldra og börn. Það er því mikið gleðiefni að frumvarpið kemur á fót sérhæfðu teymi með þeim tilgangi að veita börnum með ódæmigerð kyneinkenni „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita“. Ennfremur er lagt til að áframhaldandi vinna fari fram við að vakta vel þróunina í þessum málaflokki á næstu árum. Innan fárra daga verða þessi þrjú frumvörp, sem gera Ísland aðeins betra fyrir aðeins fleira fólk, að lögum. Samtökin ‘78, Trans Ísland og Intersex Ísland fagna frumvörpunum, enda fela þau í sér mikilvægar og tímabærar réttarbætur fyrir hinsegin fólk á Íslandi. Við þökkum Alþingi Íslendinga kærlega fyrir samstöðuna og stuðninginn við mannréttindabaráttu okkar. Gleðileg jól! Höfundar eru Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar