Hvíta húsið sagði í tilkynningu að ákvörðunin um að bólusetningin yrði sýnd í sjónvarpinu hafi verið tekin í von um að hvetja Bandaríkjamenn til að láta bólusetja sig.
Karen Pence, eiginkona varaforsetans, og Jerome Adams, yfirmaður læknisþjónustu hersins, voru einnig bólusett í útsendingunni.
Bólusetningar í Bandaríkjunum hófust á mánudaginn síðastliðinn og er nú verið að bólusetja með bóluefni Pfizer og BioNTech. Það er fyrsta bóluefnið sem fengið hefur markaðsleyfi í Bandaríkjunum og veitir það allt að 95 prósent vörn gegn veirunni.
Nú er verið að dreifa fyrstu þremur milljónum skammtanna, sem Bandaríkin hafa fengið í hendurnar, til allra fimmtíu ríkja Bandaríkjanna.
Joe Biden, verðandi forseti, og eiginkona hans Jill, verða bólusett næstkomandi mánudag að sögn talsmanns þeirra.
Þá hefur bóluefni Moderna komist skrefinu nær því að fá markaðsleyfi en hópur sérfræðinga mældi með því að það fengi leyfi.