Boko Haram segist bera ábyrgð á hvarfi 320 nemenda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2020 22:23 Þrjú hundruð og tuttugu menntaskóladrengjum var rænt síðastliðinn föstudag. EPA-EFE/AKINTUNDE AKINLEYE Maður sem sagðist leiðtogi hryðjuverkasamtakanna Boko Haram í Nígeríu sagði í dag að samtökin bæru ábyrgð á hvarfi meira en þrjú hundruð menntaskóladrengja. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. Drengjunum var rænt úr skólanum sem þeir sækja á föstudag. Nemendur sem tókst að flýja í skjól sögðu árásarmennina hafa verið vopnaðir AK-47 hríðskotarifflum. Þeir hafi safnað saman nemendum sem þeir fundu og svo leitt þá í burtu. Árásin var gerð á Government Science menntaskólann í Katsina-héraði í norðvesturhluta Nígeríu á föstudagskvöld. Boko Haram hefur herjað á norðausturhluta Nígeríu frá árinu 2009. Þetta er fyrsta skiptið sem samtökin taka ábyrgð á árás í norðvesturhluta landsins. Í frétt Reuters um málið segir að ef yfirlýsing Boko Haram reynist sönn þýði það að völd samtakanna séu að aukast á svæðinu. Það gæti einnig þýtt að samtökin hafi myndað bandalög við aðra hryðjuverkahópa í norðvesturhluta landsins, sem gæti aukið óstöðugleika á svæðinu. Segja vestræna menntun ekki í anda íslam Yfirvöld í Katsina hafa sagt að um 320 drengja sé saknað og nígersk yfirvöld segjast hafa átt í samskiptum við mannræningjana, sem hafi krafist lausnargjalds af minnst einu foreldri. Yfirvöld í Katsina hafa skipað öllum ríkisreknum skólum að loka þar sem ástæðan bak árásarinnar sé ekki þekkt. Yfirvöld í Zamfara héraði, sem hefur landamæri að Katsina, fyrirskipuðu einnig lokun heimavistarskóla í dag. Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram, sagði í hljóðskilaboðum, sem Reuters hefur undir höndum: „Við berum ábyrgð á því sem gerðist í Katsina.“ „Það sem gerðist í Katsina var gert til þess að boða íslam og aftra and-íslömskum starfsháttum þar sem vestræn menntun er ekki menntunin sem Allah og hans heilagi spámaður leyfa.“ Nígería Tengdar fréttir Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Nemendur sem tókst að flýja í skjól sögðu árásarmennina hafa verið vopnaðir AK-47 hríðskotarifflum. Þeir hafi safnað saman nemendum sem þeir fundu og svo leitt þá í burtu. Árásin var gerð á Government Science menntaskólann í Katsina-héraði í norðvesturhluta Nígeríu á föstudagskvöld. Boko Haram hefur herjað á norðausturhluta Nígeríu frá árinu 2009. Þetta er fyrsta skiptið sem samtökin taka ábyrgð á árás í norðvesturhluta landsins. Í frétt Reuters um málið segir að ef yfirlýsing Boko Haram reynist sönn þýði það að völd samtakanna séu að aukast á svæðinu. Það gæti einnig þýtt að samtökin hafi myndað bandalög við aðra hryðjuverkahópa í norðvesturhluta landsins, sem gæti aukið óstöðugleika á svæðinu. Segja vestræna menntun ekki í anda íslam Yfirvöld í Katsina hafa sagt að um 320 drengja sé saknað og nígersk yfirvöld segjast hafa átt í samskiptum við mannræningjana, sem hafi krafist lausnargjalds af minnst einu foreldri. Yfirvöld í Katsina hafa skipað öllum ríkisreknum skólum að loka þar sem ástæðan bak árásarinnar sé ekki þekkt. Yfirvöld í Zamfara héraði, sem hefur landamæri að Katsina, fyrirskipuðu einnig lokun heimavistarskóla í dag. Abubakar Shekau, leiðtogi Boko Haram, sagði í hljóðskilaboðum, sem Reuters hefur undir höndum: „Við berum ábyrgð á því sem gerðist í Katsina.“ „Það sem gerðist í Katsina var gert til þess að boða íslam og aftra and-íslömskum starfsháttum þar sem vestræn menntun er ekki menntunin sem Allah og hans heilagi spámaður leyfa.“
Nígería Tengdar fréttir Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21 Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Um 400 skólabarna saknað Nokkur hundruð skólabarna er saknað í Nígeríu eftir að vopnaðir árásarmenn réðust á skólann þeirra í Katsina-ríki í norðvesturhluta landsins á föstudagskvöldið. Lögreglan segir að alls sé um fjögur hundruð barna saknað. 13. desember 2020 17:21
Telja hundruð menntaskólanema í haldi vígamanna Hundruð nemenda eru horfnir eftir að hópur vígamanna réðst á menntaskóla fyrir drengi í norðvestur Nígeríu. Árásarmennirnir ferðuðust að skólanum á mótorhjólum og byrjuðu á því að skjóta af byssum sínum upp í loftið sem varð til þess að fólk flúði staðinn. 12. desember 2020 21:48