Mega skila notuðum nærfötum Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. desember 2020 07:01 Bandaríski nærfataframleiðandinn Big Favorite hvetur viðskiptavini til að senda sér notaðan nærfatnað úr þeirra línu til baka eftir notkun. Fataiðnaðurinn færist smátt og smátt í umhverfisvænni framleiðslu og sífellt bætast við þeir framleiðendur sem taka á móti flíkum til að endurvinna. Nú hafa notuð nærföt bæst við því bandaríska vörumerkið Big Favorite hefur tilkynnt að viðskiptavinir geti skilað til sín notuðum nærfötum til endurvinnslu. Big Favorite er nýtt fyrirtæki á sviði nærfataframleiðslu. Vörumerkið er þó endurnýtt því Big Favorite var fyrst stofnað af afa framkvæmdastjórans fyrir níutíu árum síðan. Þegar afabarnið, Elanor Turner, stofnaði fyrirtækið ákvað hún að endurvekja þetta gamla fyrirtækjanafn afa síns og leggja þannig línurnar fyrir skýra stefnu um sjálfbærni og endurvinnslu. Til þess að endurvinna nýjar flíkur úr notuðum nærfötum, er markmiðið að viðskiptavinir sendi til fyrirtækisins notuðu nærfötin. Neytendum er lofaður fullur trúnaður og nafnleynd. Að sögn Turner hendir meðalmaður í Bandaríkjunum um 37 kílóum á ári af notuðum fatnaði. Áætlar fyrirtækið að um 15% af þessari þyngd felist í nærfatnaði, stuttermabolir meðtaldir. Þá segir Turner áskorun fyrirtækisins ekki aðeins felast í því að endurnýta flíkurnar fyrir sjálfbæra framleiðslu heldur ekki síður að fá neytendur til að taka þátt. Því enn á eftir að reyna á það hvort fólk er tilbúið til að senda frá sér notaðan nærfatnað. Í umfjöllun Fastcompany segir að ýmsir framleiðendur hafi nýverið opnað verslanir með notaðar vörur úr sínum línum. Levis er nefnt sem dæmi. Í umfjöllun segir að ólíklegt sé að slík leið verði farin með notuð nærföt. Því verði spennandi að sjá hvernig neytendur muni taka í verkefnið með Big Favorite. Að endurvinna nýjar flíkur úr notuðum nærfötum er þó ekki nýtt af nálinni. Þannig taka mörg endurvinnslufyrirtæki við notuðum nærfötum sem nýtt eru af mörgum framleiðendum. Big Favorite er hins vegar dæmi um nýtt vörumerki sem tilkynnir frá upphafi að ætlunin þeirra sé að endurnýta þegar seldar flíkur. Nýsköpun Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Big Favorite er nýtt fyrirtæki á sviði nærfataframleiðslu. Vörumerkið er þó endurnýtt því Big Favorite var fyrst stofnað af afa framkvæmdastjórans fyrir níutíu árum síðan. Þegar afabarnið, Elanor Turner, stofnaði fyrirtækið ákvað hún að endurvekja þetta gamla fyrirtækjanafn afa síns og leggja þannig línurnar fyrir skýra stefnu um sjálfbærni og endurvinnslu. Til þess að endurvinna nýjar flíkur úr notuðum nærfötum, er markmiðið að viðskiptavinir sendi til fyrirtækisins notuðu nærfötin. Neytendum er lofaður fullur trúnaður og nafnleynd. Að sögn Turner hendir meðalmaður í Bandaríkjunum um 37 kílóum á ári af notuðum fatnaði. Áætlar fyrirtækið að um 15% af þessari þyngd felist í nærfatnaði, stuttermabolir meðtaldir. Þá segir Turner áskorun fyrirtækisins ekki aðeins felast í því að endurnýta flíkurnar fyrir sjálfbæra framleiðslu heldur ekki síður að fá neytendur til að taka þátt. Því enn á eftir að reyna á það hvort fólk er tilbúið til að senda frá sér notaðan nærfatnað. Í umfjöllun Fastcompany segir að ýmsir framleiðendur hafi nýverið opnað verslanir með notaðar vörur úr sínum línum. Levis er nefnt sem dæmi. Í umfjöllun segir að ólíklegt sé að slík leið verði farin með notuð nærföt. Því verði spennandi að sjá hvernig neytendur muni taka í verkefnið með Big Favorite. Að endurvinna nýjar flíkur úr notuðum nærfötum er þó ekki nýtt af nálinni. Þannig taka mörg endurvinnslufyrirtæki við notuðum nærfötum sem nýtt eru af mörgum framleiðendum. Big Favorite er hins vegar dæmi um nýtt vörumerki sem tilkynnir frá upphafi að ætlunin þeirra sé að endurnýta þegar seldar flíkur.
Nýsköpun Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent