Engin sannanleg tengsl milli bólusetningarinnar og drómasýki Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2020 10:48 Faraldur H1N1-inflúensuveiru, þekkt sem svínaflensan, skall á heimsbyggðina 2009 og 2010. Vísir/Getty Engin sannanleg tengsl eru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, að því er fram kemur í nýju svari Björns Rúnars Lúðvíkssonar, prófessors í ónæmisfræði, á Vísindavefnum. Þeir sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni hafi líklega verið í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Svínaflensufaraldurinn, faraldur H1N1-inflúensuveiru, skall á heimsbyggðina árin 2009 og 2010. Víðtækum bólusetningum var hrundið af stað og í apríl 2010 var því lýst yfir að faraldrinum væri lokið. Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af svínaflensu. Þá fór að bera á háværri umræðu um hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki, sjaldgæf veikindi sem lýsa sér með skyndilegri syfju og svefnflogum. Tvö form sjúkdómsins eru til; annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 komu upp vangaveltur um hugsanleg tengsl sjúkdómsins við bólusetningu gegn svínaflensunni, oftast nefnd í tengslum við Pandemrix-bóluefnið. Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari, segir í svari Björns. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. „Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða,“ segir Björn. Niðurstöður úr nýlegri safngreiningu benda til þess að algengi drómasýki meðal bólusettra barna hafi verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100 þúsund bólusettra og um eitt tilfelli fyrir hverja 181 þúsund bólusettra hjá fullorðnum. „Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða,“ segir Björn. Höfundar greiningarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, „nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað.“ „Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum,“ segir Björn. Bólusetningar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Svínaflensufaraldurinn, faraldur H1N1-inflúensuveiru, skall á heimsbyggðina árin 2009 og 2010. Víðtækum bólusetningum var hrundið af stað og í apríl 2010 var því lýst yfir að faraldrinum væri lokið. Margvísleg langvarandi veikindi komu í ljós hjá hluta þess fólks sem sýktist af svínaflensu. Þá fór að bera á háværri umræðu um hugsanleg tengsl sýkingarinnar við drómasýki, sjaldgæf veikindi sem lýsa sér með skyndilegri syfju og svefnflogum. Tvö form sjúkdómsins eru til; annað er talið vera sjálfsónæmissjúkdómur sem veldur skemmdum á taugum í undirstúku heilans. Upp úr 2010 komu upp vangaveltur um hugsanleg tengsl sjúkdómsins við bólusetningu gegn svínaflensunni, oftast nefnd í tengslum við Pandemrix-bóluefnið. Talið er að um 30,5 milljónir manna hafi verið bólusettir í Evrópu með lyfinu. Innan þessara landa voru að minnsta kosti átta mismunandi bóluefni notuð, af þeim voru þrjú sem innihéldu svonefnda ónæmisglæða (e. adjuvant) til að koma af stað ónæmissvari, segir í svari Björns. Í Bandaríkjunum voru um það bil 90 milljónir manna bólusettir, en ekkert þeirra bóluefna voru með ónæmisglæða. „Vandi þessa máls er að verulega erfitt getur verið að leggja áreiðanlegt mat á það hvort um raunveruleg tengsl geti verið að ræða milli sjaldgæfra sjúkdóma (til dæmis drómasýki) og bólusetningar þegar um svo víðtæka þátttöku er að ræða,“ segir Björn. Niðurstöður úr nýlegri safngreiningu benda til þess að algengi drómasýki meðal bólusettra barna hafi verið um 5,4 tilfelli fyrir hverja 100 þúsund bólusettra og um eitt tilfelli fyrir hverja 181 þúsund bólusettra hjá fullorðnum. „Þetta er töluvert lægra en heildaralgengi sjúkdómsins á ári hverju. Þegar kom að öðrum bóluefnum voru engin tengsl milli bólusetningar og drómasýki. Átti þetta bæði við bóluefni með og án ónæmisglæða,“ segir Björn. Höfundar greiningarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að engin sannanleg tengsl væru milli bólusetningar gegn svínaflensunni og drómasýki, „nema hugsanlega sem verulega sjaldgæf hliðarverkun meðal barna og unglinga í þeim tilvikum þegar Pandemrix-bóluefnið var notað.“ „Hins vegar verður að taka einnig með í reikninginn að líklega voru einstaklingar sem sýktust af H1N1-inflúensuveirunni í enn meiri áhættu á að þróa með sér drómasýki en þeir sem voru bólusettir með Pandemrix-bóluefninu. Að endingu er rétt að minna á að veruleg og margvísleg önnur heilsufarsleg einkenni fylgdu þessum skæða heimsfaraldri inflúensu, rétt eins og við sjáum með víðtækari hætti í núverandi heimsfaraldri SARS-CoV-2 með ófyrirséðum langtímaáhrifum,“ segir Björn.
Bólusetningar Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira