Hallbera: Hélt mögulega að þetta væri búið Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 09:30 Hallbera í leik gegn Svíum á Laugardalsvelli í undankeppni EM. vísir/vilhelm Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir því að leika í atvinnumennsku á nýjan leik. Vinstri bakvörðurinn segir jafn framt að umræðan í kringum íslenska kvennalandsliðið á dögunum hafi verið óvægin. Hallbera samdi við AIK í Stokkhólmi þar sem hún mun leika á næstu leiktíð en Hallbera hefur áður leikið í Svíþjóð. Hún er spennt fyrir því að fara aftur til Svíþjóðar en AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég þarf að búa mig undir það að þetta verður aðeins öðruvísi barátta en undanfarin ár þar sem ég hef verið í toppbaráttunni,“ sagði Hallbera í Sportpakkanum í gærkvöldi. Hallbera er á leið út í nám og þurfti því að finna sér lið í Stokkhólmi, sem tókst. Hún segir að í fyrsta skipti hafi fótboltinn verið í öðru sæti. „Þetta er eiginlega fyrsta ákvörðunin sem ég tek með fótboltann sem: Þetta reddast. Ég varð að finna mér lið í Stokkhólmi og sem betur fer voru einhverjir sem vildu fá mig. Það er ekkert sjálfgefið að hlaupa út í atvinnumennsku 34 ára gömul.“ Evrópumótinu kvenna, sem átti að fara fram á næsta ári, var frestað um eitt ár og fyrst um sinn hélt Hallbera þá að landsliðsferlinum hjá sér væri mögulega lokið. „Ég viðurkenni að fyrst þegar þessu móti var frestað þá hélt ég að þetta væri mögulega bara búið. Líkaminn er í góðu standi og ég er að halda í við hraða og annað. Meðan það er þannig þá finnst mér ég eiga fullt erindi í þetta enn þá.“ „Það er búið að vera rót á ýmsu tengdu landsliðinu og ég held að það sé öllu til góðs að þessu móti sé frestað.“ Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í fögnuði íslenska liðsins í Ungverjalandi. Hallbera sagði umræðuna óvægna. „Það var mikið af sögum og útskýringum sem voru ekki réttar. Það er erfitt að fylgjast með umræðu þegar hún er óvægin; bæði gagnvart þjálfaranum og leikmönnum.“ „Mér finnst umhugsunarefni að oft er ágætt að anda inn og út áður en maður tjáir sig um einhver svona málefni,“ sagði Hallbera. Klippa: Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir nýjum áskorunum Íslenski boltinn Valur KSÍ Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Hallbera samdi við AIK í Stokkhólmi þar sem hún mun leika á næstu leiktíð en Hallbera hefur áður leikið í Svíþjóð. Hún er spennt fyrir því að fara aftur til Svíþjóðar en AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni. „Ég þarf að búa mig undir það að þetta verður aðeins öðruvísi barátta en undanfarin ár þar sem ég hef verið í toppbaráttunni,“ sagði Hallbera í Sportpakkanum í gærkvöldi. Hallbera er á leið út í nám og þurfti því að finna sér lið í Stokkhólmi, sem tókst. Hún segir að í fyrsta skipti hafi fótboltinn verið í öðru sæti. „Þetta er eiginlega fyrsta ákvörðunin sem ég tek með fótboltann sem: Þetta reddast. Ég varð að finna mér lið í Stokkhólmi og sem betur fer voru einhverjir sem vildu fá mig. Það er ekkert sjálfgefið að hlaupa út í atvinnumennsku 34 ára gömul.“ Evrópumótinu kvenna, sem átti að fara fram á næsta ári, var frestað um eitt ár og fyrst um sinn hélt Hallbera þá að landsliðsferlinum hjá sér væri mögulega lokið. „Ég viðurkenni að fyrst þegar þessu móti var frestað þá hélt ég að þetta væri mögulega bara búið. Líkaminn er í góðu standi og ég er að halda í við hraða og annað. Meðan það er þannig þá finnst mér ég eiga fullt erindi í þetta enn þá.“ „Það er búið að vera rót á ýmsu tengdu landsliðinu og ég held að það sé öllu til góðs að þessu móti sé frestað.“ Jón Þór Hauksson lét af störfum sem landsliðsþjálfari á dögunum eftir atvik sem átti sér stað í fögnuði íslenska liðsins í Ungverjalandi. Hallbera sagði umræðuna óvægna. „Það var mikið af sögum og útskýringum sem voru ekki réttar. Það er erfitt að fylgjast með umræðu þegar hún er óvægin; bæði gagnvart þjálfaranum og leikmönnum.“ „Mér finnst umhugsunarefni að oft er ágætt að anda inn og út áður en maður tjáir sig um einhver svona málefni,“ sagði Hallbera. Klippa: Hallbera Guðný Gísladóttir er spennt fyrir nýjum áskorunum
Íslenski boltinn Valur KSÍ Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira