Örlítill grenjandi minnihluti Steingríms er mikill minnihluti Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2020 10:08 Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis birti snakillan pistil í Morgunblaðinu í dag. visir/vilhelm Athyglisverðar orðskýringar Steingríms J. Sigfússonar vekja athygli. „Ekki stendur hugur minn til þess að hefja ritdeilu við Guðna Ágústsson,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En að því sögðu hellir forseti þingsins sér yfir Guðna, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þannig að ólíklegt er annað en Guðni vilji láta við svo búið standa. Steingrímur segir téða grein Guðna sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, sem snýst um umdeilt frumvarp um hálendið, í upphöfnum alhæfingastíl. Meintur þvættingur Guðna „Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir innan um í hrærigrautnum,“ skrifar Steingrímur gramur og heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Guðna: „Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sérstakur verndari bænda og landbúnaðarins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbúnaðarráðherra og breytingar á jarðalögum í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hellir sér yfir Guðna Ágústsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir jafnframt að misskilnings gæti varðandi umdeild ummæli hans um örlítinn grenjandi minnihluta.skjáskot Morgunblaðið En þó Steingrímur beini spjótum sínum að Guðna virðist tilgangur hans með greinarskrifunum ekki síst sá að reyna að hella olíu á öldur er varða ummæli hans um þá sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið umdeilda hálendisfrumvarp. En grein hans gæti allt eins reynst olía á eldinn. Menn ekki að skilja þetta með minnihlutann rétt Þar talaði Steingrímur um að þar færi örlítill grenjandi minnihluti en þau ummæli féllu vægast sagt og víða í afar grýttan jarðveg. Fjölmargir hafa notað sérstakan ramma við einkennismyndir sínar á Facebook þar sem segir „Örlítill grenjandi minnihluti“ og svo mjög fór þetta fyrir brjóst fólks um land allt að stofnuð hefur verið sérstök síða undir þeirri yfirskrift. Steingrímur segir þetta örlítinn og smávægilegan misskilning. Hann hafi alls ekki verið að meina það eins og menn skilja: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Guðni Ágústsson fær það óþvegið frá forseta Alþingis.Alþingi Steingrímur segist alls ekki hafa verið að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu ... „þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs.“ Hvort þeir aðrir en Guðni sem furðuðu sig á ræðu Steingríms og töldu orð hans blöskranleg taki þessar orðskýringar Steingríms góðar og gildar, eða hvort forseti Alþingis nær að beina athyglinni frá ræðu sinni og að Guðna, verður að koma í ljós. Alþingi Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
„Ekki stendur hugur minn til þess að hefja ritdeilu við Guðna Ágústsson,“ segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. En að því sögðu hellir forseti þingsins sér yfir Guðna, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, þannig að ólíklegt er annað en Guðni vilji láta við svo búið standa. Steingrímur segir téða grein Guðna sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni, sem snýst um umdeilt frumvarp um hálendið, í upphöfnum alhæfingastíl. Meintur þvættingur Guðna „Þó er það kannski ábyrgðarhlutur að láta ómótmælt slíku samsafni af rökleysum og þvættingi sem fram kemur í greininni þegar nafn manns kemur þar fyrir innan um í hrærigrautnum,“ skrifar Steingrímur gramur og heldur áfram að hella úr skálum reiði sinnar yfir Guðna: „Guðni hefur í skrifum sínum að undanförnu erfiðað nokkuð við að selja mönnum þá kenningu að hann sé sérstakur verndari bænda og landbúnaðarins. Eigum við þá kannski að skoða við tækifæri arfleifð hans sem landbúnaðarráðherra og breytingar á jarðalögum í hans tíð? Nóg um það en víkjum að því sem sannleikans vegna verður að lágmarki að leiðrétta í grein Guðna.“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hellir sér yfir Guðna Ágústsson í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag og segir jafnframt að misskilnings gæti varðandi umdeild ummæli hans um örlítinn grenjandi minnihluta.skjáskot Morgunblaðið En þó Steingrímur beini spjótum sínum að Guðna virðist tilgangur hans með greinarskrifunum ekki síst sá að reyna að hella olíu á öldur er varða ummæli hans um þá sem hafa lýst yfir andstöðu sinni við hið umdeilda hálendisfrumvarp. En grein hans gæti allt eins reynst olía á eldinn. Menn ekki að skilja þetta með minnihlutann rétt Þar talaði Steingrímur um að þar færi örlítill grenjandi minnihluti en þau ummæli féllu vægast sagt og víða í afar grýttan jarðveg. Fjölmargir hafa notað sérstakan ramma við einkennismyndir sínar á Facebook þar sem segir „Örlítill grenjandi minnihluti“ og svo mjög fór þetta fyrir brjóst fólks um land allt að stofnuð hefur verið sérstök síða undir þeirri yfirskrift. Steingrímur segir þetta örlítinn og smávægilegan misskilning. Hann hafi alls ekki verið að meina það eins og menn skilja: „Örlítið um málnotkun. Samkvæmt mínu norðlenska tungutaki eða málvitund þýðir orðið grenjandi minnihluti = mikill minnihluti. Samanber einnig grenjandi stórhríð eða grenjandi rigning, sem sagt mikið af hvoru tveggja. Hefur ekkert með grát að gera og vonandi hefur Guðni ekki misskilið það.“ Guðni Ágústsson fær það óþvegið frá forseta Alþingis.Alþingi Steingrímur segist alls ekki hafa verið að vísa til bænda, ekki útivistarhópa, ekki náttúruunnenda, sem unna hálendinu ... „þegar ég talaði um hinn „grenjandi“, sem sagt „mikla“, minnihluta í minni ræðu. Það er Guðni sem í sinni dæmalausu grein flytur þessa aðila á einu bretti yfir í þann minnihluta sem ég var að vísa til. Ég var að vísa til þeirra 10% þátttakenda í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar 2018 sem lýstu sig andvíg eða mjög andvíg stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Í sömu könnun lýstu um 63% sig hlynnt eða mjög hlynnt stofnun slíks þjóðgarðs.“ Hvort þeir aðrir en Guðni sem furðuðu sig á ræðu Steingríms og töldu orð hans blöskranleg taki þessar orðskýringar Steingríms góðar og gildar, eða hvort forseti Alþingis nær að beina athyglinni frá ræðu sinni og að Guðna, verður að koma í ljós.
Alþingi Hálendisþjóðgarður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“