Sjáðu Tiger Woods rifna úr stolti eftir örninn hjá ellefu ára syni sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 10:01 Tiger Woods fagnar hér stráknum sínum eftir að Charlie tryggði feðgunum örn á þriðju holu. AP/Phelan M. Ebenhack Tiger Woods og ellefu ára sonur hans Charlie urðu í sjöunda sæti á fyrsta golfmóti sínu saman um helgina. Það var ekki hægt að sjá eða heyra annað en að Tiger Woods hafi notið þess að spila með stráknum sínum á PNC Championship góðgerðamótinu um helgina. Tiger og Charlie Woods enduðu í sjöunda sæti (af tuttugu tveggja kylfinga liðum) og voru fimm höggum á eftir sigurvegurum mótsins sem voru Justin Thomas og faðir hans. Á þessu móti spila þekktir kylfingar með föður eða börnum sínum. Charlie Woods er samt langyngsti keppandinn í sögu mótsins. Justin Thomas er í þriðja sæti á heimslistanum en hann og faðir hans enduðu mótið á fimmtán höggum undir pari. Í öðru sæti og aðeins höggi á eftir voru Vijay Singh og sonur hans Qass. Tiger Woods and son Charlie finish seventh after 'special' weekend https://t.co/9DQDkTBxf9— Guardian sport (@guardian_sport) December 20, 2020 Augu marga voru hins vegar á Tiger og Charlie Woods enda margir forvitnir að sjá hvert að hinn ellefu ára gamli Charlie hefði erft eitthvað frá föður sínum. Það var einkum ein hola á fyrri deginum sem vakti mikla lukku ekki síst hjá Tiger Woods sjálfum. Charlie kláraði þá örninn á þriðju holu með laglegu höggi inn á flöt og svo með flotti pútti í framhaldinu. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá var Tiger sérstaklega kátur og stoltur af syni sínum eftir að hann setti púttið sitt ofan í holu. 11-year-old Charlie Woods eagles the third hole at the @PNCChampionship for Team Woods. Amazing pic.twitter.com/SA8NwrK6dC— KUSI News (@KUSINews) December 19, 2020 Tiger Woods var líka mjög sáttur með alla helgina og það að hann gat spilað með stráknum sínum þrátt fyrir að vera sjálfur að glíma við bakmeiðsli. „Ég held að ég geti ekki fundið réttu orðin til að lýsa þessari tilfinningu. Bara það að við gátum upplifað þetta saman og búið til minningu sem mun endast alla ævi,“ sagði Tiger Woods. Charlie Woods hefur lært margt af föður sínum sem sást um helgina. Það var þannig mjög gaman að fagna þessum fugli eins og Tiger hefur gert svo oft. FIST PUMP CITY Charlie has learned a thing or two from his father. @PNCchampionship pic.twitter.com/9JOfGzS5pz— NBC Sports (@NBCSports) December 20, 2020 Hér fyrir neðan má einnig sjá fleiri svipmyndir frá Woods feðgunum frá helginni. A day they won't soon forget.Highlights from Tiger and Charlie Woods' 10-under 62 at the @PNCchampionship on Saturday. pic.twitter.com/r7GDNnPb3F— PGA TOUR (@PGATOUR) December 20, 2020 Golf Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Það var ekki hægt að sjá eða heyra annað en að Tiger Woods hafi notið þess að spila með stráknum sínum á PNC Championship góðgerðamótinu um helgina. Tiger og Charlie Woods enduðu í sjöunda sæti (af tuttugu tveggja kylfinga liðum) og voru fimm höggum á eftir sigurvegurum mótsins sem voru Justin Thomas og faðir hans. Á þessu móti spila þekktir kylfingar með föður eða börnum sínum. Charlie Woods er samt langyngsti keppandinn í sögu mótsins. Justin Thomas er í þriðja sæti á heimslistanum en hann og faðir hans enduðu mótið á fimmtán höggum undir pari. Í öðru sæti og aðeins höggi á eftir voru Vijay Singh og sonur hans Qass. Tiger Woods and son Charlie finish seventh after 'special' weekend https://t.co/9DQDkTBxf9— Guardian sport (@guardian_sport) December 20, 2020 Augu marga voru hins vegar á Tiger og Charlie Woods enda margir forvitnir að sjá hvert að hinn ellefu ára gamli Charlie hefði erft eitthvað frá föður sínum. Það var einkum ein hola á fyrri deginum sem vakti mikla lukku ekki síst hjá Tiger Woods sjálfum. Charlie kláraði þá örninn á þriðju holu með laglegu höggi inn á flöt og svo með flotti pútti í framhaldinu. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá var Tiger sérstaklega kátur og stoltur af syni sínum eftir að hann setti púttið sitt ofan í holu. 11-year-old Charlie Woods eagles the third hole at the @PNCChampionship for Team Woods. Amazing pic.twitter.com/SA8NwrK6dC— KUSI News (@KUSINews) December 19, 2020 Tiger Woods var líka mjög sáttur með alla helgina og það að hann gat spilað með stráknum sínum þrátt fyrir að vera sjálfur að glíma við bakmeiðsli. „Ég held að ég geti ekki fundið réttu orðin til að lýsa þessari tilfinningu. Bara það að við gátum upplifað þetta saman og búið til minningu sem mun endast alla ævi,“ sagði Tiger Woods. Charlie Woods hefur lært margt af föður sínum sem sást um helgina. Það var þannig mjög gaman að fagna þessum fugli eins og Tiger hefur gert svo oft. FIST PUMP CITY Charlie has learned a thing or two from his father. @PNCchampionship pic.twitter.com/9JOfGzS5pz— NBC Sports (@NBCSports) December 20, 2020 Hér fyrir neðan má einnig sjá fleiri svipmyndir frá Woods feðgunum frá helginni. A day they won't soon forget.Highlights from Tiger and Charlie Woods' 10-under 62 at the @PNCchampionship on Saturday. pic.twitter.com/r7GDNnPb3F— PGA TOUR (@PGATOUR) December 20, 2020
Golf Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira