Nýtt afbrigði SARS-CoV-2 greinist á Bretlandseyjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2020 06:59 Viðbúnaður hefur verið aukinn og nýjar reglur tekið gildi eftir aukinn fjölda smita í Bretlandi. epa/Andy Rain Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, sagði frá því í gær að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 hefði fundist í landinu. Fleiri en þúsund tilvik hafa greinst, flest í suðurhluta Bretlands. Frá þessu greinir Guardian og hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Að sögn Chris Witty, aðal heilbrigðisráðgjafa stjórnvalda, er ekkert sem bendir til þess að nýja afbrigðið sé hættulegra en önnur og það finnist við hefðbundna skimun. Þá sagði hann í gær að uppgötvun þess væri ekki ástæða aukins viðbúnaðar vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt Guardian segja vísindamenn að koma muni í ljós hvort uppgötvun nýja afbrigðisins muni hafa áhrif á bólusetningar. Wendy Barcley, prófessor við Imperial College London og meðlimur ráðgjafahóps ríkisstjórnarinnar í neyðartilvikum (SAGE) segir afbrigðið búa yfir stökkbreytingum á svokölluðum bindiprótínum en mörg bóluefnanna virka einmitt á umrædd prótín. Hún segir rannsóknir á næstu vikum munu leiða í ljós hvort stökkbreytingarnar hafa áhrif á virkni bóluefnanna. „Þetta er mögulega alvarlegt; eftirlit og rannsóknir verða að halda áfram og við verðum að taka nauðsynleg skref til að vera á undan veirunni,“ sagði Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sagði stofnunina eiga í samskiptum við breska sérfræðinga vegna afbrigðisins en enn sem komið er benti ekkert til þess að það hegðaði sér öðruvísi. Frétt Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian og hefur eftir Hancock að umrætt afbrigði hafi breiðst hraðar út en þau sem fyrir voru en afar ólíklegt sé að bóluefnin sem hafa verið þróuð gegn veirunni vinni ekki líka gegn nýja afbrigðinu. Að sögn Chris Witty, aðal heilbrigðisráðgjafa stjórnvalda, er ekkert sem bendir til þess að nýja afbrigðið sé hættulegra en önnur og það finnist við hefðbundna skimun. Þá sagði hann í gær að uppgötvun þess væri ekki ástæða aukins viðbúnaðar vegna Covid-19 faraldursins. Samkvæmt Guardian segja vísindamenn að koma muni í ljós hvort uppgötvun nýja afbrigðisins muni hafa áhrif á bólusetningar. Wendy Barcley, prófessor við Imperial College London og meðlimur ráðgjafahóps ríkisstjórnarinnar í neyðartilvikum (SAGE) segir afbrigðið búa yfir stökkbreytingum á svokölluðum bindiprótínum en mörg bóluefnanna virka einmitt á umrædd prótín. Hún segir rannsóknir á næstu vikum munu leiða í ljós hvort stökkbreytingarnar hafa áhrif á virkni bóluefnanna. „Þetta er mögulega alvarlegt; eftirlit og rannsóknir verða að halda áfram og við verðum að taka nauðsynleg skref til að vera á undan veirunni,“ sagði Jeremy Farrar, framkvæmdastjóri Wellcome Trust. Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) sagði stofnunina eiga í samskiptum við breska sérfræðinga vegna afbrigðisins en enn sem komið er benti ekkert til þess að það hegðaði sér öðruvísi. Frétt Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira