Sam Allardyce stýrði WBA í sínum fyrsta leik eftir að hann var ráðinn til félagsins. Hann tók við nýliðunum af Slaven Bilic sem fékk sparkið í vikunni.
Það voru liðnar fimm mínútur af leiknum er Anwar El-Ghazi kom Villa yfir og ekki skánaði ástandið hjá WBA er Jake Livermore fékk beint rautt spjald á 37. mínútu.
Ollie Watkins virtist vera koma Villa í 2-0 á 72. mínútu en VAR dæmdi markið af. Bertrand Traore skoraði þó annað markið á 84. mínútu og á 88. mínútu skoraði El-Ghazi, annað mark sitt og þriðja mark Villa, úr vítaspyrnu.
Aston Villa er í níunda sæti deildarinnar með 22 stig eftir tólf leiki. WBA er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig, þremur stigum frá öruggu sæti.
22 - Aston Villa s return of 22 points after 12 games is their best in the Premier League at this stage since the 2001-02 season, when they finished eighth (also 22 points). Promising. #WBAAVL pic.twitter.com/oWkk6kQGYz
— OptaJoe (@OptaJoe) December 20, 2020