Blanc var fyrirliði heimsmeistaraliðs Frakka árið 1998 og lék meðal annars fyrir Barcelona, Inter og Man Utd á leikmannaferli sínum.
Hann stýrði síðast franska stórveldinu PSG og gerði liðið að Frakklandsmeisturum í þrígang frá 2013-2016. Fyrsta starf Blanc í þjálfun var hjá Bordeaux en hann gerði liðið að frönskum meisturum árið 2009.
Blanc var landsliðsþjálfari Frakklands frá 2010-2012 en mun nú reyna sig í Katar þar sem fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, Heimir Hallgrímsson, þjálfar lið Al Arabi.
— AlRayyanSC (@AlrayyanSC) December 19, 2020
Al Rayyan er í 6.sæti katörsku deildarinnar eftir níu leiki, tólf stigum á eftir toppliði Al Sadd en Al Rayyan varð í 2.sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og hampaði síðast meistaratitlinum árið 2016. Í kjölfarið af því tók Michael Laudrup við stjórnartaumunum en síðan þá hafa þrír knattspyrnustjórar komið og farið.
Al Rayyan hefur á að skipa einni skærustu stjörnu deildarinnar þar sem alsírski landsliðsmaðurinn Yacine Brahimi leikur með liðinu.