Likamleg og andleg heilsa miklu betri eftir að hafa stundað kynlíf á hverjum degi í tólf ár Stefán Árni Pálsson skrifar 18. desember 2020 10:30 Mathilda og eiginmaður hennar hafa stundað kynlíf á hverjum einasta degi í tólf ár. Matilda Gregersdotter er markþjálfi frá Stokkhólmi sem hefur búið á Íslandi um nokkurt skeið. Hún og íslenskur eiginmaður hennar tóku þá djörfu ákvörðun árið 2008 að þau skyldu stunda kynlíf á hverjum einasta degi og sjá þannig frá fyrstu hendi hvaða áhrif reglulegt kynlíf hefði á líf þeirra og hjónaband. Núna tólf árum seinna eru þau hjónin enn að í fullu fjöri og Matilda hefur meira að segja skrifað bók um þetta áhugaverð ferðalag þeirra hjóna, en hún heitir Daily Sex og kom út núna á dögunum. Frosti Logason settist niður með Matildu og fékk hana til að segja áhorfendum Íslands í dag betur frá því hvernig þetta hefði allt saman gengið og spurði hann hvaðan þau fengu eiginlega þessa skemmtilegu hugmynd til að byrja með. „Ég fékk í raun bón frá manninum mínum sem kom til mín með grein úr Fréttablaðinu sem fjallaði um hjón sem voru að stunda kynlíf í þessum daglega takti. Mér fannst þetta svolítið undarlegt en af því að við erum að reyna koma til móts við hvort annað með allt mögulegt og ég sagði, já prófum þetta,“ segir Matilda. „Þetta hefur haft rosalega margt fallegt í för með sér og við erum enn þá að mætast svona fallega á hverjum sólarhring. Bókin snýst um að lýsa líkamlega líðan okkar og hvernig þróunin hefur verið. Ég vissi ekki að maður gæti liðið svona vel í eigin líkama.“ Matilda segir að með því að tileinka sér þennan hugsanagang hafi þeim hjónum tekist að einblína meira á það jákvæða í þeirra sambandi og þannig hafi daglegur pirringur og neikvæðar samræður nánast horfið úr þeirra samskiptum. Hversdagsleg rifrildi hafi bæði orðið sjaldgæfari og styttri og vilji þeirra beggja til að leita sátta hafi aukist til muna. „Þetta snýr allri valdabaráttu á hvolf og hún er í raun ekki til staðar. Það gefur okkar samveru svo miklu meiri nánd og gæði. Við erum ofsalega ástfangin og þetta snýst um að hvernig getum við lifað saman svona ástfangin,“ segir Mathilda en þau hjónin stunda bara „hefðbundið“ kynlíf á hverjum degi og eins og hún segir sjálf þá er ekkert um neina kínkí hluti að ræða. Þau hjónin hafa verið gift síðan 1994. Þurfum að tala meira um kynlíf Matilda segir að hún sjálf sé fyrir vikið miklu sáttari manneskja en hún var áður, bæði líkamleg og andleg líðan hennar sé einfaldlega í toppstandi í dag og það geri hana líka að miklu betri eiginkonu og móður. „Áður fyrr var ég að kvarta töluvert yfir því að ég fái ekki nægilega mikla snertingu og þegar við komum saman svona fallega þá er það bara farið. Ég er fullnægð af snertingu og það er einhvers konar sátt á milli okkar.“ Matilda segir að niðurstaða þessarar tilraunar þeirra hjóna sé á heildina litið ótrúlega jákvæð, afraksturinn sé langtum betra samlíf, meiri nánd og miklu betra hjónaband. Þá hafi traust og tillitssemi á milli þeirra hjóna aukist til mikilla muna, enda skilji þau hvort annað miklu betur en áður. „Kynorka er bara mannlegt eðli sem við tölum of lítið um. Það er bannað að tala um þetta og ég vildi óska þess að við gætum rætt meira um þetta.“ Bókina Daily Sex er hægt að nálgast á vef Amazon en Matilda hefur einnig gert aðgengilegt á netinu aukaefni þar sem hún fékk fólk úr öllum áttum til að lesa einstaka kafla úr bókinni og ræða sína á milli í sérstökum hlaðvarpsþáttum sem eru hentugir fyrir þá sem vilja nálgast efni bókarinnar af meiri dýpt. Ísland í dag Kynlíf Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Núna tólf árum seinna eru þau hjónin enn að í fullu fjöri og Matilda hefur meira að segja skrifað bók um þetta áhugaverð ferðalag þeirra hjóna, en hún heitir Daily Sex og kom út núna á dögunum. Frosti Logason settist niður með Matildu og fékk hana til að segja áhorfendum Íslands í dag betur frá því hvernig þetta hefði allt saman gengið og spurði hann hvaðan þau fengu eiginlega þessa skemmtilegu hugmynd til að byrja með. „Ég fékk í raun bón frá manninum mínum sem kom til mín með grein úr Fréttablaðinu sem fjallaði um hjón sem voru að stunda kynlíf í þessum daglega takti. Mér fannst þetta svolítið undarlegt en af því að við erum að reyna koma til móts við hvort annað með allt mögulegt og ég sagði, já prófum þetta,“ segir Matilda. „Þetta hefur haft rosalega margt fallegt í för með sér og við erum enn þá að mætast svona fallega á hverjum sólarhring. Bókin snýst um að lýsa líkamlega líðan okkar og hvernig þróunin hefur verið. Ég vissi ekki að maður gæti liðið svona vel í eigin líkama.“ Matilda segir að með því að tileinka sér þennan hugsanagang hafi þeim hjónum tekist að einblína meira á það jákvæða í þeirra sambandi og þannig hafi daglegur pirringur og neikvæðar samræður nánast horfið úr þeirra samskiptum. Hversdagsleg rifrildi hafi bæði orðið sjaldgæfari og styttri og vilji þeirra beggja til að leita sátta hafi aukist til muna. „Þetta snýr allri valdabaráttu á hvolf og hún er í raun ekki til staðar. Það gefur okkar samveru svo miklu meiri nánd og gæði. Við erum ofsalega ástfangin og þetta snýst um að hvernig getum við lifað saman svona ástfangin,“ segir Mathilda en þau hjónin stunda bara „hefðbundið“ kynlíf á hverjum degi og eins og hún segir sjálf þá er ekkert um neina kínkí hluti að ræða. Þau hjónin hafa verið gift síðan 1994. Þurfum að tala meira um kynlíf Matilda segir að hún sjálf sé fyrir vikið miklu sáttari manneskja en hún var áður, bæði líkamleg og andleg líðan hennar sé einfaldlega í toppstandi í dag og það geri hana líka að miklu betri eiginkonu og móður. „Áður fyrr var ég að kvarta töluvert yfir því að ég fái ekki nægilega mikla snertingu og þegar við komum saman svona fallega þá er það bara farið. Ég er fullnægð af snertingu og það er einhvers konar sátt á milli okkar.“ Matilda segir að niðurstaða þessarar tilraunar þeirra hjóna sé á heildina litið ótrúlega jákvæð, afraksturinn sé langtum betra samlíf, meiri nánd og miklu betra hjónaband. Þá hafi traust og tillitssemi á milli þeirra hjóna aukist til mikilla muna, enda skilji þau hvort annað miklu betur en áður. „Kynorka er bara mannlegt eðli sem við tölum of lítið um. Það er bannað að tala um þetta og ég vildi óska þess að við gætum rætt meira um þetta.“ Bókina Daily Sex er hægt að nálgast á vef Amazon en Matilda hefur einnig gert aðgengilegt á netinu aukaefni þar sem hún fékk fólk úr öllum áttum til að lesa einstaka kafla úr bókinni og ræða sína á milli í sérstökum hlaðvarpsþáttum sem eru hentugir fyrir þá sem vilja nálgast efni bókarinnar af meiri dýpt.
Ísland í dag Kynlíf Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning